Fundarboð 325. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 325

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 18. janúar 2023 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2301013 – Fundargerð skipulagsnefndar
252. fundur haldinn 11. janúar 2023
Fundargerðir til kynningar
2. 2201021 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs
47. fundur haldinn 30.11.2022
48. fundur haldinn 19.12.2022
3. 2301046 – Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses
1. fundur haldinn 19.12.2022
4. 2301050 – Aukaðalfundur Héraðsnefndar Árnesinga
Aukaaðalfundur haldinn 10.01.2023. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 3, húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga.
5. 2301014 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
176. fundur haldinn 04.01.2023
6. 2301047 – Gullna hringborðið samráðsvettvangur
1. fundur Gullna hringborðsins haldin 23.11.2022, ásamt samantekt
Almenn mál
7. 2301045 – Aðalfundur Bergrisans 2023
Boð á aukaaðalfund Bergrisans 20.02.2023, ásamt kjörbréfi.
8. 2210002 – Kostnaður við æfingar utan sveitarfélagsins
Beiðni UMFL, dags. 12. janúar 2023, um styrk vegna aksturskostnað þjálfara á meðan íþróttahúsið á Laugarvatni var lokað vegna endurbóta.
9. 2204025 – Byggingarskilmálar Traustatúns 2, Laugarvatni
Byggingarskilmálar á lóðinni að Traustatúni 2, áður á dagskrá á 321. fundi, lagðar eru fram teikningar SG-Húsa sem sýna afstöðu og hæðir.
10. 2111018 – Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Viljayfirlýsing um þátttöku í verkefninu „Borgað þegar hent er – Innleiðing við heimili“.
11. 2301048 – Stefnumótun Héraðsskjalasafns Árnesinga 2023-2028.
Erindi héraðsskjalavarðar, dags. 9. janúar 2023, varðandi stefnumótun Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árin 2023-2028.
12. 2301053 – Reglur um afslátt af fasteignaskatti
Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts
13. 2301054 – Leigufjárhæðir í félagslegu húsnæði Bláskógabyggðar
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi leigugreiðslna og leigufjárhæð
14. 2301038 – Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni
Upplýsingar um stöðu mála
Almenn mál – umsagnir og vísanir
15. 1909054 – Svæðisskipulag Suðurhálendis
Erindi Svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, dags. 13.01.2023, þar sem greinargerð og umhverfisskýrsla Svæðisskipulags Suðurhálendis er send til kynningar skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda.
Umsagnarfrestur er til 12. febrúar 2023.
Mál til kynningar
16. 2211019 – Námurekstur í landi Skálabrekku
Tilkynning umhverfisráðuneytisins, dags. 13. janúar 2023, um afgreiðslu á beiðni um undanþágu frá ákvæði reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.
17. 2004032 – Stjórnsýslukæra vegna hjólhýsasvæðis á Laugarvatni
Bréf innviðaráðuneytisins, dags. 09.01.2023, varðandi stjórnsýslukæri Guðlaugs Stefáns Pálmasonar vegna ákvörðunar og málsmeðferðar sveitarfélagsins vegna niðurlagningar hjólhýsasvæðis við Laugarvatn.
18. 2202017 – Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs árið 2022.
19. 2209023 – Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut
Kæra Fortis ehf. vegna útboð Bláskógabyggðar á byggingu skrifstofubyggingar á Laugarvatni.

 

 

 

 

 

16.01.2023

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.