Fundarboð 273. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 273
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 7. janúar 2021 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
208. fundur skipulagsnefndar, haldinn 22. desember 2020, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 3. | ||
2. | 2001009 – Fundargerð umhverfisnefndar | |
27. fundur umhverfisnefndar, haldinn 16. september 2020 | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur | |
133. afgreiðslud-fundur byggingarfulltrúa, haldinn 16. desember 2020 | ||
4. | 2001005 – Fundargerð ársfundar byggðasamlags UTU | |
Fundargerð ársfundar stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 11. desember 2020, ásamt ársreikningi og ársskýrslu. | ||
5. | 2001015 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga | |
18. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 15. desember 2020. 9. fundur byggingarnefndar vegna Búðarstígs 22, haldinn 15. desember 2020. |
||
6. | 2001007 – Fundargerð stjórnar SASS | |
565. fundur stjórnar SASS, haldinn 4. desember 2020. | ||
7. | 2009017 – Ársþing SASS 2020 | |
Fundargerð aðalfundar SASS, haldinn 29. og 30. október 2020 | ||
8. | 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
892. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 11. desember 2020 | ||
Almenn mál | ||
9. | 2010002 – Gjaldskrá Bláskógaveitu | |
Gjaldksrá Bláskógaveitu fyrir árið 2021 (leiðrétting) | ||
10. | 2101047 – Lántökur 2021 | |
Tillaga um lántökur á árinu 2021 til samræmis við samþykkta fjárhagsáætlun. | ||
11. | 2012030 – Manntal og húsnæðistal 2021 | |
Tilkynning Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020, um að fyrirhugað sé að taka manntal á árinu 2021 með aðstoð sveitarfélaga. | ||
12. | 2012031 – Áskorun um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum | |
Áskorun Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 29.12.20, um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum | ||
13. | 1912027 – Samningur um hjólhýsasvæði Laugarvatni | |
Framlenging samnings um umsjón með hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni | ||
14. | 2101031 – Umsókn um styrk með niðurfellingu fasteignaskatts 2021 | |
Umsókn golfklúbbsins Dalbúa, dags. 18. desember 2020, um styrk í formi niðurfellingar fasteignaskatts af golfskála. | ||
15. | 2010006 – Uppbygging hjúkrunarheimilis | |
Erindi Hrunamannahrepps, dags. 17. desember 2020, varðandi sameiginlegan vinnuhóp um að hjúkrunarheimili verði byggt í Uppsveitum Árnessýslu. | ||
16. | 2010027 – Starfsleyfi og fasteignagjöld vegna Austurbyggðar 26 | |
Erindi Haraldar Arnar Haraldssonar, dags. 21. október 2020, varðandi heimild til að færa rekstur sem er á nafni einstaklings yfir á félag í eigu sama aðila. | ||
17. | 2101046 – Gatnagerðargjöld af lóðum með hátt nýtingarhlutfall | |
Minnisblað sveitarstjóra um gatnagerðargjald af stórum lóðum með hátt nýtingarhlutfall. | ||
18. | 2101034 – Framlög til Tónlistarskóla Árnesinga 2021 | |
Erindi Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 30. desember 2020, varðandi uppfærða fjárhagsáætlun skólans vegna ársins 2021. | ||
19. | 2101045 – Skáknámskeið á landsbyggðinni | |
Erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 17. desember 2020, varðandi tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni. | ||
20. | 2012014 – Umsögn vegna stofnunar lögbýlis | |
Beiðni Hannesar Lentz, dags. 1. desember 2020, um umsögn um stofnun lögbýlis, Rollholt. | ||
21. | 2101049 – Styrkbeiðni ABC barnahjálpar 2021 | |
Erindi ABC barnahjálpar, dags. 5. janúar 2021, beiðni um styrk. | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
22. | 2101043 – Frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál. | |
Beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 18. desember 2020, um umsögn um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.
Athugasemdafrestur er til 12. janúar nk |
||
23. | 2012032 – Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög | |
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 23.12.20, frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög, birt í samráðsgátt. | ||
24. | 2101041 – Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál. | |
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2020, um umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk. |
||
25. | 2101040 – Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál. | |
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2020, um umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. |
||
26. | 2101039 – Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál. | |
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2020, um umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk. |
||
27. | 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember 2020, um umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021 nk. |
||
28. | 2011033 – Viðauki við landsskipulagsstefnu 2015-2026 | |
Tillaga að viðbótum við landsskipulagsstefnu. Áður á dagskrá á 271. fundi. Umsagnarfrestur er til 8. janúar 2020. | ||
29. | 2101037 – Rekstrarleyfisumsókn Dalbraut 8 (220 6278) Samkaup | |
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 30. nóvember 2020, beiðni um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Dalbrautar 8, Laugarvatni, (fnr. 220 6278), leyfi til sölu veitinga í flokki II, veitingastofa og greiðasala. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
30. | 2101038 – Rekstrarleyfisumsókn Eiríksbraut 4 (235 7666) | |
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 19. nóvember 2020, beiðni um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Eiríksbrautar 4 (fnr. 235 7666 mhl 01 og 02), sala gistingar í flokki II frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
31. | 2101035 – Tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember 2020, óskað er afstöðu sveitarstjórna til eins opinbers stuðningskerfis við leigjendur. Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning fylgir. | ||
Mál til kynningar | ||
32. | 2012033 – Styrktarverkefni Landgræðslunnar, yfirlit | |
Erindi Landgræðslunnar, dags. 23.12.20, varðandi uppgræðsluverkefni í Bláskógabyggð (yfirlit). | ||
33. | 1908039 – Jafnlaunavottun | |
Staðfesting Jafnréttisstofu, dags. 16. desember 2020, á heimild Bláskógabyggðar til að nota jafnlaunamerkið. | ||
34. | 2101044 – Héraðsvegur að bænum Heiðarbæ IV | |
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 15. desember 2020, varðandi samþykki fyrir héraðsvegi að Heiðarbæ IV, Bláskógabyggð. | ||
35. | 2011003 – Ytra mat á leikskólum 2021 | |
Tilkynning Menntamálastofnunar, dags. 15. desember 2020, um að ekki hafi reynst unnt að verða við umsókn um ytra mat á leikskólunum Álfaborg og Bláskógaskóla Laugarvatni (leikskóladeild). | ||
36. | 2101042 – Tillögur velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2020, varðandi tillögur Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19 faraldursins. | ||
37. | 2003013 – Friðlýsing svæðis í verndaráætlun. Háhitasvæði Geysis. | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 22.12.20, samantekt um umsögn um framkomnar athugasemdir við tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Geysis: 78 Geysir sem vísað hefur verið ásamt tillögu að friðlýsingarskilmálum til ráðherra skv. 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. | ||
38. | 1902048 – Deiliskipulag fyrir fjallaskála | |
Tilkynning Skipulagssrofnunar, dags. 15. desember 2020, um að deiliskipulag vegna Árbúða og Geldingafells skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. | ||
39. | 2101050 – Fjölmiðlaskýrslur | |
Fjölmiðlaskýrslur Bláskógabyggðar vegna áranna 2017-2020 | ||
40. | 2101033 – Þvertrúarlegt dagatal 2021 | |
Erindi Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi, dags. 30. desember 2020, varðandi þvertrúarlegt dagatal 2021 | ||
41. | 2101048 – Trúarkenningar Votta Jehóva | |
Erindi Árna F. Jóhannessonar, dags. 15. nóvember 2020, varðandi trúarkenningar Votta Jehóva, kynning fyrir ráðamönnum. | ||
05.01.2021
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.