Fundur 10. október 2007
Fundargerð umhverfisnefndar 10.október 2007
Fundur var settur í Háholti 10c kl 15. Mættir voru Snæbjörn Sigurðsson, Sigurður St. Helgason og Hjördís Ásgeirsdóttir í forföllum Sigrúnar Reynisdóttur.
Dagskrá fundar:
- Skýrsla formanns: hvað hefur gerst frá síðasta fundi í mars
- Kynningarstarfsemi á næstu mánuðum
- Önnur mál
- Skýrsla formanns: hvað hefur gerst frá síðasta fundi í mars
apríl
Verklag við mótun umhverfisstefnu
Á hugarflugsfundinum með Ragnhildi í mars komum við okkur saman um ákveðið verklag. Kjarninn í því er að fá fram sem fjölbreyttust sjónarmið á lýðræðislegan hátt í anda staðardagskrár, leita álits hjá félagasamtökum og öðrum hópum sem láta sig umhverfið varða, nefndum sveitarfélagsins og starfsmönnum
Sigurður St. vann úr þeim tillögum sem komu fram á hugarflugsfundi umhverfisnefndar í mars með Ragnhildi frá Staðardagsskrárskrifstofunni drög nr. 4 að umhverfis- og velferðaráætlun Bláskógabyggðar sem gengur undir vinnuheitinu Betra mannlíf í Bláskógabyggð, drög nr.4. Tillögunum var skipað í eftirfarandi ellefu meginflokka:
à 11 málaflokkar:
– úrgangsmál
– veitumál
– skipulagsmál
– náttúruvernd,menningarminnjar, ferðaþjónusta
– fegrun umhverfis
– skógrækt, landrækt
– umhverfisfræðsla
– félagsmál
– það er gaman að vera grænn saman
– innkaupastefna, grænt bókhald
– atvinnumál, samgöngur
Þessi drög nr.4 um Betra mannlíf í Bláskógabyggð voru send til allra í nefndinni til skoðunar og nánari útfærslu og einnig kynnt lauslega fyrir visthópum og ungmennafélaginu á Laugarvatni. Meiningin var að hafa fljótlega aftur (í maí) fund um þessi drög nr.4 þegar nýjar tillögur og frekari viðbrögð hefðu borist frá nefndarmönnum, en heimtur á þeim hafa orðið rýrar í roðinu í sumar- og haustönnum.
‘A síðasta fundi í mars 2007 settum við okkur líka tímaáætlun sem nú þegar hefur riðlast
- Viðbótar- og breytingatillögurnefndarmanna við málaflokkana 11
à enginn hefur bætt neinu við þessi Drög 4 að umhverfisáætlun
- Samráð við aðrar nefndir og félagasamtök
à engin formleg viðbrögð
- Fundur í nefndinni um drög 4 að umhverfisstefnu ( um miðjan maí?)
à Ljóst er að tilgangslaust var í maí að hafa sérstakan fund í umhverfisnefndinni um drögin að umhverfisstefnu og raunar ekki fyrr en viðbrögð berast frá nefndarmönnum og fleiri aðilum. Vonandi tekur fólk við sér þegar haustönnum lýkur
- Leiðarþing í lok maí 2008: almennur kynningarfundur um umhverfisáætlun
à hæpið að þetta muni nást
- Tillögur að umhverfisáætlun send til sveitarstjórnar í haustbyrjun 2008
à hæpið að þetta muni nást
Það er ljóst að endurskoða verður tímaáætlunina og jafnvel sjálft verkalagið. Rétt er að hafa í huga í því sambandi að Staðardagskrárskrifstofan í Borgarnesi hefur boðið okkur enn frekari aðstoð, okkur að kostnaðarlausu, við endanlegan frágang áætlunarinnar.
Í apríl fór Sigurður St. á fund með heilbrigðisfulltrúa, skipulagsfulltrúa, þjónustufullrúa og oddvita um skipulagt hreinsunarátak í Bláskógabyggð og leiðir til að fá fyrirtækin til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í framhaldi af því var send út sameiginleg tilkynning frá þjónustumiðstöð og umhverfisnefnd til allra lögaðila í Bláskógabyggð með hvatningu um aðgerðir.
maí
Þórður Halldórsson á Akri sem startaði fyrsta visthópnum í Tungunum fór fyrir hönd umhverfisnefndar á kynningarfund í Reykjavík fyrir leiðbeinendur í Vistvernd í verki.
Sigrún Guðnadóttir umhverfisnefndarmaður fór á kynningafund um starfsemi Sorpu og kynnti sér helstu flokkunar- og endurnýtingarleiðir sem nýttar eru á Reykjavíkursvæðinu.
Sigurður St. Helgason var með kynningu á grænfánaverkefninu fyrir kennara grunnskólans í Reykholti sem ætla að sækja um að aðild að verkefninu næsta haust
júní – júlí – ágúst
Umhverfisnefndin, visthóparnir, ungmennafélagið, björgunarsveitin og grunnskólinn á Laugarvatni tóku saman höndum við að hreinsa bæinn og strandlengjuna föstudaginn 1.júní. Þetta var lokahnykkurinn á hreinsunarvikunni í Bláskógabyggð sem byrjaði í maí. með áskorun til fyrirtækja fyrirtækin um að gera hreint fyrir sínum dyrum, ekki síst í iðnaðarhverfum og á gámasvæðum
Undirbúningur vegna tilraunar um miðlæga moltugerð: sjá skýrslu um tilraun með miðlæga moltugerð:
Sigurður St. átti viðræður við Gámaþjónustuna um útfærslu á tilraun um miðlæga moltugerð á Laugarvatn, skoðaði Jorakompost jarðgerðarvél frá þeim í Hafnarfirði og kynnti sér verklag við að starfrækja hana. Þeir leggja til jarðgerðarvélina í sex mánuði og hafa komið henni fyrir á athafnasvæði sínu á Laugarvatni í byrjun júlí. Hann hafði einnig samband við öll mötuneyti og veitingastaði á Laugarvatni um þátttöku í tilrauninni og aflaði tilboða frá fyrirtækjum um jarðgerðarvélar, m.a. þeirri tegund sem Gámaþjónustan leggur til. Tilraunin hóft síðan formlega í byrjun júlí og sá Sigurður St. alfarið um að þjónusta vélina.
Hann hélt einnig úti skólagörðunum fyrir yngstu krakkana á Laugarvatni en það hefur lengi verið á stefnuská umhverfisnefndar að ýta undir slíkt umhverfisstarf barna sem og hjá unglingunu með vinnuskóla á sumrin. Því miður var þátttaka í vinnuskólanum með eindæmum lítil í sumar og er kannski ástæða til að endurskoða markmið og tilhögun þeirrar starfsemi eins og nefndin hefur margoft bent á.
Sigurður St. hafði samband við Sigurð Oddsson þjóðgarðsvörð á Þingvöllum um úrgangs og endurnýtingarmál, en þjóðgarðurinn er að vinna að stefnumótun í umhverfismálum sem kynnt verður fyrir umhverfisnefndinni.
september
Ekkert varð úr áætluðum fundi umhverfisnefndar í september þar sem formaður var frá vegna skurðaðgerðar í þrjár vikur. Á meðan aðstoðaði Sigmar skólastjóri við að mata jarðgerðarvélina.
- Kynningarstarfsemi á næstu mánuðum
Heimasíða umhverfisnefndar
– Sigurður St. kynnti tillögu um að setja upp gagnvirka umhverfissíðu á vef sveitarfélagsins. Aðalmarkmiðið væri að gefa fólki kost á að setja fram skoðanir sínar um málaflokkana ellefu sem umhverfisnefndin erum búin að marka í drögum nr.4 um Betra mannlíf í Bláskógabyggð. Þar gæfist einnig tækifæri til að virkja sérstaklega visthópana til að deila reynslu sinni af umhverfisstarfinu og miðla ýmsum praktískum atriðum. Jafnframt væri hægt að kynna þar á lifandi hátt ýmis verkefni sem eru á döfinni hjá umhverfisnefnd, ekki bara flokkun og endurvinnslu sorps, og almennt að stuðla að almennri umræðu um framtíðarsýn umhverfismála í Bláskógabyggð.
à samþykkt að skoða þetta nánar en bent á að fara varlega í galopna og gagnvirka vefsíðu. Töluverð vinna yrði við að halda úti slíkri síðu ef hún ætti að standa undir væntingum og trúlega aukinn kostnaður.
Námskeið um leiðir til að minnka urðun á úrgangi
– Í fylgiskjali með tillögum til sveitarstjórnar í október 2006 um aukna jarðgerð á lífrænum úrgangi í sveitarfélaginu setti umhverfisnefnd fram það markmið að minnka urðun á lífrænum úrgangi um 25% til ársins 2010. Í sameigilegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem sveitarstjórnir staðfestu í árslok 2005 er reiknað með að þessu markmiði verði náð 2009. Sigurður St. kynnti tillögur að dagskrá að námskeiði um flokkun úrgangs og leiðir til endurnýtingar. Þar verður lögð áhersla á moltugerð úr lífrænum matarúrgangi frá fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðið er undirbúið í samvinnu við Staðardagsskrárskrifstofuna í Borgarnesi og Gámaþjónustuna. Markhópurinn er aðallega mötuneyti og matsölustaðir í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð sem leggja til megnið af lífrænum úrgangi,. Það verður haldið í Lindinni á Laugarvatni miðvikudaginn 17.október kl. 14-17
Kynning á Vistvernd í verki
Enn er stefnan að reyna að virkja sem flestar fjölskyldur til þátttöku í visthópum, því það er tvímælalaust hagkvæmasta leiðin til að minnka urðun á úrgangi frá heimilunum, ekki síst lífrænan úrgang. Sú leið sem farin hefur verið, að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við að koma fyrir jarðgerðartunnum við heimilin, virðist gefast vel því enn er Bláskógabyggð með hæst þátttökuhlutfall á landsvísu í Vistvernd í verki. Þó er ljóst að heimajarðgerð í þéttbýli kemur aldrei til með að ná til allra, en hinsvegar mun virk þátttaka í visthópastarfi almennt stuðla að meiri og almennari flokkun og endurnýtingu, jafnvel þótt ekki sé stundum heimajarðgerð heldur farið í miðlæga moltugerð. Í visthópastarfinu hjá kúabændum og ylræktarbændum hefur verið þróað nýtt og stórmerkilegt verklag þar sem lífrænar matarleifar eru jarðgerðar með lífræna úrganginum frá fjósum og gróðurhúsum.
à samþykkt að leggja megináherslu að fá bændur til þátttöku í visthópum enda stunda þeir flestir vistvæna sarfsemi. Fjármagn er fyrir hendi til að starta þremur nýjum hópum. Sigga Jóna í Hrosshaga sem er nýr leiðbeinandi í Tungunum tekur að sér að skrifa kynningargrein um Vistvernd í verki í Bláskógafréttir og stefnt er að kynningarfundi í Tungunum eftir áramót, jafnvel í samvinnu við kvenfélagið. Sjálfsagt að kynna visthópana líka á umhverfissíðunni ef ráðist verður í hana. Trúlega þarf þó líka að nota maður-á-mann aðferðina.
Grænfáni
à Sigurður St. tekur að sér að efna til kynningarfundar á leikskólanum og
Kennaraháskólanum á Laugarvatni og leikskólanum í Reykholti með vorinu
Umhverfishátíð á Laugarvatni í nóvember
– Umhverfishátíð á Laugarvatni 16.nóvember: afhending Grænfána til grunnskólans í samvinnu við umhverfisráð skólans og afhending umhverfis- og hvatningarverðlauna Bláskógabyggðar 2007
Bláskógafréttir
Nokkrar umræður urðu um hvort Bláskógafréttir væri vænlegasti miðillinn til
að koma upplýsingum til fólks á tímum almennrar netvæðingingar.
à stefna á að skrifa umhverfispistill fljótlaga í Bláskógafréttir.Tillögur um efni:
Vistvernd í verki (Sigga Jóna), ábending til verktaka um skipulagsskyldu
framkvæmda á friðlýstum svæðum (SStH og skipulagsfulltrúi), tilraun með
moltugerð á Laugarvatni, auglýsing á námskeiðinu 17.október,
lýsa eftir tilnefningum til umhverfis- og hvatningaverðlauna í Bláskógabyggð
2007, Umhverfishátíð á Laugarvatni, umgengni á gámasvæðum. (SStH)
Kaffisamsæti hjá visthópum í Tungum og Laugardal
Nokkuð lengi hefur verið í umræðunni hjá nefndinni hvernig hægt væri að
umbuna þátttakendum í visthópunum á einhvern hátt fyrir að leggja sitt af
mörkum við að minnka urðunarkostnað sveitarfélagsins. Tillögur hafa komið
fram um að lækka hjá þeim sorpgjaldið en það er flókið í framkvæmd
à þeirri hugmynd var varpað fram að sýna þakklæti í verki með því að bjóða
öllum þátttakendum í kaffi og hafa smá skemmti og fræðsludagskrá
- Önnur mál
Engin mál borin upp.
Fundi slitið kl 16.30 Sigurður St.Helgason