Fundarboð 276. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 276

FUNDARBOÐ

276. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 18. febrúar 2021 og hefst kl. 15:15

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101004 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
12. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 11. febrúar 2021

2. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
211. fundur skipulagsnefndar haldinn 10.02.2021, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-10.

3. 2101026 – Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna
Fundur haldinn 27.01.2021

Fundargerðir til kynningar
4. 2101022 – Fundargerð stjórnar SASS
567. fundur stjórnar SASS haldinn 05.02.2021

5. 2101008 – Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
137. fundur haldinn 03.02.2021

6. 2101010 – Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga)
Fundur haldinn 04.02.2021

7. 2101013 – Fundargerð byggingarnefndar Búðarstígs 22 (Byggðasafn Árnesinga)
10. fundur haldinn 09.02.2021

8. 2101021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans
26. fundur haldinn 26.01.2021

Almenn mál
9. 2102019 – Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Beiðni um að nemandi sem er með lögheimili í Blaskógabyggð stundi nám í grunnskóla í öðru sveitarfélagi.

10. 1806006 – Stofnun lögbýlis á Fellsenda landi, beiðni um umsögn
Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 9. febrúar 2021, um að umsókn um nýtt lögbýli á Fellsenda, 222604, hafi verið tekin til meðferðar að nýju. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis.

11. 2102028 – Umsókn um lóðina Háholt 4, Laugarvatni
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Háholt 4, Laugarvatni

12. 2102029 – Umsókn um lóðina Háholt 6, Laugarvatni
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Háholt 6, Laugarvatni

13. 2101031 – Umsókn um styrk með niðurfellingu fasteignaskatts 2021
Erindi Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 11.02.2021, þar sem ítrekuð er ósk klúbbsins um styrk frá sveitarfélaginu vegna fasteignagjalda. Áður á dagskrá á 273. fundi.

14. 2004032 – Hjólhýsasvæði Laugarvatni
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála vegna beiðni Samhjóls frá 275. fundi sveitarsjtórnar

15. 2102016 – Skólastjórabústaður Reykholt 2
Fyrirhuguðu heimsókn sveitarstjórnar í Bláskógaskóla Reykholti vegna húsnæðismála, tillaga um frestun.

Almenn mál – umsagnir og vísanir
16. 2102026 – Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. febrúar nk.

17. 2102027 – Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021, um umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. febrúar nk.

Mál til kynningar
18. 2102024 – Aðalfundur Samorku 2021
Boð á aðalfund Samorku 2021, sem haldinn verður 10. mars 2021, ásamt ársreikningi og tillögu að lagabreytingum.

16.02.2021
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.