Fundarboð 316. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 316

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 19. október 2022 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar
247. fundur haldinn 12.10.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði 2 til 5.
Fundargerðir til kynningar
2. 2201025 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
913. fundur, haldinn 05.10.2022.
3. 2201008 – Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
171. fundur haldinn 05.10.2022.
4. 2201014 – Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga
Fundur haldinn 07.09.2022
Fundur haldinn 03.10.2022
5. 2201028 – Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
51. fundur haldinn 19.09.2022
6. 2201018 – Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna
Fundur haldinn 07.10.2022
Almenn mál
7. 2202013 – Fjarskiptamastur Mílu
Umsókn um byggingarheimild, fjarskiptamastur Brautarhóll lóð (167200), áður á dagskrá á 300. fundi.
8. 2202017 – Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs
Yfirlit yfir staðgreiðslutekjur Bláskógabyggðar og framlög úr Jöfnunarsjóði fyrir janúar til september 2022
9. 2210024 – Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins 2022
Beiðni Kvennaathverfsins, dags. 06.10.2022, um rekstrarstyrk.
10. 2210025 – Girðing á lóðarmörkum Hverabrekku 1
Beiðni Jóhanns Sigurðssonar, dags. 05.10.2022, um heimild til að setja upp 1,2 metra háa girðingu á lóðarmörkum Hverabrekku 1 og samliggjandi vegar.
11. 2210028 – Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð Kallbrún Heiðarbæjarlandi
Styrkbeiðni Kallbrúnar,félags sumarbústeigenda, dags. 03.10.2022 vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 858.411.
12. 2210030 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð Efstadal 2
Beiðni Efstadalsfélagsins, dags. 22.09.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt eru um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð kr. 679.408.
13. 2210032 – Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð Helludalur
Beiðni Helludalsfélagsins, dags. 13.09.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð.
14. 2210033 – Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð Miðhúsaskógur
Styrkbeiðni VR, dags. 05.09.2022, vegna veghalds í frístundabyggð í Miðhúsaskógi. Sótt er um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð kr. 5.500.000.
15. 2210034 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka)
Beiðni Félags sumarhúsaeigenda í landi Brekku, dags. 22.08.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð kr. 1.578.024.
16. 2210035 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Fellskot)
Beiðni Sumarhúsafélagsins Fellskoti, dags. um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar að fjárhæð 1.010.252.
17. 2210040 – CanAm Iceland Hill Rally 2023
Umsókn keppnisstjórnar CanAm Iceland Hill Rally 2023, dags. 12.10.2022, um leyfi til að halda rallkeppni á vegum sem undir sveitarfélagið falla samkvæmt meðfylgjandi leiðarlýsingu og tímaáætlun.
18. 2210041 – Samningur um viðhald ljósa á Hvítárbrú við Iðu, framlenging
Beiðni Jakobs Narfa Hjaltasonar, f.h. áhugahóps, dags. 12.10.2022, um framlengingu á samningi um uppsetningu og viðhald ljósa á Hvítárbrú hjá Iðu.
19. 2208034 – Snjómokstur í þéttbýli útboð 2022
Tilkynning kærunefndar útboðsmála, dags. 12.10.2022, um kæru ÓA vinnuvéla ehf vegna útboðs á snjómokstri.
20. 2210043 – Lækkun á hámarkshraða við Geysi
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 14.10.2022, um lækkun hámarkshraða á vegi 35-08 sem liggur um Geysi í Haukadal.
21. 1809055 – Erindi Sigríðar Jónsdóttur, Arnarholti, til sveitarstjórnar.
Fyrirspurnir Sigríðar Jónsdóttur, dags. 12.10.2022, til sveitarstjórnar.
22. 2205041 – Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026
Tillaga um að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 9. nóvember í stað 2. nóvember.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
23. 2210023 – Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði
Erindi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 07.10.2022 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 188/2022 – Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði – lykilþættir. Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022.
24. 2210027 – Rekstrarleyfisumsókn Vallarland 17 226 4743
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27.09.2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Vallarlands 17, Bláskógabyggð. Sótt er um leyfi fyrir gistingu í flokki II H frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
25. 2210029 – Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123 2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 03.10.2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.

Umsagnarfrestur er til 17. október nk.

26. 2210036 – Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 13.10.2022 þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga umalmannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

Umsagnarfrestur er til 27. október nk.

27. 2210039 – Áætlun um loftgæði
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12.10.2022, varðandi endurskoðun áætlunar um loftgæði á Íslandi 2017-2029. Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu.
Mál til kynningar
28. 2210026 – Jafnréttisþing 2022
Tilkynning forsætisráðuneytisins, dags. 05.10.2022, um jafnréttisþing 2022.
29. 2210031 – Ályktun vegna hækkana á fasteignagjöldum
Sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, dags. 21.09.2022 til stjórnvalda.
30. 2210037 – Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga 2022
Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga 2022
31. 2210038 – Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
Bréf innviðaráðuneytisins, dags. 05.10.2022, til þátttakenda í degi um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður 20.11.2022.
32. 2210042 – Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Fundarboð vegna aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 11.11.2022.

 

 

 

 

 

 

17.10.2022

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.