Fundarboð 280. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 280
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 20. apríl 2021 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 2101003 – Fundargerð umhverfisnefndar | |
31. fundur umhverfisnefndar, haldinn 9. apríl 2021 | ||
2. | 2101004 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar | |
14. fundur haldinn 30.03.21 15. fundur haldinn 15.04.21 |
||
3. | 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
215. fundur haldinn 15.04.21, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 8. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
4. | 2101011 – Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu | |
7. fundur haldinn 29. mars 2021 | ||
5. | 2101008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa | |
140. fundur haldinn 7. apríl 2021 | ||
6. | 2101022 – Fundargerð stjórnar SASS | |
568. fundur stjórnar SASS, haldinn 24. mars 2021. | ||
7. | 2101025 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
896. fundur haldinn 26. mars 2021. | ||
Almenn mál | ||
8. | 2104040 – Ársreikningur Bláskógaveitu 2021 | |
Ársreikningur Bláskógaveitu 2021 | ||
9. | 2104039 – Ársreikningur Bláskógaljóss 2020 | |
Ársreikningur Bláskógaljóss 2021 | ||
10. | 2011023 – Ársreikningur (endurskoðun) 2020 | |
Ársreikningur Bláskógabyggðar 2020 | ||
11. | 2104001 – Styrkur vegna áskorana í félagsþjónustu og barnavernd vegna COVID-19 | |
Samningur við Byggðastofnun, dags. 6. apríl 2021, um styrk vegna áskorana sem fylgja COVID-19 í félagsþjónustu og barnavernd. | ||
12. | 2104014 – Forkaupsréttur að hlutabréfum í Vottunarstofunni Túni ehf | |
Tilkynning framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns ehf, dags. 7. apríl 2021, um hlutafjáraukningu og sölu félagsins á eigin hlut. Taka þarf afstöðu til forkaupsréttar eigi síðar en 22. apríl n.k. | ||
13. | 2104013 – Lóðarumsókn Hverabraut 5, Laugarvatni | |
Umsókn Gufu ehf, dags. 8. apríl 2021, um lóðina Hverabraut 5, Laugarvatni | ||
14. | 2104041 – Lóðarumsókn Hverabraut 5, Laugarvatni | |
Umsókn Sólstaða ehf, dags. 16. apríl 2021, um lóðina Hverabraut 5, Laugarvatni. | ||
15. | 2104019 – Persónuverndaryfirlýsing Bláskógabyggðar uppfærð 2021 | |
Persónuverndaryfirlýsing Bláskógabyggðar, uppfærsla vegna breytinga á persónuverndarfulltrúa. | ||
16. | 2012022 – Styrkbeiðni HSÍ, auglýsingar | |
Styrkbeiðni HSÍ, dags. 7. apríl 2021. | ||
17. | 2104024 – Heiðursáskrift af Skógræktarritinu 2021 | |
Beiðni Skógræktarfélags Íslands, dags. 15. apríl 2021, um að Bláskógabyggð verði heiðursáskrifandi að Skógræktarritinu 2021. | ||
18. | 2010003 – Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs v Covid-19 | |
Erindi verkefnastjóra félagsmálaráðuneytisins, dags. 14. apríl 2021, um útvíkkun reglna um styrk til barna á efnaminni heimilum í skipulögðu tómstundastarfi. Breyting á reglum Bláskógabyggðar til samræmis við breytingarnar. | ||
19. | 2003015 – Fjármál vegna COVID-19 | |
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna mats á stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19. | ||
20. | 2104026 – Eftirlitsmyndavélar í almannarými og til númeralesturs, tillaga lögreglu | |
Minnisblað lögreglustjóra, dags. 9. apríl 2021, um mögulega tilhögun á uppsetningu myndavéla í almannarými og véla sem eru búnar til númeralesturs í sveitarfélögum innan umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi. | ||
21. | 2104011 – Brekkuholt 2. áfangi verðkönnun | |
Opnun tilboða í verkið „Brekkuholt, síðari áfangi“. | ||
22. | 1909034 – Kaldavatnsveita í Vörðuhlíð | |
Opnun tilboða í verkið „Vatnsveita Vörðuhlíð“ | ||
23. | 2009002 – Lagning ljósleiðara í þéttbýlí í Bláskógabyggð | |
Erindi Mílu hf, dags. 16. apríl 2021, vegna ljósleiðara. | ||
24. | 2012011 – Húsnæðisáætlun | |
Húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar | ||
25. | 2104037 – Taka jarðvegssýna við Sandvatn vegna rannsókna | |
Beiðni Michael T. Thorpe, rannsakanda við Jacobs og NASA Johnson Space Center, um leyfi fyrir að taka jarðvegssýni við Sandvatn. | ||
26. | 2104043 – Uppsetning listaverks á Kili | |
Beiðni Önnu Rúnar Tryggvadóttur, dags. 16. apríl 2021, um leyfi til að setja upp listaverk á Kili í þrjár vikur í sumar. | ||
27. | 2004032 – Hjólhýsasvæði, Laugarvatni | |
Áskorun Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, dags. 27. janúar 2021, um að allir leigutakar hafi sama uppsagnarfrest. Áður á dagskrá 275. fundar. Áskorun formanns Samhjóls, dags. 2. apríl 2021, til sveitarstjórnar um að taka ákvörðun um erindi félagsins þess efnis að allir notendur hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni hafi sama lokafrest til að yfirgefa svæðið, auk þess sem skorað er á sveitarstjórn að vinna að lausnum til að halda svæðinu opnu til frambúðar. Álitsgerð Jóhannesar A. Kristbjörnssonar, héraðsdómslögmanns, lögmanns Samhjóls, dags. 6. apríl 2021, um lagagrundvöll hjólhýsabyggðarinnar. |
||
28. | 2104042 – Grenndargámasvæði í Bláskógabyggð | |
Grenndargámasvæði í Bláskógabyggð, umræða. | ||
29. | 2103009 – Leigusamningur fjallaskála framlenging (Árbúðir, Gíslaskáli, Fremstaver) | |
Leigusamningur vegna Árbúða og Gíslaskála | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
30. | 2103046 – Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns | |
Drög að reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns, til umsagnar. Áður á 279. fundi. Umsögn umhverfisnefndar liggur fyrir, sjá fundargerð 31. fundar. | ||
31. | 2104025 – Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál. | |
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk. |
||
32. | 2104028 – Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál
Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk. |
||
33. | 2104030 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál
Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk. |
||
34. | 2104031 – Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál. | |
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk. |
||
35. | 2104032 – Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál. | |
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk. |
||
36. | 2104036 – Þingsályktunartillaga um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. | |
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 7. apríl 2021, um umsögn um þingsályktunartillögu um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Umsagnarfrestur er til 21. apríl nk. |
||
37. | 2104034 – Þingsályktunartillaga um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál. | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk. |
||
38. | 2006035 – Hlauptunga, vegstæði og bílaplan | |
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl 2021, um umsögn um veglagningu í landi Hlauptungu, með vísan til 6. gr. laga nr. 106/2002 um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að Bláskógabyggð gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum. | ||
39. | 2104035 – Rekstrarleyfisumsókn Dalbraut 10 220 6328 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23. mars 2021, um umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Laugarvatni Gisting ehf til sölu gistingar í flokki IV gistisklái að Dalbraut 10, Laugarvatni. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir, sjá 140. fund. | ||
40. | 2104038 – Aðalskipulag Akrahrepps | |
Beiðni, dags. 3. apríl 2021, um umsögn um tillögu að aðalskipulagi Akrahrepps. | ||
Mál til kynningar | ||
41. | 2001034 – Vöktun Þingvallavatns | |
Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Kópavogs, mars 2021, um vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallvatns. | ||
42. | 2104029 – Hjólað í vinnuna 2021 | |
Kynning Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 15. apríl 2021, á vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna. | ||
43. | 2012032 – Breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög | |
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31. mars 2021 þar sem vakin er athygli á breytingum á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins | ||
44. | 2004017 – Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu vegna COVID-19 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2021, varðandi aðgerðaráætlun sveitarfélaga vegna Covid-19 og uppfærða stöðu í aðgerðarpakka. | ||
17.04.2021
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.