Fundarboð 275. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 275

FUNDARBOÐ

275. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 4. febrúar 2021 og hefst kl. 15:15

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101003 – Fundargerð umhverfisnefndar
29. fundur haldinn 28. janúar 2021

2. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
210. fundur haldinn 27.01.21. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3-10.

Fundargerðir til kynningar
3. 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
893. fundur haldinn 16. desember 2020.

4. 2101025 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
894. fundur haldinn 29. janúar 2021

5. 2101020 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
299. fundur haldinn 24. janúar 2021.

6. 2101022 – Fundargerð stjórnar SASS
566. fundur haldinn 15.01.21

7. 2101008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
135. fundur haldinn 20. janúar 2021

8. 2101019 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
209. fundur haldinn 15. janúar 2021, ásamt samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla, til umsagnar

9. 2101015 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
198. fundur haldinn 22.01.21

Almenn mál
10. 1911058 – Samstarf um heilsueflandi samfélag
Minnisblað um mögulegt áframhaldandi samstarf um verkefnastjóra heilsueflandi samfélags, ásamt starfslýsingu.

11. 2008049 – Útboð á sorphirðu
Minnisblað vegna útboðs á sorphirðu, dags. 31. janúar 2021

12. 2004032 – Endurskoðun fyrirkomulags deiliskipulag hjólhýsasvæðis Laugarvatni
Beiðni Samhjóls, dags. 27. janúar 2021, um að allir leigutakar hafi sama uppsagnarfrest

13. 2102006 – Beiðni um styrk vegna sirkussýningar
Beiðni Sirkus Íslands, dags. 22.01.21, um styrk í formi frís húsnæðis eða afsláttar vegna fyrirhugaðra sirkussýninga.

14. 2012008 – Brú lóð 167223 afmörkun og staðsetning lóðar, endurupptaka
Erindi Árna Möller, f.h. Guðrúnar Hjálmarsdóttur, dags. 28. janúar 2021, vegna lóðarmála Efri-Brú (167223).

15. 2102011 – Umsókn um lóðina Brekkuholt 12, Reykholti
Umsókn um lóðina Brekkuholt 12, umsækjandi Möl og sandur ehf

16. 2102012 – Umsókn um lóðina Brekkuholt 2, Reykholti
Umsókn um lóðina Brekkuhoklt 2, umsækjandi Möl og sandur ehf, kt. 631202-2170

Almenn mál – umsagnir og vísanir
17. 2102001 – Þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. febrúar nk.

18. 2102002 – Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. febrúar nk.

19. 2102004 – Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26. janúar 2021, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. febrúar nk.

20. 2102007 – Frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.
Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 21. janúar 2021 um umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Umsagnarfrestur er til 10. febrúar nk.

21. 2102008 – Rekstrarleyfisumsókn Vörðás 9 (L175191)
Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 14. janúar 2021, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, Vörðuás 9 (fnr. 223 2079), gisting í flokki II, frístundahús.

22. 2001056 – Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi.
Beiðni MAST, dags. 02.02.21, um umsögn um útgáfu starfsleyfis vegna Eyjarlands.

23. 2102013 – Breyting á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
Drög að frumvarpi til breytinga á l. nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, sjá https://samradsgatt.island.is/oll-mal/&Cases/Details/?id=2888

Mál til kynningar
24. 1912027 – Samningur um hjólhýsasvæði Laugarvatni
Samningur Bláskógabyggðar við Fýlinn slf um framlengingu samnings um rekstur hjólhýsasvæðis á Laugarvatni til haustsins 2022.

25. 2102005 – Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar 2021, um boðun XXXVI. landsþings sem haldið verður 26. mars n.k.

26. 2102009 – Lífshlaupið 2021
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 18.01.21, þar sem vakin er athygli á Lífshlaupinu.

27. 2102010 – Lýðræðisleg þátttaka við skipulagningu viðburða
Erindi Jafnréttisstofu, dags. 26.01.21, varðandi útgáfu bæklings þar sem farið er yfir atriði sem hafa ber í huga þegar skipuleggja á viðburð sem hefur lýðræði og fjölbreytileika að leiðarljósi.

02.02.2021
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.