Fundarboð 267. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 267

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 1. október 2020 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar
202. fundur skipulagsnefndar, haldinn 16. september 2020. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 7.
2. 2001010 – Fundargerð NOS (Nefndar oddvita sveitarfélaga)
Fundur haldinn 23.09.20
3. 2001008 – Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings
44. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnerndar Árnesþings, haldinn 31.08.20
45. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnerndar Árnesþings, haldinn 16.09.20
Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 og 5 a) í 45. fundargerð.
Fundargerðir til kynningar
4. 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
887. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 25.09.20
5. 2001018 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga haldinn 18.09.20
6. 2001025 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
296. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 22. september 2020, ásamt drögum að aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands vegna endurskoðunar á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðvesturhornið 2021-2032.
7. 2001017 – Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga
Fundur stjórnar Listasafns Árnesinga haldinn 24.04.20.
Fundur stjórnar Listasafns Árnesinga haldinn 24.09.20
8. 2001024 – Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
207. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 25.09.20, ásamt skýrslu um hreinsun á lóðum og lendum og viðbragðsáætlun vegna loftgæða.
9. 2001045 – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa
127. fundur haldinn 16.09.20
10. 2002030 – Fundargerð stjórnar Bergrisans
20. fundur stjórnar Bergrisans, haldinn 14. september 2020
11. 2001019 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
8. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu haldinn 5. júní 2020
9. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu haldinn 18. september 2020
Almenn mál
12. 2009035 – Hugmynd um að sótt verði um styrk til að gera gestastofu á Laugarvatni
Erindi Jóns Snæbjörnssonar, dags. 22. september 2020, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn ræði hugmynd um að gera gestastofu á Laugarvatni.
13. 2003015 – Fasteignagjöld, innheimta og greiðslufrestir
Beiðni Þuríðar Steinþórsdóttur, dags. 18. september 2020, um niðurfellingu eða frestun á greiðslu fasteignagjalda.
14. 2004002 – Atvinnuleysi og skert starfshlutfall, yfirlit
Yfirlit frá Vinnumálastofnun um hlutfall atvinnulausra og einstaklinga í skertu starfshlutfalli, ágúst 2020, auk yfirlits frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
15. 2002008 – Bjarkarbraut 14 og 16, skil á lóðum
Tilkynning Sigurðar Jenssonar, dags. 16. september 2020, um skil á lóðum nr. 14 og 16 við Bjarkarbraut.
16. 2009033 – Deiliskipulagsbreyting Ártunga 2 og 4
Erindi Eiríks Guðlaugssonar, lögmanns, dags. 18. september 2020, þar sem óskað er eftir að tekin verði ný ákvörðun í málí sem varðar deiliskipulagsbreytingu á Ártungu 2 og 4.
17. 2002005 – Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn
Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði
18. 2009037 – Hjólhýsasvæði Laugarvatni, ósk um að yfirtaka
Erindi Jóhannesar Helga Bachmann, dags. 18. september 2020, ósk um að yfirtaka hjólhýsasvæðið á Laugarvatni.
19. 2009038 – Starfshópur, girðingarmál, umbætur og hagræðing
Erindi Vegagerðarinnar, dags. 28. september 2020, varðandi úrbætur í girðingamálum
20. 2009034 – Samningur um aðgerðir til stuðnings við atvinnulíf og samfélag Covid-19
Samningur Byggðastofnunar og Bláskógabyggðar um aðgerðir til stuðnings við atvinnulíf og samfélag vegna hruns í ferðaþjónustu.
21. 2005047 – Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun
22. 2009031 – Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024
Forsendur fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar vegna ársins 2021, tímaplan fjárhagsáætlunar. Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 3. júlí 2020 um forsendur fjárhagsáætlana.
23. 2008121 – Samþykkt um gatnagerðargjöld 2020
Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Almenn mál – umsagnir og vísanir
24. 2009036 – Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030
Erindi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 18. september 2020, beiðni um umsögn um aðalskipulagslýsingu.
25. 2006024 – Aðalskipulagsbreyting Reykjavíkurborgar
Erindi deildarstjóra aðalskipulags, dags. 16. september 2020, beiðni um umsögn um tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna stefnu fyrir íbúðarbyggð.

 

 

 

 

 

 

 

29.09.2020

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.