Fundarboð 304. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 304
FUNDARBOÐ
304. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 10. maí 2022 og hefst kl. 15:30
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 2201002 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar | |
28. fundur haldinn 10. maí 2022 | ||
2. | 2201003 – Fundargerð skólanefndar | |
24. fundur haldinn 9. maí 2022 | ||
3. | 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
238. fundur haldinn 27. apríl 2022 | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
4. | 2101016 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
20. fundur haldinn 19. nóvember 2021 | ||
5. | 2201016 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
21. fundur haldinn 2. febrúar 2022 22. fundur haldinn 9. mars 2022 23. fundur haldinn 29. apríl 2022 |
||
6. | 2201008 – Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa | |
163. fundur haldinn 4. maí 2022 | ||
7. | 2201015 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga | |
201. fundur haldinn 3. maí 2022 | ||
8. | 2201025 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
909. fundur haldinn 27. apríl 2022 | ||
9. | 2201022 – Fundargerð stjórnar SASS | |
581. fundur haldinn 25. apríl 2022 | ||
Almenn mál | ||
10. | 2205005 – Lóðarumsókn Vegholt 3-3a Reykholti | |
Umsókn Bláskógaveitu um lóðina Vegholt 3-3a, Reykholti | ||
11. | 2204030 – Lóðarumsókn Traustatún 2, Laugarvatni | |
Tilkynning um að lóðinni Traustatúni 2, Laugarvatni, sem úthlutað var á síðasta fundi sé skilað. | ||
12. | 2204025 – Lóðarumsókn Traustatún 2, Laugarvatni | |
Umsókn Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Hafliðadóttur um lóðina Traustatún 2, Laugarvatni. | ||
13. | 2205016 – Þríþrautarkeppni að Laugarvatni 2022 | |
Erindi Ægis3 – Þríþrautarfélags Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2022, þar sem óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar fyrir að halda keppnina hinn 25. júní 2022. Samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir. Einnig er óskað eftir leyfi til að nota búningsaðstöðu í sundlauginni. | ||
14. | 2205020 – Beiðni um styrk í formi niðurfellingar leigu af íþróttahúsi vegna norræns móts | |
Erindi Sverris Sverrissonar vegna norrænnar hátíðar geðfatlaðra einstaklinga sem haldin verður á Laugarvatni í júní n.k. Óskað er formlegs leyfis til að setja upp tjöld, auk þess sem óskað er stuðnings í formi miðurfellingar á leigu af íþróttahúsi. | ||
15. | 2205017 – Framlög sveitarfélaga til Tónlistarskóla Árnesinga 2022 | |
Tilkynning Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 26. apríl 2022, um áhrif hagvaxtarauka á launakostnað skólans og framlög sveitarfélaga til rekstrarins. | ||
16. | 2204038 – Ársreikningur Bláskógaveitu 2021 | |
Ársreikningur Bláskógaveitu 2021 | ||
17. | 2004032 – Hjólhýsasvæðis Laugarvatni | |
Erindi Samhjóls um framtíð hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn, áður á dagskrá á 302. og 303. fundi. Lagt er fram minnisblað Lögmanna Suðurlandi frá 4. maí 2022. | ||
18. | 2204037 – Ársreikningur Bláskógaljóss 2021 | |
Ársreikningur Bláskógaljóss, til síðari umræðu | ||
19. | 2204039 – Ársreikningur Bláskógabyggðar 2021 | |
Ársreikningur Bláskógabyggðar til síðari umræðu | ||
20. | 2201040 – Lántökur 2022 | |
Tillaga um lántökur að upphæð kr. 180.000.000 kr. skv. fjárhagsáætlun ársins 2022 | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
21. | 2205010 – Rekstrarleyfisumsókn Gallerí Laugarvatn Háholt 1 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. apríl 2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Gallerí Laugarvatns, flokkur III, minna gistiheimili, Háholti 1, 226 4544, Laugarvatni. Umsögn byggingarfulltrúa dags. 4. maí 2022 liggur fyrir. | ||
22. | 2205011 – Frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál. | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 2. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Umsagnarfrestur er til 16. maí nk. |
||
23. | 2205012 – Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál. | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 2. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Umsagnarfrestur er til 16. maí nk. |
||
24. | 2205013 – Frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál. | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 2. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Umsagnarfrestur er til 16. maí nk. |
||
25. | 2205014 – Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál. | |
Erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags 29. apríl 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. maí nk. |
||
Mál til kynningar | ||
26. | 2109037 – Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna | |
Kynning á stöðu innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna | ||
27. | 2205008 – Almenningssamgöngur á Suðurlandi viðhorfskönnun | |
Erindi SASS, dags. 5. maí 2022, þar sem kynnt er skýrsla um niðurstöður viðhorfskönnunar um almenningssamgöngur sem framkvæmd var í febrúar-mars 2022. | ||
28. | 2205009 – Orlof húsmæðra 2022 | |
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. maí 2022, um fjárhæð framlags sveitarfélaga til orlofsnefnda. | ||
29. | 2205015 – Hjólað í vinnuna 2022 | |
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 27. apríl 2022, þar sem kynnt er vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 og hvatt til þátttöku. | ||
30. | 2205018 – Stuðningur vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu | |
Erindi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, þar sem tilkynnt er um tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu. | ||
31. | 2205019 – Sveitarfélagaskólinn 2022 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. maí 2022, þar sem kynnt er fræðsla sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir í upphafi kjörtímabils fyrir nýkjörið sveitarstjórnarfólk. | ||
32. | 2205021 – Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022 | |
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. maí 2022, um landsþing sem haldið verður 28. – til 30. september n.k. | ||
06.05.2022
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.