Fundarboð 310. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 310
FUNDARBOÐ
310. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. ágúst 2022 og hefst kl. 09:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2201002 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
29. fundur haldinn 10.08.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 18 og 26.
Fundargerðir til kynningar
2. 2201008 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
168. fundur haldinn 11. ágúst 2022
Almenn mál
3. 2203020 – Grænn auðlindagarður
Kynning á Orkideu og samstarfsverkefni um grænan auðlindagarð.
4. 2109039 – Hugmyndir um gerð baðlóns í Laugarási
Kynning fulltrúa Yls Nature Baths á hugmyndum að uppbyggingu baðlóns og veitingastaðar í Laugarási. Fulltrúar Yls koma inn á fundinn kl. 10.
5. 2208031 – Virkjun vindorku
Hugmyndir HS Orku um virkjun vindorku, kynning.
6. 2202017 – Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs
Yfirlit yfir útsvarstekjur (staðreiðslu) og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
7. 2208026 – Styrkbeiðni Aflsins 2022
Beiðni Aflsins, samtaka gegn kynferðis og heimilisofbeldi, dags. 8. ágúst 2022, um styrk til starfseminnar.
8. 2208030 – Þjónustusamningur um frístundakerfi
Drög að samningi um frístundakerfi
9. 2208027 – Reglur um frístundastyrki
Tillaga að reglum um frístundastyrki.
10. 2208028 – Deiliskipulagsbreyting Ártunga 2 og 4
Erindi Markúsar Jóhannssonar og Guðnýjar Bjargar Kristjánsdóttur, dags. 2. ágúst 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Ártungu 2 og 4. Áður á dagskrá 258. fundar.
11. 2208033 – Lóðarumsókn Hverabraut 14
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Hverabraut 14, Laugarvatni
12. 2208032 – Lóðarumsókn Hverabraut 4
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Hverabraut 4, Laugarvatni
15.08.2022
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.