Fundarboð 300. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 300

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. febrúar 2022 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar
233. fundur haldinn 9. febrúar 2022, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 14 á dagskrá fundarins.
2. 2201002 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
24. fundur haldinn 10. febrúar 2022
Fundargerðir til kynningar
3. 2201022 – Fundargerð stjórnar SASS
578. fundur stjórnar SASS haldinn 4. febrúar 2022.
4. 2201025 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
906. fundur haldinn 4. febrúar 2022
5. 2201008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
158. fundur haldinn 02.02.2022
Almenn mál
6. 2202009 – Dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun, kostnaðarþátttaka
Erindi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Árborgar, dags. 19. janúar 2021, þar sem farið er fram á aukna kostnaðarþátttöku nágrannasveitarfélaga vegna nýtingar sértækrar dagdvalar fyrir einstaklinga með heilabilun.
7. 2109009 – Barnvæn sveitarfélög
Boð UNICEF, dags. 9. febrúar 2022, um aðild að verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
8. 2202011 – Könnun FOSS fyrirmyndarsveitarfélagið
Boð FOSS, dags. 3. febrúar 2022, um að taka þátt í könnun sem FOSS stéttarfélag í almanna þjónustu ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB, munu leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup.
Þar er leitað að fyrirmyndar sveitarfélaginu.
9. 2202013 – Fjarskiptamastur Mílu
Umsóknir Mílu um byggingarheimild, fjarskiptamastur í Reykholti og í Laugarási. Áður á dagskrá 296. fundar.
10. 2202015 – Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 13. febrúar 2022, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar.
11. 2202017 – Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2022
Yfirlit yfir útsvarstekjur (staðgreiðslu) og framlög Jöfnunarsjóðs janúar 2022
Almenn mál – umsagnir og vísanir
12. 2202010 – Nýtingarleyfi jarðhita á Torfastöðum
Beiðni Orkustofnunar, dags. 8. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Torfastöðum í Bláskógabyggð.
13. 2202012 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116 2012
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 2. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. febrúar n.k.

14. 2202016 – Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. ferbúar 2002, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Umsagnarfrestur er til 25. febrúar nk.

Mál til kynningar
15. 2112008 – Aðstaða fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 7. febrúar 2022, varðandi matsskyldu framkvædmar við uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum.
16. 2202018 – Áhersluatriði Hagsmunafélags Laugaráss
Erindi Hagsmunafélags Laugaráss, dags. 10. febrúar 2022, ásamt minnisblaði sveitarstjóra um fund sem haldinn var þann sama dag.

 

 

 

 

15.02.2022

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.