Fundarboð 306. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 306

FUNDARBOÐ

306. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 1. júní 2022 og hefst kl. 09:00

Dagskrá:

Almenn mál
1. 2205037 – Kosning oddvita og varaoddvita 2022-2026
Kosning oddvita og varaoddvita

Fundargerðir til staðfestingar

2. 2201007 – Fundargerðir skipulagsnefndar 2022
240. fundur haldinn 25. maí 2022

Fundargerðir til kynningar
3. 2201021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
39. fundur haldinn 12. apríl 2022

4. 2201020 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
311. fundur haldinn 17. maí 2022

5. 2201029 – Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2022
7. fundur haldinn 11. apríl 2022
8. fundur haldinn 5. maí 2022
Aðalfundur haldinn 5. maí 2022
1. fundur (ný stjórn) haldinn 13. maí 2022

Almenn mál
6. 2205048 – Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð
Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð

7. 2205038 – Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026
Kosning í nefndir, stjórnir og ráð Bláskógabyggðar

8. 2205040 – Ráðning oddvita 2022-2026
Ráðning oddvita í hlutastarf

9. 2205039 – Ráðning sveitarstjóra 2022-2026
Tillaga um ráðningu sveitarstjóra

10. 2205041 – Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026
Ákvörðun um fundardag, fundartíma og staðsetningu reglubundinna funda sveitarstjórnar.

11. 2205041 – Sumarleyfi sveitarstjórnar
Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.

12. 2204023 – Starfshópur vegna greiningar á rýmisþörf í leik- og grunnskólum
Skipan í starfshóp vegna greiningar á rýmisþörf í leik- og grunnskólum. Áður á dagskrá á 303. fundi.

13. 2103027 – Starfshópur vegna vinnslu deiliskipulags fyrir Laugarás
Skipan í starfshóp vegna endurskoðunar deiliskipulags Laugaráss. Áður skipað á 278. fundi.

14. 1909054 – Svæðisskipulag Suðurhálendis
Skipan tveggja aðalmanna og tveggja til vara í skipulagsnefnd sem vinnur að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.

15. 2201037 – Strýrihópur vegna endurskoðunar forvarnastefnu
Skipan í stýrihóp vegna endurskoðunar á forvarnastefnu, áður á dagskrá á 299. fundi.

16. 2004032 – Hjólhýsasvæði Laugarvatni
Tillaga um að haldinn verði vinnufundur sveitarstjórnar til að fara yfir gögn sem varða hjólhýsasvæðið á Laugarvatni og tilboð Samhjóls, sem vísað var til nýrrar sveitarstjórnar á 304. fundi.

17. 2203022 – Aðveita að Lindarskógum
Fundargerð, dags. 25. maí 2022, frá opnun tilboða í stofnlögn hitaveitu að Lindarskógo, Laugarvatni.

18. 2205047 – Skráning lóðar Laugagerði L193102 í Bjarmaland
Beiðni Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfars Arnar Valdimarssonar, dags. 25. maí 2022, um að skráningu lóðar L193102 Laugargerði, lóð, verði breytt í Bjarmaland.

19. 2205049 – Lóðarumsókn Vesturbyggð 7 Laugarási
Umsókn Kristjóns Benediktssonar um lóðina Vesturbyggð 7, Laugarási.

20. 2205045 – Afskriftir B-deildar bréfa í Kaupfélagi Árnesinga
Erindi Guðmundar Búasonar vegna afskrifta á B-deildar bréfum Bláskógabyggðar í Kaupfélagi Árnesinga (kr. 100.000).

21. 2010006 – Dagdvalarþjónusta í Uppsveitum
Tillaga um að unnin verði greining á þörf fyrir dagdvalarþjónustu fyrir eldri borgara

Almenn mál – umsagnir og vísanir
22. 2205043 – Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Erindi velferðarnefndar Alþingis, dags. 18. maí 2022, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.

23. 2205044 – Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18. mái 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

24. 2205046 – Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 17. maí sl þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.

Umsagnarfretur er til 31. maí nk.

25. 2205050 – Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

26. 2205051 – Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. maí 2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

Mál til kynningar
27. 2205042 – Aukaaðalfundur SASS 2022
Erindi SASS; dags. 19. maí sl um aukaaðlafund SASS sem haldinn verður 15. til 16. júní nk.

28. 2203012 – Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna frístundalands Úteyjar 1 L168171
Ákvörðun Innviðaráðuneytisins, dags. 16. maí sl varðandi beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna frístundahúss í landi Úteyjar 1.

27.05.2022
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri,
f.h. Helga Kjartanssonar