Fundir varðandi stefnumótun í umhverfismálum fyrir Bláskógabyggð

Kæru íbúar Bláskógabyggðar.

Undanfarna mánuði hefur Elísabet Björney Lárusdóttir unnið að greiningu úrgangs í sveitarfélaginu sem liður í stefnumótun í umhverfismálum fyrir Bláskógabyggð.

Núna hefur framtíðarsýn og aðgerðaráætlun verið mótuð og eru fyrirhugaðar nokkrar kynningar á þessum þáttum við þá aðila sem málið snerta.

Boðað verður til eftirfarandi samráðsfunda:

Í Aratungu:
11. júní 2018 kl. 20:00 – 21:00

Í grunnskólanum á Laugarvatni:

  1. júní 2018 kl: 18:00 – 19:00– Sérstaklega ætlað frístundarbyggðum

Í grunnskólanum á Laugarvatni:

  1. júní 2018 kl: 20:00 – 21:00

 

Með ósk um góða þátttöku,
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar