Fundarboð 345. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 345

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 1. nóvember 2023 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2301013 – Fundargerð skipulagsnefndar
268. fundur haldinn 25.10.2023, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 5.
Fundargerðir til kynningar
2. 2301026 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
935. fundur haldinn 16.10.2023
3. 2301014 – Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
193. fundur haldinn 18.10.2023
4. 2302008 – Fundargerð stjórnar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
Fundur haldinn 17.10.2023
Almenn mál
5. 2302015 – Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum
Erindi forsætisráðuenytisins, dags. 25.10.2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í nefnd um endurheimt viskterfa og kolefnisbindinu þjóðlendna.
6. 2310050 – Lóðarumsókn Hverabraut 8, Laugarvatni
Umsókn Arnhöfða verktaka ehf, um lóðina Hverabraut 8, Laugarvatni.
7. 2310051 – Veiðiskúr í landi Iðu 2
Beiðni Eigendafélagsins að Iðu 2, dags. 26. október 2023, um aðgerðir af hálfu sveitarfélagsins til að fjarlægja veiðihús.
8. 2310057 – Jörðin Selkot, Þingvallasveit
Beiðni Sigurjóns Hallvarðssonar, dags. 16.10.2023, um viðræður um jörðina Selkot.
9. 2310066 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Setberg í landi Grafar)
Styrkumsókn Setbergs, félags í frístundabyggð, dags. 11.04.2023, vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 409.200.
10. 2310065 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Skógarholt)
Styrkumsókn Ættarráðs Laugarvatnsættar, dags. 04.09.2023 vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 809.720.
11. 2310064 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Veiðilundur)
Styrkumsókn Veiðilundar, félags sumarbústaðaeigenda, dags. 17.05.2023, vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 725.400.
12. 2310063 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Sandskeið)
Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda við Sandskeið, dags. 23.05.2023, vegna útlagðs kostnaðar við veghald kr. 24.252.474.
13. 2310061 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Reykjaskógur)
Styrkumsókn Helludalsfélagsins, dags. 29.06.2023, vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 343.480.
14. 2310061 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Reykjaskógur)
Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda í Reykjaskógi, dags. 30.06.2023, vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjarhæðð kr. 496.000.
15. 2310060 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Holtshverfi í landi Reykjavalla)
Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda í Holtshverfi í landi Reykjavalla, dags. 24.08.2023 um styrk vegna vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 1.122.880.
16. 2310059 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Miðdalur)
Styrkumsókn Miðdalsfélagsins dags. 27.08.2023 vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 1.450.000.
17. 2310058 – Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka)
Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda í landi Brekku, dags. 16.09.2023, vegna útlagðs kostnaðar við veghald að fjárhæð kr. 1.173.288.
18. 2310067 – Styrkbeiðni Soroptimistaklúbbs Suðurlands vegna Sigurhæða 2023
Styrkbeiðni Sorptimistaklúbbs Suðurlands, dags. 29.10.2023, um styrk vegna reksturs Sigurhæða.
19. 2310056 – Styrkbeiðni Aflsins, samtaka fyrir þolendur ofbeldis, 2023
Styrkbeiðni Aflsins, dags. 18.10.2023, þar sem óska er eftir styrk til starfseminnar.
20. 2103034 – Hreinsistöð fráveitu Reykholti
Hreinsistöð fráveitu í Reykholti, stækkun á stöð
21. 2310068 – Brot gegn samþykkt um hundahald
Aðgerðir vegna brota gegn samþykkt um hundahald
Almenn mál – umsagnir og vísanir
22. 2310049 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir
Úr samráðsgátt stjórnvalda, drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir, til umsagnar.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/&Cases/Details/?id=3573
23. 2310052 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla (kristinfræði)
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 26.10.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. nóvember nk.
24. 2310055 – Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18.10.2023 þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.
Mál til kynningar
25. 2310053 – Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Erindi Markaðsstofu Suðurlands, dags. 25.10.2023, varðandi uppfærða áfangastaðaáætlun Suðurlands.
26. 2310054 – Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 18.10.2023, þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.
27. 2308025 – Niðurfelling Langabarðsvegar af vegaskrá
Umsögn Vegagerðarinnar, dags. 16.10.2023, vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Langabarðsvegar af vegaskrá.

 

 

 

 

30.10.2023

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.