Fundarboð 286. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 286

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 5. ágúst 2021 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
221. fundur skipulagsnefndar, haldinn 14. júlí 2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 10.
Fundargerðir til kynningar
2. 2101008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
146. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 7. júlí 2021
3. 2101013 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
21. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga haldinn 21. júlí 2021
13. fundur byggingarnefndar vegna Búðarstígs 13 haldinn 21. júlí 2021
Almenn mál
4. 2009004 – Skil á lóð – Brekkuholt 9
Tilkynning Bryndísar Malmo Bjarnadóttur, dags. 8. júlí 2021, um að lóðinni Brekkuholti 9, Reykholti sé skilað
5. 2106023 – Skil á lóð – Bjarkarbraut 16
Tilkynning Sveinbjörns Egils Björnssonar, dags. 28. júní 2021, um að lóðinni Bjarkarbraut 16, Reykholti, sé skilað.
6. 2107006 – Lóðarumsókn Bjarkarbraut 14 Reykholti
Umsókn Sveinbjörns Egils Björnssonar um lóðina Bjarkarbraut 14, Reykholti.
7. 2107012 – Lóðarumsókn Bjarkarbraut 14, Reykholti
Umsókn Hrólfs Laugdal um lóðina Bjarkarbraut 14, Reykholti.
8. 2107009 – Endurheimt votlendis Austurey
Beiðni Kjartans Lárussonar, dags. 20. júlí 2021, um framkvæmdaleyfi til endurheimtar votlendis.
9. 2102046 – Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet
Tilkynning Límtrés Vírnets ehf, dags. 1. og 16. júlí 2021, um eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet og beiðni um að Bláskógabyggð taki afstöðu til forkaupsréttar.
10. 2107014 – Beiðni um endurupptöku á ákvörðun um fasteignaskatt
Beiðni Brynjars Dagbjartssonar, dags. 13. júlí 2021, um endurupptöku á ákvörðun um fasteignaskatt.
11. 2107015 – Niðurfelling Heiðarvegs 361-01 af vegaskrá
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 8. júlí 2021, um niðurfellingu Heiðarvegs 3619-01 af vegaskrá.
12. 2108001 – Starfshæfi sveitarstjórna
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30. júlí 2021, um framlengingu á heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga.
13. 2003015 – Heimild til lækkunar eða niðurfellingar dráttarvaxta
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júlí 2021, varðandi heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði vegna Covid-19.
14. 2008049 – Útboð á sorphirðu
Tilboð í sorphirðu, fundargerð frá opnunarfundi 8. júlí 2021.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
15. 2107010 – Aðalskipulagsbreyting Hrunamannahrepps
Beiðni skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, dags. 23. júlí 2021, um umsögn um aðalskipulagsbreytingu vegna skilgreiningar á efnistökusvæði í landi Skollagrófar í Hrunamannahreppi. Innan lýsingar er gert ráð fyrir um 2 ha. svæði þar sem áætluð er um 40.000 m3 efnistöku.
16. 2108003 – Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshrepps
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 15. júlí 2021, breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps, til kynningar.
17. 2009015 – Aðalskipulagsbreyting Borgarbyggðar
Erindi skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar, dags. 2. júlí 2021, varðandi vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli í Borgarbyggð, til kynningar.
18. 2107011 – Tækifærisleyfi fyrir útilegu við Faxa 14. til 15. ágúst
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 21. júlí 2021, um umsögn um tækifærisleyfi vegna útilegu á tjaldsvæði við Faxa 14. til 15. ágúst 2021.
19. 2107013 – Starfsleyfisskilyrði fyrir jarðvarmavirkjun að Nesjavöllum
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 16. júlí 2021, þar sem starfsleyfisskilyrði vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir jarðvarmavirkjun að Nesjavöllum, Grímsnes- og Grafningshreppi eru kynnt.
20. 2108002 – Innleiðing Árósasamningsins
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 21. júlí 2021, um uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi.

Umsagnarfrestur er til 23. ágúst n.k.

Mál til kynningar
21. 1906014 – Hótel og smáhýsi Brúarhvammur
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 1. júlí 2021, um matsskyldu uppbyggingar hótels og gistihýsa að Brúarhvammi. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
22. 2001056 – Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi.
Tilkynning Umhverfisstofnunar, dags. 24. júní 2021, um útgáfu starfsleyfis fyrir Eyjarland.
23. 2108004 – Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2020
Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2020

 

 

 

 

 

 

 

03.08.2021

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.