Fundarboð 262. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 262

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 29. júní 2020 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar
198. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. júní 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 8.
Fundargerðir til kynningar
2. 2001008 – Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings
42. fundur skólaþjónsutu og velferðarnefndar Árnesþings, haldinn 10. júní 2020
3. 2001021 – Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna
Fundur framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu haldinn 23. júní 2020.
4. 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
885. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 12. júní 2020
5. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
123. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 16. júní 2020
6. 2001005 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU
77. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 24. júní 2020, ásamt ársreikningi 2019 til staðfestingar.
Almenn mál
7. 2004032 – Endurskoðun fyrirkomulags hjólhýsasvæðis Laugarvatni
Endurskoðun fyrirkomulags hjólhýsasvæðis á Laugarvatni, áður á dagskrá á 259. fundi.
8. 2006039 – Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar
Boð um að taka þátt í verkefninu Takk fyrir að vera til fyrirmyndar
9. 2006037 – Uppbygging og viðhald á fótbolta- og frjálsíþróttavelli á Laugarvatni
Ályktun aðalfundar Ungmennafélags Laugdæla frá 18. júní 2020 varðandi uppbyggingu og viðhaldi á fótbolta- og frjálsíþróttavellinum á Laugarvatni.
10. 2006035 – Hlauptunga, vegstæði og bílaplan
Erindi áður frestað á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2020, sbr. 261. fund sveitarstjórnar, mál UTU nr. 2005053. Framkvæmdaleyfi vegna vegsvæðis að bílastæði og útsýnispalli við Brúará.
11. 2004002 – Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun
Yfirlit yfir hlutfall atvinnuleysis og skerts starfshlutfalls, rauntölur fyrir maí. Yfirlit Vinnumálastofnunar, dags. 16. júní 2020 og yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2020.
12. 2006041 – Heiðursáskrift að Flóamannabók
Beiðni ritnefndar Flóamannabókar, dags. 23. júní 2020, um að Bláskógabyggð verði með heiðursáskrift að Flóamannabók, byggðasögu Flóahrepps.
13. 2006038 – Aðstaða í Bergholti fyrir félagsstarf aldraðra
Kostnaðaráætlun vegna búnaðar í Bergholt, innanstokksmunir o.fl.
14. 2006034 – Deiliskipulag Reykholti, Lyngbraut, Sólbraut
Beiðni frá Jarðarberjalandi og Garðyrkjustöðinni Kvistum um breytingu á skipulagi varðandi lokun Sólbrautar, dags. 25. júní 2020.
15. 2005060 – Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti
Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti
16. 2003015 – Útsvarstekjur 2020
Yfirlit yfir útsvarstekjur janúar til maí 2020
17. 2006036 – Trúnaðarmál
Trúnaðarmál
18. 2006040 – Undanþága frá aldursákvæðum skólabílstjóra
Erindi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni, dags. 23. júní s.l. varðandi aldursmörk skólabílstjóra.
19. 1909011 – Gatnahönnun og útboð – Brekkuholt
Fundargerð vegna opnunar tilboða í gatnagerð í Brekkuholti, dags. 16. júní 2020.
20. 2002006 – Kjör fulltrúa í nefndir 2020
Kjör fulltrúa Þ-lista í stað Eyrúnar M. Stefánsdóttur í eftirtaldar nefndir og starfshópa:
Fulltrúi í atvinnu- og ferðamálanefnd (aðalmaður)
Fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga (varamaður)
Fulltrúi á aðalfundi:
Samband íslenskra sveitarfélaga
SASS (aðalmaður)
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (varamaður)
Bergrisinn bs (aðalmaður)
Fulltrúi í vinnuhóp um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Fulltrúi í vinnuhóp um endurskoðun deiliskipulags Laugarvatns
Almenn mál – umsagnir og vísanir
21. 2003014 – Rekstrarleyfisumsókn og tækifærisleyfi Eyvindartunga
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. júlí 2020, um umsögn um tækifærisleyfi fyrir tónleika þann 17. júlí 2020 í Hlöðu í Eyvindartungu.
Mál til kynningar
22. 1912010 – Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2020, varðandi kynningu á kerfisáætlun Landsnets.
23. 2003015 – Fjármál COVID-19 2020
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júní 2020, varðandi bréf sveitarstjórnarráðherrra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

 

 

26.06.2020

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.