Fundarboð 312. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 312

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 21. september 2022 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar
244. fundur haldinn 24.08.2022, liður 2, Fellsendi land L222604, uppbygging íbúðar- og útihúsa; fyrirspurn, afgreiðslu frestað á 311. fundi sveitarstjórnar, og liðir 5 og 7, Traustatún 4 og 10, þakform, fyrirspurnir.
2. 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar
245. fundur haldinn 14.09.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 7.
Fundargerðir til kynningar
3. 2201016 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
2. fundur haldinn 13.09.2022
4. 2206019 – Aukaaðalfundur Bergrisans bs
Fundargerð aukaaðalfundar, haldinn 30.06.2022.
5. 2201021 – Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
42. fundur haldinn 23.08.2022
6. 1909054 – Svæðisskipulag Suðurhálendis
19. fundur svæðisskipulagsnefndar, haldinn 31.08.2022
7. 2201022 – Fundargerð stjórnar SASS
586. fundur haldinn 02.09.2022
8. 2201012 – Fundargerð seyrustjórnar
4. fundur haldinn 16.08.2022
Almenn mál
9. 2208031 – Virkjun vindorku
Hugmyndir HS Orku um virkjun vindorku, kynning. Axel Viðarsson og Ásbjörn Blöndal koma inn á fundinn kl. 9.
10. 2209017 – Endurnýjun gervigrasvalla
Ósk Foreldrafélags Bláskógaskóla á Laugarvatni, dags. 15.09.2021, um að gúmmíkurl verði fjarlægt af gervigrasvelli á Laugarvatni sem fyrst, ásamt tillögu fulltrúa Þ-lista um að dekkjakurli verði skipt út nú þegar og að þeirri vinnu verði lokið fyrir lok október 2022.
11. 1809055 – Sigríður Jónsdóttir ávarpar sveitarstjórn
Beiðni Sigríðar Jónsdóttur, dags. 14.09.2022 um að fá að ávarpa sveitarstjórn. Sigríður kemur á fundinn kl. 10:15.
12. 2209019 – Sýslumannsembættið á Suðurlandi, kynning og samráð
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður, kemur inn á fundinn kl. 10:30.
13. 2204036 – Minnisblað vegna fundar með forstjóra Vegagerðarinnar.
Minnisblað sveitarstjóra og oddvita, dags. 13.09.2022, um samgöngumál í Bláskógabyggð, lagt fram á fundi með Vegagerðinni 14.09.2022, ásamt úttekt Ólafs Guðmundssonar á vegum í Bláskógabyggð, áður á dagskrá á 303. fundi.
14. 2209018 – Niðurfelling Fellskotsvegar af vegaskrá
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 14.09.2022, um fyrirhugaða niðurfellingu Fellskotsvegar af vegaskrá.
15. 2107015 – Niðurfelling Heiðarvegs 361-01 af vegaskrá
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 14.09.2022, um ákvörðun vegna niðurfellingar Heiðarvegs af vegaskrá. Áður á dagskrá á 286. fundi.
16. 2103009 – Uppsögn leigusamnings um Árbúðir og Gíslaskála
Tilkynning Gljásteins ehf, dags. 12.09.2022 um uppsögn leigusamnings um Árbúðir og Gíslaskála, frá 23.04.2021.
17. 2209020 – Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Samþykki Reykjavíkurborgar, dags. 09.09.2022, fyrir því að nemandi með lögheimili í Reykjavík stundi nám í Bláskógaskóla Laugarvatni.
18. 2209022 – Lóðarumsókn Borgarrimi 9, Reykholti
Umsókn BF-Verks ehf, dags. 07.09.2022, um lóðina Borgarrima 9, Reykholti.
19. 2209021 – Lóðarumsókn Hverabraut 15-17, Laugarvatni
Umsókn BF-Verks ehf, dags. 07.09.2022, um lóðina Hverabraut 15-17, Laugarvatni.
20. 2109037 – Heildarstefnumótun fyrir Bláskógabyggð
Samningur við Podium ehf um vinnu við heildarstefnumótun.
21. 2208029 – Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026
Fjárhagsáætlun 2023, umræða um forsendur
22. 2204012 – Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki (4) við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2022 vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið var á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.
23. 2208034 – Snjómokstur í þéttbýli útboð 2022
Fundargerð opnunarfundar vegna tilboða í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð, ásamt tilboðum.
24. 2209014 – Lyfjaafgreiðsla í Laugarási
Ályktun sveitarstjórnar um nauðsyn þess að áfram verði lyfjaafgreiðsla í Laugarási
Mál til kynningar
25. 2209009 – Jafnlaunavottun, viðhaldsúttekt 2022
Úttektarskýrsla BSI á Íslandi, dags. 13.09.2022, vegna viðhaldsúttektar á Jafnlaunavottun skv. ÍST85:2012, ásamt rýni stjórnenda og fundargerð rýnifundar, dags. 12.09.2022.
26. 2209015 – Héraðsvegur að Borgarholti
Afrit af tilkynningu Vegagerðarinnar, dags. 15.09.2022 um afgreiðslu umsóknar um nýjan héraðsveg að Borgarholti.
27. 2004032 – Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni
Afrit af bréfi Innviðaráðuneytisins, til tilkynnanda, dags. 12.09.2022,um að ráðuneytið telji ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins varðandi málefni hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni og að málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins.

 

 

 

 

 

 

 

19.09.2022

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.