Fundarboð 329. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 329

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 15. mars 2023 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2301013 – Fundargerð skipulagsnefndar
256. fundur haldinn 08.03.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 7.
2. 2301011 – Fundargerð skólanefndar
28. fundur haldinn 13.03.2023
Fundargerðir til kynningar
3. 2302008 – Fundargerð stjórnar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs
Fundur haldinn 07.03.2023
4. 2301018 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
225. fundur haldinn 03.03.2023
5. 2301026 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
919. fundur haldinn 28.02.2023
6. 2301014 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
180. fundur haldinn 01.03.2023
7. 2301025 – Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
57. fundur haldinn 22.02.2023
8. 2301015 – Fundargerð seyrustjórnar
8. fundur haldinn 7. mars 2023
Almenn mál
9. 2302018 – Útey 1 L167647; Hótel, verslun- og þjónustusvæði og frístundabyggð
Hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi Úteyjar 1. Áður á dagskrá á 328. fundi. Bréf eigenda Úteyjar 2, dags. 09.03.2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við áformin.
10. 2101058 – Hitaveita í Reykholti og á Laugarvatni orkuöflun
Útboðslýsingar sem ÍSOR hefur unnið vegna borverka í Bláskógabyggð.
11. 2302023 – Samþykktir Bergrisans bs
Samþykktir Bergrisans bs síðari umræða
12. 2302026 – Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs
Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, síðari umræða.
13. 2302030 – Flokkun landbúnaðarlands
Tillaga um framkvæmd flokkunar landbúnaðarlands
14. 2303001 – Úthlutun lóða við Borgarrima 10-17, Reykholti
Tillaga um að lóðir við Borgarrima 10-17, Reykholti, verði auglýstar lausar til úthlutunar.
15. 2303002 – Starfsmaður við félagsstarf aldraðra
Ráðning starfsmanns í félagsstarf eldri borgara
16. 2303007 – Uppsögn á starfi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni
Tilkynning um uppsögn á starfi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni.
17. 2303011 – Könnun FOSS Sveitarfélag ársins 2023
Boð FOSS, stéttarfélags í almannaþjónustu, dags. 8. mars 2023, um að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins.
18. 2301038 – Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni
Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, staða mála.
19. 2303013 – Deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar á hóteli að Skólavegi 1, Reykholti
Erindi Jóhanns Guðna Reynissonar, f.h. Stakrar gulrótar ehf, dags. 07.03.2023, varðandi deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á Blue hótel Fagralundi í Reykholti úr 40 herbergjum í allt að 100-120 herbergi.
20. 2303015 – Héraðsvegur að Eiríksbakka II
Umsögn Vegagerðarinnar, dags. 03.03.2023, vegna umsóknar um nýjan héraðsveg.
21. 2303018 – Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2023
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, janúar og febrúar 2023.
22. 2205041 – Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026
Tillaga um að sveitarstjórnarfundur verði 27. mars í stað 5. apríl nk.
23. 2302022 – Íshellir í Suðurjökli á Langjökli
Erindi Jóns Kristins Jónssonar, dags. 24.02.2023, f.h. Amazingtours varðandi íshelli í Langjökli. Áður á dagskrá á 328. fundi.
24. 2004019 – Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni
Farið verður yfir stöðu mála
Almenn mál – umsagnir og vísanir
25. 2303012 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 08.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál

Umsagnarfrestur er til 17. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

26. 2210029 – Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123 2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 07.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga að breytingum við 144. mál skipulagslög.
27. 2303016 – Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir), 485. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 01.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir), 485. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

28. 2303019 – Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 28.02.2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál

Umsagnarfrestur er til 14. mars nk.

29. 2303021 – Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

30. 2303022 – Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53 1972, með síðari breytingum, 165. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem sent ertil umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál..

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

31. 2303023 – Frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

32. 2303024 – Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2023, þar sem send er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

33. 2303025 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til kynningar í samráðsgátt
34. 2303027 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 702022, o.fl. fleiri lögum (ríkisstyrktir fjarskiptainnviðir, EES-reglur, eftirlit með lénaskráningum og þagnaskylda)
Frumvarpsdrög til umsagnar í samráðsgátt: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 70/2022, o.fl. fleiri lögum (ríkisstyrktir fjarskiptainnviðir, EES-reglur, eftirlit með lénaskráningum og þagnaskylda)
Mál til kynningar
35. 2303014 – Aðalfundur Samorku 2023
Aðalfundur Samorku verður haldinn 15.03.2023. Ársreikningur Samorku fyrir árið 2022.
36. 2303017 – Aðalfundur Límtrés-Vírnets ehf 2023
Boð á aðalfund Límtrés-Vírnets ehf sem haldinn verður 16.03.2023.
37. 2202013 – Fjarskiptamastur Mílu
Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28.02.2023, um kæru Böðvars Þórs Unnarssonar á ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar, samþykkt 23. nóvember 2022 að veita Mílu ehf. byggingarleyfi fyrir fjarskiptamastri á lóð nr. L-76855 í Laugarási, Bláskógabyggð.

 

 

 

 

13.03.2023

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.