Fundarboð 279. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 279

FUNDARBOÐ

279. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 29. mars 2021 og hefst kl. 17:00

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101002 – Fundargerð skólanefndar
17. fundur haldinn 16. mars 2021

2. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
214. fundur haldinn 24. mars 2021, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2-9.

Fundargerðir til kynningar
3. 2101020 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
300. fundur haldinn 22. febrúar 2021

4. 2101021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans
28. fundur haldinn 19. mars 2021

5. 2102041 – Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
45. fundur haldinn 12. mars 2021

6. 2101008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
139. fundur haldinn 17. mars 2021

7. 2101009 – Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings
47. fundur haldinn 10. mars 2021

Almenn mál
8. 2103037 – Samþykkt um stöðuleyfi
Reglur um stöðuleyfi, áður til afgreiðslu á 278. fundi.

9. 2103048 – Reglur um lækkun niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts
Reglur um afslátt, lækkun eða styrki vegna fasteignaskatts

10. 2103040 – Launrétt 1, lóðarafmörkun
Fyrirspurn Bjargar Árnadóttur, dags. 18. mars 2021, um afmörkun lóðar Launréttar 1.

11. 2103050 – Leyfi fyrir matsöluvagn
Umsókn Sólstaða ehf, dags. 18. mars 2021, um leyfi til að staðsetja matsöluvagn á landi sveitarfélagsins neðan við gróðurhúsið á Laugarvatni.

12. 2103036 – Þríþrautarkeppni að Laugarvatni 2021
Erindi Ægis3 – Þríþrautarfélags Reykjavíkur, dags. 24. mars 2021, þar sem óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til að halda þríþrautarkeppni að Laugarvatni 13. júní 2021, og jafnframt óskað eftir styrk sem nemur kostnaði við öryggisgæslu.

13. 2103039 – Kynningarrit um atvinnuhætti og menningu
Erindi Ísólfs Gylfa Pálmasonar, dags. 21. mars 2021, f.h. Íslands atvinnuhættir og menning, boð um að kynna starfsemi sveitarfélagsins í ritinu.

14. 2103043 – Styrkbeiðni Einstakra barna 2021
Styrkbeiðni Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, dags. 17. mars 2021.

15. 2103044 – Styrkbeiðni Dýraverndunarfélagsins Villikatta 2021
Beiðni Villikatta, dags. 16. mars 2021, um styrk vegna umönnunar 15 villikatta úr Bláskógabyggð. Einnig beiðni um gerð samnings við sveitarfélagið.

16. 2103038 – Styrkbeiðni Körfuknattleikssambands Íslands 2021
Styrkbeiðni Körfuknattleikssambands Íslands, dags. 23. mars 2021.

17. 2103047 – Brúarhvammur lóð 1 og 2 167 225 og 174 434
Stefna Kvótasölunnar á hendur Bláskógabyggð, dags. 12. mars 2021, vegna deiliskipulags fyrir Brúarhvamm lóð nr. 1 og lóð nr. 2.

18. 2004002 – Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun COVID-19
Yfirlit yfir hlutfall og fjölda atvinnulausra janúar 2020 til febrúar 2021

19. 2103049 – Atvinnuátaksverkefni Hefjum störf
Kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á atvinnuátaksverkefninu Hefjum störf, sjá https://www.samband.is/frettir/hefjum-storf/

Almenn mál – umsagnir og vísanir
20. 2103041 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 18. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál

Umsagnarfrestur er til 7. apríl nk.

21. 2103046 – Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 25. mars 2021, þar sem vakin er athygli á því að drög að breytingu á reglugerðinni um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns eru í kynningu í samráðsgátt.
Umsagnarfrestur er til 13. apríl.

Mál til kynningar
22. 2103045 – Áskorun um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir
Áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga, dags. 16. mars 2021, um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

26.03.2021
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.