Fundarboð 277. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 277

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 4. mars 2021 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101002 – Fundargerð skólanefndar
16. fundur haldinn 16.02.2021
2. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
212. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. febrúar 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 10.
Fundargerðir til kynningar
3. 2102041 – Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
44. fundur haldinn 29. janúar 2021
4. 2101008 – Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
137. fundur haldinn 17. febrúar 2021
Almenn mál
5. 2102046 – Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet
Tilkynning til hluthafa í Límtré-Vírnet ehf, dags. 17. febrúar 2021, um eigendaskipti að hlutum. Taka þarf afstöðu til forkaupsréttar.
6. 2102048 – Afnot af landi til endurheimtar votlendis
Beiðni umhverfisnefndar Menntaskólans á Laugarvatni, dags. 16. febrúar 2021, um afnot af landi til endurheimtar votlendis.
7. 2101031 – Umsókn um styrk með niðurfellingu fasteignaskatts 2021
Bréf Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 23. febrúar 2021, um styrkbeiðni vegna fasteignagjalda.
8. 2103003 – Styrkbeiðni Kristniboðssambandsins 2021
Beiðni Kristniboðssambandsins, dags. 1. mars 2021, um styrk.
9. 2102030 – Rekstrarstyrkur Kvennaathvarfs 2021, umsókn
Beiðni Samtaka um kvennaathvarf, dags. 10. febrúar 2021, um rekstrarstyrk fyrir árið 2021.
10. 2102043 – Styrkbeiðni Fjölskylduhjálpar Íslands 2021
Beiðni Fjölskylduhjálpar Íslands, dags. 18. febrúar 2022, um styrk til starfseminnar (aðstoð til skjólstæðinga).
11. 2103004 – Styrkbeiðni nemenda Garðyrkjuskólans 2021
Beiðni nemenda Garðyrkjuskólans, dags. 27. febrúar 2021, um styrk vegna útgáfu blaðisins Vorboðans.
12. 2012022 – Styrkbeiðni HSÍ, auglýsingar
Beiðni HSÍ, dags. 1. mars 2021, um styrk vegna leiks Íslands og Ísraels.
13. 2103005 – Ársuppgjör Laugaráshéraðs 2020
Uppgjör Laugaráslæknishéraðs fyrir árið 2020
14. 2004032 – Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni
Erindi lögmanns Samhjóls, dags. 25. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir fresti til að koma að greinargerð f.h. Samhjóls.
15. 2102019 – Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, áður tekið fyrir á 276. fundi.
16. 2102016 – Skólastjórabústaður Reykholt 2, húsnæðismál Bláskógsaskóla, Reykholti
Heimsókn sveitarstjórnar í Bláskógaskóla, Reykholti.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
17. 2102035 – Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 24. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Umsagnarfrestur er til 10. mars nk.

18. 2102036 – Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. mars nk.

19. 2102037 – Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. mars nk.

20. 2102038 – Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Umsagnarfrestur er til 15. mars nk.

21. 2102039 – Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.

Umsagnarfrestur er til 4. mars 2021 nk.

22. 2102042 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91 2008 (kristinfræðikennsla)141. mál.
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla)141. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. mars nk.

23. 2103006 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5 1998 (kosningaaldur), 272. mál.
Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 2. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

24. 1806006 – Stofnun lögbýlis á Fellsenda landi, beiðni um umsögn
Beiðni atvinnuvegaráðuneytisins um umsögn um stofnun lögbýlis í landi Fellsenda, dags. 18. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum til viðbótar við það sem tilgreint var í erindi ráðuneytisins frá 9. febrúar sl., sem var á dagskrá á 276. fundi.
Mál til kynningar
25. 2102040 – Breytingar á reglugerð nr. 125 2015 um reikningsskil sveitarfélaga
Kynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á breytingum á reglugerð nr. 1212/2015 um reikningsskil sveitarfélaga. Breytingarnar taka meðal annars til reikningshalds og ársreikningagerðar.
26. 2102044 – Vefurinn Fjölmenning í Árborg
Kynning Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 18. febrúar 2021, á nýjum vef um fjölmenningu.
27. 2102047 – Umferðarþing 2021
Tilkynning Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2021, um umferðarþing sem haldið verður 19. nóvember 2021.

 

 

 

02.03.2021

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.