Fundarboð 299. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 299

FUNDARBOÐ

299. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 3. febrúar 2022 og hefst kl. 15:15

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar
232. fundur haldinn 26. janúar 2022. Staðfesta þarf liði nr. 2 til 8.

Fundargerðir til kynningar
2. 2101021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans
32. fundur haldinn 20.09.2021
33. fundur haldinn 24.11.2021

3. 2201021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
34. fundur haldinn 10. janúar 2022 (leiðrétt, var áður skráð sem 35. fundur).

4. 2201020 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
308. fundur haldinn 18. janúar 2022

5. 2201008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
157. fundur haldinn 19. janúar 2022

6. 2201028 – Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
48. fundur haldinn 14. janúar 2022

7. 2201006 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU
92. fundur haldinn 26. janúar 2022, ásamt gjaldskrá byggingarfulltrúa, sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Almenn mál
8. 2111044 – Loftslagsstefna
Vinnsla loftslagsstefnu, ráðning verkefnastjóra og skipan vinnuhóps.

9. 2102046 – Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet
Tilkynning Límtrés Vírnets ehf, dags. 20. janúar 2022, um sölu hluta Bingos ehf í félaginu, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki afstöðu til forkaupsréttar.

10. 2201055 – Styrkbeiðni vegna starfsemi Klúbbsins Stróks
Styrkbeiðni Klúbbsins Stróks, dags. 20. janúar 2022.

11. 2004032 – Hjólhýsasvæði Laugarvatni
Erindi Lögmanna Laugardal, dags. 31. janúar 2022, þar sem þess er krafist að sveitarstjórn dragi til baka fyrri ákvörðun um lokun svæðisins og gangi til samninga við staðarhaldara og Samhjól um áframhaldandi rekstur svæðisins innan 10 daga frá dagsetningu erindisins.

12. 2201059 – Samstarf við Hestamannafélag Uppsveitanna
Erindi stjórnar Hestamannafélags Uppsveitanna, dags. 27. janúar 2022, þar sem óskað er eftir viðræðum um áframhaldandi samstsarf.

13. 2201060 – Vöktun Þingvallavatns verkefnaáætlun 2022
Áætlun Náttúrufræðistofu Kópavogs og Hafrannsóknarstofnunar, dags. 27. janúar 2022, um vöktun Þingvallavatns árið 2022, ásamt kostnaðaráætlun.

14. 2201057 – Skipan aðgengisfulltrúa
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. janúar 2022, varðandi skipan aðgengisfulltrúa.

15. 2109020 – Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar 2021
Tillaga að samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, lokaumræða.

16. 2112012 – Stafræn húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar
Húnsæðisáætlun Bláskógabyggðar, til staðfestingar.

17. 2201037 – Forvarnaverkefni 2022
Skipan stýrihóps vegna endurskoðunar forvarnastefnu.

Almenn mál – umsagnir og vísanir
18. 2201050 – Þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25. janúar 2021, send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. febrúar nk.

19. 2201054 – Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
Erindi Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 26. janúar 2022, send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

Umsagnargrestur er til 3. febrúar nk.

20. 2201053 – Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20. janúar 2022, sent er til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.

Umsagnarfrestur er til 3. febrúar nk.

Mál til kynningar
21. 2201051 – Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 24. janúar 2022, þar sem vakin er athygli á reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

22. 2201052 – Stefna og aðgerðaráætlun í málefnum sveitarfélaga
Erindi SASS, dags. 21. janúar 2022, varðandi kynningu á stefnu og aðgerðaráætlun sveitarfélaga.

23. 2003020 – COVID-19 Velferðarmál
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. janúar 2022, stöðuskýrsla frá teymi uppbyggingar félags- og atvinnumála.

24. 2201056 – Hátæknibrennslustöð fyrir úrgang
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. janúar 2022, kynning um fýsileika uppbyggingar á hátæknibrennslustöð.

25. 2201046 – Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 28. janúar 2022, varðandi kynningu á svæðisáætlun um meðhöndun úrgangs fyrir Suðvestursvæði og aðgerðaáætlun fyrir Suðurland.

26. 2201058 – Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur þeirra til þátttöku og áhrifa
Erindi Umboðsmanns barna, dags. 28. janúar 2022, varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

01.02.2022
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.