Fundarboð 294. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 294
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 2. desember 2021 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 2101007 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
228. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. nóvember 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði 1 til 3. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
2. | 2101022 – Fundargerð aðalfundar SASS | |
Fundargerð aðalfundar SASS frá 28. og 29. október 2021 | ||
3. | 2101022 – Fundargerðir stjórnar SASS | |
574. fundur haldinn 27. október 2021 575. fundur haldinn 5. nóvember 2021 |
||
4. | 2111038 – Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands | |
3 fundur haldinn 4. október 2021 4. fundur haldinn 1. nóvember 2021 |
||
5. | 2101020 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands | |
Fundargerð aðalfundar, haldinn 29. október 2021 | ||
6. | 2101008 – Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa | |
151. fundur haldinn 20. október 2021 153. fundur haldinn 17. nóvember 2021 |
||
Almenn mál | ||
7. | 2101005 – Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði | |
Ungmennráð Bláskógabyggðar kemur til fundar við sveitarstjórn. | ||
8. | 2111029 – Reglur um viðauka við fjárhagsáætlun | |
Reglur varðandi viðauka við fjárhagsáætlun hjá Bláskógabyggð | ||
9. | 2111035 – Framkvæmdaleyfi fyrir borun, Efri Reykjum | |
Beiðni Varmaorku ehf, ódags., um framkvæmdaleyfi fyrir borun, Efri-Reykjum, Bláskógabyggð. | ||
10. | 2111033 – Námsvist utan lögheimilissveitarfélags (US) | |
Beiðni um að nemandi með lögheimili í öðru sveitarfélagi fái að stunda nám í Reykholtsskóla skólaárið 2021-2022. | ||
11. | 2111036 – Námsvist utan lögheimilissveitarfélags (VRB) | |
Beiðni, dags. 25. nóvember 2021, um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð fái að stunda nám í öðru sveitarfélagi. | ||
12. | 2111037 – Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla | |
Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. Fyrri umræða. | ||
13. | 1911026 – Umferðaröryggisáætlun | |
Tillaga Jóns Snæbjörnssonar, dags. 15. október 2019, um að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Bláskógabyggð verði tekin til umræðu, áður á dagskrá 9. fundar skólanefndar, sbr. og 244. fund sveitarstjórnar. | ||
14. | 2105003 – Hjólastígur milli Reykholts og Flúða | |
Erindi verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, frá maí 2021, áður á dagskrá á 281. fundi. | ||
15. | 2111042 – Ferðamálafulltrúi | |
Minnisblað vegna breytinga á embætti ferðamálafulltrúa Uppsveita, dags. 30. nóvember 2021. | ||
16. | 2111043 – Aðstaða til knattspyrnuiðkunar | |
Erindi ÍBU varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í sveitarfélögunum í Uppsveitum Árnessýslu. | ||
17. | 2111044 – Loftslagsstefna | |
Tillaga um að unnin verði sameiginleg loftslagsstefna fyrir sveitarfélögin í Uppsveitum og Flóahrepp. | ||
18. | 2010006 – Uppbygging hjúkrunarheimilis | |
Erindi Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafnignshrepps og Hrunamannahrepps til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. | ||
19. | 2111039 – Múli (L167152) breyting á skilgreiningu húsnæðis | |
Beiðni Jóns Sigurðssonar, dags. 26. nóvember 2021, um að skilgreiningu húsnæðis sem er í byggingu að Múla verði breytt úr áhaldahús og starfsmannaaðstaða í íbúðarhúsnæði. | ||
20. | 2101047 – Lántökur 2021 | |
Tillaga sveitarstjóra, dags. 29. nóvember 2021, um að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að sækja um skammtímafjármögnun á formi yfirdráttarheimildar hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð allt að 100.000.000 kr. | ||
21. | 2108026 – Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 | |
Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun, yfirferð sveitarstjórnar fyrir 2. umræðu. | ||
22. | 2111008 – Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022 | |
Gjaldsrká íþróttamannvirkja 2022 | ||
23. | 2111040 – Gjaldskrá Bláskógaljóss 2022 | |
Gjaldskrá Bláskógaljóss 2022, fyrri umræða | ||
Mál til kynningar | ||
24. | 2105027 – Kæra vegna deiliskipulags Kolgrafarhóls | |
Úrskurður úsrkurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. nóvember 2021, vegna deiliskipulags Kolgrafarhólsvegar. | ||
25. | 2001034 – Vöktun Þingvallavatns | |
Skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 22. nóvember 2021, um vöktun á Þingvallavatni 2021 og áætlun um vöktun árið 2022. | ||
30.11.2021
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.