Fundarboð 333. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 333

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 3. maí 2023 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2301013 – Fundargerð skipulagsnefndar
-liður 5 í fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar, Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag – 2303062. Áður á dagskrá 258. fundar.
2. 2301013 – Fundargerð skipulagsnefndar
259. fundur haldinn 26.04.2023. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 4.
3. 2301008 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
35. fundur haldinn 21.04.2023. Afgreiða þarf sérstaklega lið 3.
Fundargerðir til kynningar
4. 2301014 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
183. fundur haldinn 25.04.2023
5. 2301026 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
922. fundur haldinn 31.03.2023
923. fundur haldinn 05.04.2023
924. fundur haldinn 17.04.2023
6. 2301015 – Fundargerð seyrustjórnar
9. fundur haldinn 18.04.2023
7. 2301017 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
5. fundur haldinn 17.04.2023
8. 2301022 – Fundargerðir stjórnar UTU bs
98. fundur haldinn 22.02.2023
99. fundur haldinn 08.03.2023
100. fundur haldinn 04.04.2023
Áritaður ársreikningur
9. 2301025 – Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
59. fundur haldinn 24.03.2023
60. fundur haldinn 04.04.2023
10. 2301023 – Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna
2. fundur haldinn 25.04.2023
Ársreikningur, áritaður.
11. 2304006 – Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð aukaaðalfundar sem haldinn var 21.04.2023
12. 2301031 – Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnessýslu
9. fundur haldinn 24.03.2023
10. fundur haldinn 14.04.2023
Almenn mál
13. 2301040 – Ársreikningur Bláskógabyggðar 2022
Ársreikningur Bláskógabyggðar 2022, fyrri umræða
14. 2304061 – Ársreikningur Bláskógaveitu 2022
Ársreikningur Bláskógaveitu, fyrri umræða
15. 2304062 – Ársreikningur Bláskógaljóss 2022
Ársreikningur Bláskógaljóss, fyrri umræða
16. 2303039 – Frístundastrætó í uppsveitum
Erindi Hestamannafélagsins Jökuls, dags. 14.03.2023 f.h. íþróttafélaga í Uppsveitum Árnessýslu sem inniheldur áskorun til sveitarfélaganna um að koma á frístundastrætó.
17. 2304047 – Umferðarmerkingar í Reykholti
Erindi Júlíönu Magnúsdóttur, dags. 26.04.2023, varðandi umferðarmerkingar og umferðarhraða í Reykholti.
18. 2304052 – Uppsögn samnings um skólaakstur
Tilkynning Bryndísar Malmo Bjarnadóttur, dags. 25.04.2023, um að hún segi upp samningi um skólaakstur. Uppsögnin tekur gildi í lok skólaársins.
19. 2212005 – Vöktun Þingvallavatns, áætlun fyrir árið 2023
Erindi Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 26.04.2023, varðandi vöktunaráætlun og umsókn um LIFE styrk.
20. 2304053 – Kynjahlutföll í ráðum og nefndum
Erindi Jafnréttisstofu, dags. 24.04.2023, þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar á kynjahlutfalli í ráðum og nefndum. Óskað er eftir viðbrögðum frá þeim sveitarfélögum sem uppfylla ekki skilyrði laganna.
21. 2304054 – Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB
Tölvupóstar Sambands íslenska sveitarfélaga, dags. 21.04.2023 og 26.04.2023 varðandi kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB og atkvæðagreiðslu um verkfall. Tölvupóstur FOSS, dags. 20.04.2023 vegna sama máls. Fréttatilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga.
22. 2204016 – Beiðni um stækkun lóðar Fontana, fjölgun bílastæða ofl
Sigurður Rafn Hilmarsson kemur inn á fundinn.
23. 2303018 – Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2023
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til mars 2023
24. 2205041 – Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026
Tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar.
Tillaga um að reglulegur fundur sveitarstjórnar sem vera ætti 17. maí n.k. verði fluttur fram og haldinn 11. maí 2023.
25. 2304059 – Sumarlokun skrifstofu 2023
Tillaga um sumarlokun skrifstofu
26. 2304060 – Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni
Tillaga um ráðningu skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni
27. 2205038 – Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026
Kjör fulltrúa í atvinnu- og ferðamálanefnd
28. 2304067 – Skáli við Fremstaver afhentur Bláskógabyggð
Erindi Veiðifélags Hvítárvatns, dags. 20. apríl 2023, varðandi skálann Fremstaver og salernishús á Biskupstungnaafrétti.
29. 2304068 – Heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2023
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 28.03.2023, þar sem óskað er eftir styrk í formi heiðursáskriftar að Skógræktrritinu.
30. 2304070 – Staðvísar í landi Efri-Reykja
Erindi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, dags. 28.04.2023, varðandi tillögu að nýjum staðvísum á 3 ha landi sem nefnist Efri-Reykir lóð 1 og er innan frístundasvæðis Efri-Reykja, lagt er til að nýir staðvísar verði Birkivegur og Engjavegur.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
31. 2304048 – Frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 26.04.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.

Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.

32. 2304049 – Frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 26.04.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál

Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.

33. 2304051 – Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25.04.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. maí nk

34. 2304055 – Breytingar á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.04.2023 um áform vegna fyrirhugaðra breytinga m.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
35. 2304071 – Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál.
Erindi atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 28.04.2023, send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. maí nk

36. 2205050 – Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.04.2023, varðandi frumvarp um breytingar á kosningalögum sem er nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.

Umsagnarfrestur er til 10. maí n.k.

37. 2304050 – Rekstrarleyfisumsókn Eyrargata 9 250 7397
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 13.01.2023 um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Lárusar Kjartanssonar vegna Eyrargötu 9, gististaður í flokki II-H frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Mál til kynningar
38. 2304056 – Orlof húsmæðra 2023
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.04.2023, varðandi framlög til orlofsnefnda.
39. 2304058 – Hjólað í vinnuna 2023
Erindi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands , dags. 19.04.2023, þar sem hvatt er til daglegrar hreyfingar og þátttöku í verkefninu Hjólað í vinnuna og óskað liðsinnis til að hvetja aðila innan sveitarfélagsins til þátttöku.
40. 2304069 – Orkufundur 2023
Tilkynning Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 28.04.2023, um Orkufund 2023 sem haldinn verður 10. maí n.k.
41. 2212020 – Stefna í málefnum sveitarfélaga
Drög að hvítbók í málefnum sveitarfélaga, ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvítbókina.

 

 

 

 

 

 

01.05.2023

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.