Fundarboð 290. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 290

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 30. september 2021 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
Liður 5 af 223. fundi sem haldinn var 8. september 2021, afgreiðslu var frestað á 289. fundi sveitarstjórnar.
Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hafsteinssonar fyrir hönd Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 14.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 102,6 m2 sumarbústað og fjarlægja sem fyrir er mhl 01, 39,1 m2, byggingarár 1968, á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð.
2. 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar
224. fundur haldinn 22. september 2021.
Fundargerðir til kynningar
3. 2101016 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
16. fundur haldinn 12. maí 2021
17. fundur haldinn 17. maí 2021
18. fundur haldinn 3. júní 2021
19. fundur haldinn 23. september 2021
4. 2101023 – Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga
33. fundur framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, haldinn 7. september 2021
5. 2101020 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
303. fundur haldinn 22. júní 2021
304. fundur haldinn 24. ágúst 2021
305. fundur haldinn 21. september 2021
6. 2103027 – Deiliskipulag Laugaráss, starfshópur
3. fundur haldinn 15. september 2021
7. 2101010 – Fundargerðir NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga)
Fundur haldinn 13. september 2021
8. 2101008 – Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
149. fundur haldinn 15. september 2021
9. 2109040 – Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
1. stjórnarfundur haldinn 7. júní 2021
2. stjórnarfundur haldinn 14. júní 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí 2021
10. 2101025 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
901. fundur haldinn 24. september 2021
Almenn mál
11. 2109039 – Vilyrði fyrir lóð í Laugarási
Beiðni Þórs Steinarssonar, f.h. óstofnaðs félags, dags. 16. september 2021, um vilyrði fyrir lóð í Laugarási.
Fulltrúar félagsins koma inn á fundinn.
12. 2109034 – Styrkbeiðni vegna landsmóts hestamanna 2022
Beiðni Rangárbakka ehf dags. 22. september 2021, um styrk vegna landsmóts hestamanna 2022.
13. 2109035 – Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Samþykki Reykjavíkurborgar, dags. 20. september 2021, fyrir því að nemandi með lögheimili í Reykjavík stundi nám í Bláskógabyggð.
14. 2109037 – Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. september 2021, um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og stuðningsverkefni sem sveitarfélögum býðst að taka þátt í.
15. 2109038 – Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2023
Erindi Mannvits, dags. 17. september 2021, varðandi umhverfismats á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs2021 til 2032 á starfssvæði fjögurra sorpsamlaga á suðvesturhorni, þ.e. SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands, Sorpstöðvar Suðurlands og Kölku, sorpeyðingarstöðvar, Suðurnesjum.
Umsagnarfrestur er til 29. október 2021.
16. 2102046 – Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet
Tilkynning Límtrés Vírnets ehf, dags. 16. september 2021, um sölu á hlutum í félaginu. Óskað er eftir afstöðu til nýtingar forkaupsréttar.
17. 1809055 – Skaðabótakrafa á hendur Bláskógabyggð vegna starfsmannamáls
Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E92/2020.
18. 2109041 – Hlaupabretti fyrir íþróttahúsið á Laugarvatni
Beiðni forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni, dags. 9. september 2021, um kaup á hlaupabretti.
19. 2105023 – Gatnagerð Traustatún og Kotstún
Tillaga að framkvæmdum vegna fráveitu á Laugarvatni (svæði við Skólatún).
20. 2101059 – Hönnun nýrrar götu í Reykholti Tungurimi/Borgarrimi
Hönnun fráveitu frá nýjum götum í Reykholti (Tungurimi/Borgarrimi), breytt staðsetning hreinsistöðvar.
21. 2108026 – Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022
Mál til kynningar
22. 2109033 – Verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. september 2021, um tækniskýrslu frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum.
23. 2109036 – Niðurfelling Kjarnholtsvegar 7 af vegaskrá
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 20. september 2021, um niðurfellingu Kjarnhotsvegar 7 af vegaskrá.

 

 

 

28.09.2021

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.