Fundargerð 24. júní 2010
Fundargerð fyrsta fundar Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, haldinn 24. júní 2010, í Fjallasal Aratungu kl. 20:00.
Mætt: Herdís Friðriksdóttir, formaður, Pálmi Hilmarsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Valgerður Sævarsdóttir. Hólmfríður Ingólfsdóttir og Einar Á.E. Sæmundsen boðuðu forföll. Drífa Kristjánsdóttir, oddviti, boðaði fund og ritaði fundargerð.
- Farið var yfir erindisbréf Umhverfisnefndar og það rætt.
- Rædd ýmis mál sem nefndarmenn töldu að Umhverfisnefnd eigi að taka til skoðunar:
- A) Heimasíða, efla heimasíðu Bláskógabyggðar og koma fundargerðum umhverfisnefndarinnar á hana sem fyrst eftir hvern fund umhverfisnefndar.
- B) Tillaga kom fram um að breyta samþykktunum þannig að leyfilegt sé að skrifa fundargerðirnar í tölvu.
- C) Rætt um hlutverk Umhverfisnefndar og hvort hún eigi að vinna eitthvað markvisst í sumar. Ákveðið að hvetja menn til að gera fallegt í kringum sig, kalla eftir ábendingum um fallega staði og veita viðurkenningar í haust.
- D) Moltugerð: Rætt var hvernig moltuverkefnið hefði unnist á Laugarvatni og eins hver staðan sé í dag. Pálmi segir það hafa hægst á verkefninu enda hafi tunnurnar ekki verið nógu góðar og að fólk hefði helst þurft að fá tvær tunnur í stað einnar. Dæmi var um að fólk boraði holur með stauraborum og það virkaði mjög vel.
- E) Sigga Jóna sagðist hafa stjórnað vistverndarhópum en verkefnið hafi orðið endasleppt. Nefndin telur mikilvægt að hefja moltugerð aftur og gera það þannig að moltugerðin geti heppnast.Nefnarmenn telja það mjög hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að íbúar fari almennt í moltugerð. Pálmi segir að hann hafi orðið var við mikla breytingu á vigt sorpsins þegar moltugerðin stóð sem hæst á Laugarvatni.
- F) Umræða var um hvort hægt væri að setja upp þannig skipulag fyrir sorphirðu að fólk sæi sér fjárhagslegan hag í því að minnka sorpið. Það væri breyting frá því sem nú er. Áframhaldandi umræða var um moltugerð og kosti hennar. Einnig var rætt um trjágreinar og annan lífrænan garðúrgang, hvernig að hagkvæmst væri að afsetja hann. Etv. að fá kurlara einu sinni á ári
- G) Fram kom að fólk veit almennt ekki nógu vel hvernig það á að flokka sorpið svo að það verði sem hagkvæmast fyrir sveitarfélagið. Þyrfti að kynna betur.
- H) Skiptimarkaður á fatnaði og húsgögnum. Umræða um að sniðugt væri að setja upp nytjagáma þannig að aðrir gætu tekið út varning sem þeir gætu notað fatnað eða húsgögn. Hugmynd sem Kvenfélögin eða foreldrafélög leik-og grunnskólanna gætu tekið að sér..
- I) Pálmi minnir á það vanti að koma betur til skila opnunartíma gámasvæðanna og að merkja enn betur gámasvæðin. Sérstaklega þyrfti að auglýsa opnunartímana gámastöðvanna í sumarbústöðum sem eru í eign félagasamtaka.
- J) Tillaga um að halda almenna hreinsidaga í Bláskógabyggsem það yrði hvatning til allra að taka til heima hjá sér. Væri hægt að gera það á vorin og svo aftur á haustin.
- K) Skógarkerfill er í sókn og þarf endilega að eyða honum, enda er hann svo duglegur að sá sér. Hann er á nokkrum stöðum á Laugarvatni.
- L) Nokkrir staðir í sveitarfélaginu eru enn fyrir hendi sem þyrfti að taka betur til á.
Ákveðið að halda næsta fund í september n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.
Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.