Fundarboð 266. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 266
FUNDARBOÐ
266. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. september 2020 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar
201. fundur skipulagsnefndar haldinn 9. september 2020, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 7.
Fundargerðir til kynningar
2. 2001032 – Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara
14. fundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 13. ágúst 2020
15. verkfundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 26. ágúst 2020
16. fundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 9. september 2020
3. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir
126. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 2. september 2020
4. 2001025 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
295. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 3. september 2020.
5. 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
886. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 28. ágúst 2020
6. 2001015 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
16. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 9. september 2020 og 8. fundur byggingarnefndar haldinn sama dag.
7. 2009011 – Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
42. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 4. september 2020
8. 1909054 – Svæðisskipulag Suðurhálendis
1. og 2. fundur starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis
9. 2001005 – Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU
80. fundur stjórnar UTU haldinn 9. september 2020
Almenn mál
10. 2009006 – Stafrænt ráð sveitarfélaga
Beiðni SASS, dags. 11. september 2020, um tilnefningu fulltrúa Bláskógabyggðar í stafrænt ráð sveitarfélaga.
11. 2009012 – Endurbætur á Dalbraut 12 húsnæði UTU, sbr., 1. lið í fundargerð 80. fundar stjórnar byggðasamlagst UTU
Áætlun framkvæmda- og veitusviðs um kostnað við breytingar á innra skipulagi Dalbrautar 12, auk endurnýjunar á hitakerfi og gólfefnum.
12. 2009007 – Styrkbeiðni fyrir umferðarfræðslu
Styrkbeiðni Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 9. september 2020, vegna umferðarfræðslu fyrir skólabörn.
13. 2003015 – Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til ágúst 2020, ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur pr. mánuð á árunum 2016-2020.
14. 2009018 – Krambúðin, Laugarvatni, ályktun
Ályktun vegna Krambúðarinnar á Laugarvatni
15. 2004032 – Endurskoðun fyrirkomulags deiliskipulag hjólhýsasvæðis Laugarvatni
Framtíðarskipan mála vegna hjólhýsasvæðis á Laugarvatni. Lagt fram tölvuskeyti rekstraraðila frá 13. september 2020 og bréf Samhjóls.
16. 2008121 – Samþykkt um gatnagerðargjöld 2020
Samþykkt um gatnagerðargjald, síðari umræða.
17. 2009019 – Lausaganga búfjár
Áskorun Ásgeirs Maack, dags. 14. september 2020, um að lagt verði bann við lausagöngu búfjár í Bláskógabyggð.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
18. 2009015 – Aðalskipulag Borgarbyggðar
Erindi sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Borgarfjarðar, dags. 8. september 2020, beiðni um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar.
Mál til kynningar
19. 2009014 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2020, um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2020
20. 2009008 – Áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa
Erindi Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 8. september 2020, þar sem skorað er á sveitarfélögin o.fl., að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um allt land.
21. 2009009 – Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
Erindi Margrétar Blöndal, verkefnastjóra, dags. 8. september 2020, þar sem kynnt er stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.
22. 2009020 – Bæklingur IOGT um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Erindi IOGT frá 10. september 2020, áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
15.09.2020
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.