Fundarboð 289. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 289

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 16. september 2021 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
223. fundur skipulagsnefndar, haldinn 8. september 2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 7.
Einnig fylgir tölvupóstur, dags. 13. september 2021, vegna máls nr. 5.
2. 2101004 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
21. fundur haldinn 9. september 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2,3 og 9.
Fundargerðir til kynningar
3. 2101008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
21. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 1. september 2021.
4. 2101021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans
29. fundur stjórnar haldinn 9. apríl 2021
30. fundur stjórnar haldinn 7. júní 2021
31. fundur stjórnar haldinn 15. júlí 2021
5. 2101010 – Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga)
Fundur stjórnar NOS haldinn 31. ágúst 2021
6. 2101025 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
900. fundur haldinn 27. ágúst 2021
7. 2101011 – Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu
8. fundur oddvitanefndar haldinn 6. september 2021
8. 2101022 – Fundargerð stjórnar SASS
572. fundur haldinn 3. september 2021.
9. 2101006 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU
88. fundur stjórnar UTU haldinn 8. september 2021.
10. 2103027 – Deiliskipulag Laugaráss, fundargerðir starfshóps
2. fundur starfshóps um deiliskipulags Laugaráss, haldinn 2. september 2021.
Almenn mál
11. 2109010 – Lóðarumsókn Vegholt 10, Reykholti
Umsókn Hrólfs Laugdal Árnasonar, dags. 3. september 2021, um lóðina Vegholt 10, Reykholti.
12. 2109011 – Frístundastyrkur barna
Erindi Önnu Grétu Ólafsdóttur o.fl., dags. 2. september 2021 varðandi frístundastyrk fyrir börn.
13. 2109012 – Tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands
Erindi Ungmennaráðs Suðurlands, dags. 2. september 2021, þar sem óskað er eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands.
14. 2109013 – Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2021, þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög hefju undirbúning að innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna.
15. 2004032 – Hjólhýsasvæði Laugarvatni.
Beiðni Samhjóls um endurskoðun ákvörðunar um að loka svæðinu, áður frestað á 287. fundi. Minnisblað Lögmanna Suðurlandi, dags. 1. september 2021, einnig liggur frammi álitsgerð Lögmanna Suðurlandi frá 16. nóvember 2020, auk tölvupósta sem borist hafa, dags. 18. og 24. ágúst og 7. september.
16. 2106030 – Útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs 2021
Yfirlit yfir innkomna staðgreiðslu og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til ágúst 2021
17. 2109014 – Eftirlitskönnun á skjalavörslu og skjalahaldi
Skýrsla, dags. 2. september 2021, vegna rafrænnar eftirlitskönnunar Héraðsskjalasafns Árnesinga á skjalavörslu og skjalahaldi sveitarfélaga og stofnana þeirra sem eru skilaskyldar með skjöl sín á héraðsskjalasafnið
18. 2109015 – Úthlutunarreglur lóða í Bláskógabyggð
Reglur um úthlutun lóða í Bláskógabyggð
19. 2109016 – Lóðarumsókn Háholt 8, Laugarvatni
Umsókn Elvars Hallgrímssonar um lóðina Háholt 8, Laugarvatni
20. 2109019 – Opnunartími íþróttamannvirkja
Erindi forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni, dags. 9. september 2021, varðandi aukinn afgreiðslutíma um helgar.
21. 2104051 – Deiliskipulags Laugaráss, kostnaðarliðir utan verðkönnunar
Áætlun Eflu, dags. 10. september 2021, um vinnu vegna atriða sem tengjast endurskoðun deiliskipulags í Laugarási.
22. 2109021 – Snjóbræðsla í göngustíga
Tillaga að stefnumörkun vegna gangstétta og göngustíga (snjóbræðsla).
23. 2109022 – Gatnaheiti á Laugarvatni
Heiti á götu á Laugarvatni (gata/torg á malarvelli)
Almenn mál – umsagnir og vísanir
24. 2107007 – Rekstrarleyfisumsókn Blue Hotel Fagrilundur (224-8206)
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. júní 2021, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna gistingar í flokki IV (Hótel) fyrir Blue Hotel Fagrilundur, Skólavegi 1. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Mál til kynningar
25. 2109009 – Barnvæn sveitarfélög
Kynning Unicef á Íslandi, dags. 6. september 2021, á verkefninu Barnvæn sveitarfélög, innleiðing á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
26. 2109017 – Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2021
Aðalfundur, haldinn 30. ágúst 2021, fundargerð ásamt ársreikningi.
27. 2109018 – Tilnefning svæða í Emerald Network – Guðlaugstungur
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 10. september 2021, varðandi tillögu að svæðum í svokallað Emerald Network, sem hefur að markmiði að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða.
28. 2108001 – Starfshæfi sveitarstjórna, fjarfundir
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 2. september 2021, varðandi drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013.

 

 

 

14.09.2021

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.