Fundur 12.10.2006

Engi 12.10. 2006

 

Fyrsti fundur Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar. Mætt voru Snæbjörn, Sigurður og Sigrún.

Málefni fundarins voru þrjú, sorpmál, fegrun sveitarinnar og umhverfisverðlaun.

 

Sigurður hefur farið á tvo fundi hjá Gámaþjónustunni til að ræða hvernig hægt sé að hvetja  til en meiri endurvinnslu en nú er.

Fyrri hugmyndin er að fá tvo flokkunargáma sem nýttir verði við mötuneyti skólanna á Laugarvatni.

Seinni tillagan er að safnað verði lífrænum úrgangi hjá íbúum Laugarvatns til reynslu og sett í sérstök jarðgerðarker. Athuga á hvort ekki náist samningar við sorphirðutæknirirnn á Laugarvatni   um að  fylla og hugsa um þau. Þessi ker þurfa að vera undir þaki en ekki í upphituðu húsi. Það er von okkar að þetta verði til að minnka sorp sem fara á til urðunar. Áætlunin er byggð á því að byrja á Laugarvatni og athuga hvernig gengur og meta árangur í vor. Þá væri hugsanlega hægt að bæta inn í fleiri þéttbýliskjörnum ef vel gengur. Sigurður telur að ekki ætti að vera mikil aukakostnaður af þessari sorphirðu en gæti mjög trúlega minnkað sorp sem fer til urðunar og þannig sparað kostnað. Á Laugarvatni er um það bil helmingur íbúa í Vistvernd í verki og grunnskólinn og leikskólinn hafa fengið grænfána. Sigurður hefur rætt við kennara og skólastjóra Reykholtsskóla sem  haga sýnt áhuga á því að vinna að umhverfisvernd og stefna á að fá líka grænfána. Sigríður Jónsdóttir, kennari við Reykholtskóla, vildi halda utan um þessa vinnu ef eftir því yrði leitað.

Við viljum líka að leikskólinn Álfaborg fái fyrirlestur um vistvernd á starfsmannafundi. Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, bóndi í Hrosshaga, er núna að fara á leiðbeinendanámskeið fyrir Vistvernd í verki. Hún gæti þá leiðbeint fólki sem vill stofna vistverndarhópa í Biskupstungum. Sigurður hefur takið að sér að kalla saman vistverdarhóp í Þingvallasveit.

Sigurður varpaði fram þeirri spurningu hvort gera ætti netkönnun hjá íbúum Bláskógabyggðar um umhverfismála og spyrja íbúa hvað þeir vilja breyta og bæta hjá sér og hreppnum. Einnig mætti koma með spurningar eins og hvort fólk væri tilbúið að flokka ruslið meira en það gerir í dag.

Nefndin vill beina því til sveitarstjórnar að hún geri áætlun til nokkurra ára um að bæta aðkomu og aðgengi á gámasvæðum sveitarinnar. Vinna síðan eftir þeirri áætlun markvisst og setja framkvæmdina inn á  fjárhagsáætlun.

Einnig var rætt um á fundinum að gott sé að byrja á grunninum og koma með umræðu og kennslu um vistvernd inn í skólana og þannig venja börn strax á góða siði og það skili sér best út í þjóðfélagið.

Sigurður nefndi að nú væri komið að hinni árlegu umhverfishátíð Bláskógabyggðar sem haldin er á Laugarvatni. Hátíðin er 20 október kl.16-18 og þar verða veitt umhverfisverðlaun til hópanna sem klárað hafa Vistvernd í verki. Margt verður til skemmtunar; leikir, hljómsveit og fleira.Fundi slitið.

S – Hópurinn  

 

 

 

 

 

Fylgiskjal 1:  dagskrá umhverfisnefndarfundar 12. október 2006

 

 

 1. Skýrsla formanns – Hvað hefur gerst frá síðasta fundi –
 2. Leiðir til að auka jarðgerð á lifrænum úrgangi í öllu sveitarfélaginu
 3. Umhverfishátíð á Laugarvatni 20.október 2006
 4. Hvatningar og umhverfisverðlaun 2006
 5. Fegurri sveitir – úttekt í Þinvallasveit og Biskupstungum
 6. Stefnumótun í umhverfismálum 2006-2010, tillaga formanns um frumdrög að vinnuramma

 

Fyrsti fundur nýkjörinnar umhverfisnefndar: Engi, Laugarási 12.október.

 

Ný umhverfisnefnd er þannig skipuð:

Aðalmenn:

Sigurður St. Helgason

Snæbjörn Sigurðsson

Sigrún Reynisdóttir

 

Varamenn:

Anna S. Björnsdóttir

Hjördís Ásgeirsdóttir

Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir

 

 1. Hvað hefur umhverfisnefnd verið að sýsla frá síðasta fundi?

Síðast var haldinn fundur í umhverfisnefnd 22.mars 2006. Hér  verður stiklað á stóru um hvernig hefur gengið að þoka þeim málum áleiðis sem samþykkt voru á þeim fundi.

 

–          Staðardagskrá 21 – sameiginlegur kynningar- og fræðslufundur með  sveitarfélögum í uppsveitum Árnessýslu.

Umhverfisnefnd hafði sett sér það markmið strax árið 2002 að hrinda úr vör

grunnvinnu við undirbúning Staðardagsskrár 21 fyrir lok kjörtímabilsins í maí

 1. Fundurinn var liður í þeirri undirbúningsvinnu.

 

Umhverfisnefndin skipulagði fundinn sem var haldinn í Lindinni á

Laugarvatni 26.apríl en fundarstjóri var Þórður Halldórsson frá Akri í Laugarási

Sveitarstjórnamenn og umhverfisnefndamenn  frá öllum sveitarfélögunum sóttu

fundinn ásamt með öðru áhugafólki um betra umhverfi, alls um 40 manns.

 

Dagsskrá fundarins:

 

 1. Stefnumótun í umhverfismálum – vistvænir þéttbýliskjarnar í uppsveitunum

2010?

Sigurður St. Helgason, formaður umhverfisnefndar Bláskógabyggðar

 

 

 1. Framsaga sérfræðinga um eftirfarandi málefni:

            Vistvæn samfélög  í uppsveitunum, reynslan frá Sólheimum

Chas Goemans, Sólheimum, sérfræðingur á Umhverfisstofnun

 

Staðardagskrá 21, reynslan hjá fámennum sveitarfélögum

Ragnhildur Helga Jónsdóttir, Borgarnesi,sérfræðingur frá

Staðardagsskrárskrifstofu

 

Er flokkun úrgangs og lífræn jarðgerð hagkvæm fyrir sveitarfélögin?

Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Selfossi, framkvæmdastjóri hjá Sorpstöð

Suðurlands

 

Vistvernd í verki – öflugt verkfæri á leiðinni að sjálfbærri þróun

Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri hjá Landvernd

 

Á eftir voru almennar umræður og fyrirspurnir sem sérfræðingarnir leystu úr eftir

bestu getu. Fyrir umhverfisnefndina var mjög mikilvægt að fá þessa innspýtingu

því hún hafði sett sér að koma fram með frumdrög að vinnuramma á anda

staðardagskrár 21 fyrir lok kjörtímabilsins. Í kjölfar fundarins var líka ómetanlegt

að hafa aðgang að þessum sérfræðingum sem allir hafa mikla reynslu af verklagi

við staðardagskrá 21, sem snýst ekki eingöngu um umhverfismál í venjulegum

skilningi, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og

félagslegra þátta.

 

Frumdrög að vinnuramma í umhverfismálum lágu fyrir hjá umhverfisnefnd í maí

2006 ekki ekki vannst tími til að fjalla um þau fyrir kosningarnar.

 

 

–          Umhverfis- og fjölskyldudagur á Laugarvatni 19. maí.

Þar lögðu visthóparnir í Laugardalnum, umhverfisráð grunnskólans og Ungmennafélagið saman í púkk. Um 60 manns, stórir sem smáir, hreinsuðu rusl í þorpinu og allt í kringum vatnið, á eftir var svo flóamarkaður, skemmtiatriði, grill og hlöðuball í Náttúrustofu.

 

–          Vinnuskóli í þágu umhverfisins.

Baráttumál umhverfisnefndar til margra ára. Tveir nemendur unnu að

afmörkuðum umhverfisverkefnum hálfan daginn í fjórar vikur.

 

–          Vistvernd í verki.

Skálholt

Sett upp moltutunna við Skálholtsskóla snemmsumars og byrjað að jarðgera, nýr visthópur tilbúinn að byrja um haustið þegar leiðbeinandi fæst í Tungunum.

 

Reykholt:

Rætt hefur verið við nokkra íbúa sem eru reiðubúnir að mynda fyrsta visthópinn í Reykholti.

 

Þingvallasveit:

Áhugi á að stofna visthóp í byrjun vetrar, athuga að fá Hótel Valhöll og Þjóðgarðinn með í viststarfið.

 

Sigríður Jóna í Nátthaga fer á leiðbeinendanámskeið hjá Landvernd og mun því fljótlega getað haldið utanum visthópa í Tungunum og etv líka í Þingvallasveit.

 

–          Grænfánaverkefnið í skólunum

Grænfánaverkefnið er í raun Vistvernd í verki hjá skólum. Það hefur gefist vel í

Laugardalnum að tengja þessi verkefni saman þannig að foreldrar og skólar vinni

saman að því að vekja áhuga barnanna á að ganga vel um umhverfi sitt. Meiri

hluti skólabarna kemur frá heimilum sem eru virk í visthópum. Fyrir þeim er

það orðinn sjálfsagður hlutur að flokka úrgang og jarðgera matatleifar, þau taka

virkan þátt í því ferli, bæði heima hjá sér og í skólanum.

 

Reykholt:

Rætt hefur verið við skólastjóra grunnskólans og náttúrufræðikennara sem sýna áhuga á að hefja Grænfánastarf með haustinu. Þreifingar líka í leikskólanum.

 

Laugarvatn:

Leikskólinn er þegar í ákveðinni samvinnu við grunnskólann um flokkun úrgangs og er að athuga með næstu skref að Grænfánanum.

Menntaskólinn og Íþróttaskor Kennaraháskólans á Laugarvatni hafa líka lýst áhuga á frekari flokkun úrgangs til endurvinnslu og  þátttöku í Grænfánaverkefninu.

 

 1. Leiðir til að auka jarðgerð á lifrænum úrgangi í öllu sveitarfélagi

 

Sigurður St. kynnti tillögur um jarðgerð á lífrænum úrgangi sem hann hafði unnið í

samvinnu við Gámaþjónustuna sem sér um alla sorplosun í Bláskógabyggð. Þær

fela í sér lausnir, sem geta náð til allra íbúa í þéttbýliskjörnunum þremur og líka

matsölustaðanna sem þar er að finna. Að auki stuðla þessar lausnir líka að

auðveldari flokkun og endurnýtingu á öðrum heimilisúrgangi svo sem pappa,

pappír, plast og niðursuðudósum ( sjá fsk. 2 og 3).

 

Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að lausnin með miðlæga jarðgerð og

endurvinnslugáma verði reynd í vetur á Laugarvatni og síðan tekin afstaða til

framhaldsins.

 

 1. Umhverfishátíð á Laugarvatni 20.október

Umhverfisnefnd hefur viljað festa í sessi umhverfis- og hvatningaverðlaunin sem

voru veitt í fyrsta skipti í Bláskógabyggð haustið 2005 og vekja um leið athygli á

þeim umhverfisverkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu, svo sem Vistvernd í

verki, útiskóla og Grænfánanum. Í samvinnu við umhverfisráð grunnskólans á

Laugarvatni verður haldin umhverfishátíð á Laugarvatni 20.október. Þar verða

veitt umhverfis – og hvatningarverðlaun Bláskógabyggðar 2006. Fulltrúi frá

Landvernd afhendir visthópum “útskriftarplagg” og veitir verðlaun fyrir getraun

sem lá frammi á sýningu um Vistvernd í verki sem var í bókasafninu og

íþróttahúsinu í sumar. Ef veður leyfir flytja nemendur tvö  frumsamin leikrit á

nýju leiksviði í miðjum Bullungaskógi, rétt hjá Grænfánahæð. Svo verða alls

konar þrautir og leikir og leitt undir á hestum á flötinni við Náttúrustofu.

Nemendur verða líka með flóamarkað og kökubasar í Náttúrustofu til styrktar

Náttúrusjóðnum sínum, þar verður grillveisla, lifandi tónlist og sungið og

dansað.

Þetta verður föstudaginn 20.október kl.4-6.

 

 1. Hvatningar og umhverfisverðlaun 2006

Samþykkt að veita hvatningarverðlaunin öllum þeim sem hafa farið í gegnum

formlegt starf í visthópum.

 

 1. Fegurri sveitir – úttekt í Þinvallasveit og Biskupstungum

Til stóð að þessi vinna færi fram í sumar, en rétt þótti að undirbúa hana betur.

Sigurður lagði fram til skoðunar tillögur um gátlista  (fsk.4) sem fólk mundi svara

til að samræma og auðvelda mat á stöðunni á hverjum stað. Samþykkt að  vinna

málið  betur.

 

 1. Stefnumótun í umhverfismálum 2006-2010, frumdrög að vinnuramma

Lögð fram til skoðunar fyrstu drög að vinnuramma til næstu fjögurra ára í anda

staðardagskrár 21 (fsk.5)

 

 1. Önnur mál

–  Samþykkt að beina því til sveitarstjórnar að kanna leiðir til að bæta umgengni á

gámasvæðum.

–          Gera þarf ráð fyrir í fjárhagsáætlun kostnaði samfara nýjum visthópum í

Skálholti, Þingvallasveit og Reykholti, lauslega áætlað 500.000kr.

12.október 2006, Sigurður St. Helgason

 

 

Fylgiskjal 2

 

Myndun úrgangs, sorphirða og urðunarkostnaður

 

 1. Skipulag sorphirðu í Bláskógabyggð

Í grófum dráttum má segja að í Bláskógabyggð búi um 1.000 manns, 400 í þéttbýliskjörnunum þremur, Laugarvatni, Laugarási og Reykholti en 600 manns í dreifbýlinu. Sorptunnur eru tæmda vikulega  á Laugarvatni, en í Laugarási, Reykholti og öllum bæjum í dreifbýlinu þarf fólk sjálft að fara með heimilissorpið í almenna sorpgáma sem síðan er urðað. Sorpgámar eru staðsettir hjá stærri matsölustöðum.

 

Sorphirðugjald fyrir heimilissorp er 9.631 kr á Laugarvatni, þar sem sorpílát eru tæmd vikulega, til viðbótar sorpgjaldi sem er 9.260 kr fyrir hverja íbúð. Sorphirðugjald hjá fyrirtækjum, þar með talið bændabýlum er 20.471 kr á ári (lágmarksgjald).

Flokkunarstöðvar með gáma fyrir dagblöð, fernur garðaúrgang, timbur, dekk og spilliefni eru á Laugarvatni, Laugarási og Reykholti.

 

2.Vistvernd í verki – lækkun urðunarkostnaðar

Reynslutölur frá Sorpstöð Suðurlands sýna að frá Bláskógabyggð eru urðuð um 700 tonn af úrgangi á ári sem skiptist nokkuð jafnt milli heimila og atvinnustarfsemi. Almennt er talið að hvert mannsbarn skili frá sér um 350 kg af heimilissorpi á ári.  Þar af eru um 50%  eða  175 kg lífrænn úrgangur, að megninu til matarúrgangur, en minni hluti pappír og fernur.  Í þessari greinargerð er lífrænn úrgangur frá hverjum einstaklingi á einu ári skilgreindur sem MSÍ, matarsorpígildi, og er jafngildi 175 kg á ári.

 

Heimilissorp frá 1.000 manns með fasta búsetu í Bláskógabyggð er um 350 tonn á ári.

( sjá fylgiskjal 2: Áætlað sorpmagn í Bláskógabyggð). Þar við bætist úrgangur frá 1.500 manns til viðbótar, mest frá ferðaþjónustunni, eða um 575 tonn. Samtals myndast því um 925 tonn af heimilissorpi í Bláskógabyggð á ári hverju,  Þar af eru um 460 tonn lífrænn úrgangur. Í dag er megninu af þessu sorpi ekið í gámum að Kirkjuferjuhjáleigu þar sem það er urðað með tilheyrandi kostnaði.

 

Lífrænan úrgang, bæði frá heimilum og matsölustöðum, er hægt að endurvinna á ýmsan hátt til jarðgerðar og minnka þannig förgunarkostnað.

 

Umhverfisnefnd hefur sett sér það  markmið að finna leiðir til að jarðgera fjórðung af lífrænu heimilissorpií Bláskógabyggð á næstu fjórum árum.

 

Undanfarin 4 ár hefur verið lögð mikil áhersla á að koma á fót visthópum sem m.a. flokka úrgang frá heimilunum, setja öll blöð og fernur í endurvinnslugáma og jarðgera allan lífrænan úrgang í moltutunnur sem staðsettar eru hjá venjulegum ruslatunnum. Bláskógabyggð hefur lagt til kostnað við moltutunnurnar í Laugardalnum, samtals um  450.000 kr.

 

Laugardalurinn með um 300 manns í fastri búsetu var fyrsti markhópurinn. en þar lætur nærri að helmingur íbúa sé virkur í visthópum, flokki sorp og jarðgeri lífrænan úrgang í moltutunnum við heimilin. Meiri hluti skólabarna kemur frá þessum vistvænu heimilum. Fyrir þeim er sjálfsagður hlutur að flokka úrgang og jarðgera matatleifar, þau taka virkan þátt í því ferli, bæði heima hjá sér og í skólanum. Þessar fjölskyldur, leikskólinn og grunnskólinn jarðgera samtals um 40 tonn á ári og spara sveitarfélaginu samsvarandi  urðunarkostnað. ML og KHÍ á Laugarvatni hafa líka lýst áhuga á frekari flokkun úrgangs til endurvinnslu og  þátttöku í Grænfánaverkefninu sem segja má að sé vistverndarverkefni skóla.

 

Í Laugarási hefur einn visthópur verið að störfum í 6 mánuði, annar er að fara af stað í Skálholti og sá þriðji er í startholunum í Reykholti. Nýr leiðbeinandi visthópa, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir í Hrossahaga er í þessum skrifuðum orðum að fara á leiðbeinendanámskeið hjá Landvernd og mun halda utanum visthópana í Reykholti. Grunnskólinn í Reykholti er einnig að undirbúa flokkun úrgangs, pappír, fernur og annað til endurvinnslu sem fyrstu skrefin í Grænfánaverkefninu, sem Sigríður Jónsdóttir náttúrufræðikennari hefur beitt sér fyrir að hrinda úr vör í skólanum..

 

Heimajarðgerð er tvímælalaust vistvænasti kosturinn við förgun á lífrænum heimilisúrgangi en varla er raunhæft að reikna með að öll heimili taki hann upp þó vel hafi tekist til í Laugardalnum. Því hefur umhverfisnefnd í samvinnu við Gámaþjónustuna, sem sér um alla sorplosun í Bláskógabyggð, kannað aðrar lausnir, sem geta náð til allra íbúa í þéttbýliskjörnunum þremur og líka matsölustaðanna sem þar er að finna. Að auki stuðla þessar lausnir líka að auðveldari flokkun og endurnýtingu á öðrum heimilisúrgangi svo sem pappa, pappír, plast og niðursuðudósum.

 

Í stuttu máli felst lausnin í eftirfarandi ferli:

Lífrænn matarúrgangur

–          Í hverju eldhúsi er komið fyrir þrískiptri körfu fyrir matarúrgang         (jarðgeranlegur poki), plastumbúðir og almennt sorp

–          Við hliðina á venjulegu sorptunnunum úti verður lítil plasttunna fyrir matarúrganginn

–          Matarúrgangurinn er sóttur heim um leið og almenna heimilissorpið

–          Á hverjum stað er komið fyrir 800 lítra plastkerum með loftun í botninum sem pokarnir með matarúrganginum eru settir í vikulega. Einu sinni í mánuði er kurli bætt í kerin og hrært í. Eftir ár er komin molta sem er kjörin til garðræktar. Almenna heimilissorpið fer í hefðbundna gáma.

 

Annar flokkaður heimilisúrgangur

–          Plastumbúðir, pappír, fernur, pappi og niðursuðudósir fer maður sjálfur með í blaðagám, fernugám og endurvinnslugám sem verða staðsettir miðsvæðis í hverjum þéttbýliskjarna

–          Sorphirðir tekur innihald úr endurvinnslugámi og fer með í pressugám sem staðsettur verður nálægt gámasvæði. Hann setur plastumbúðir og niðursuðudósir í stóra plastpoka frá Gámaþjónustunni, bindur fyrir þá og setur með pappanum í pressugáminn sem síðan er fluttur á endurvinnslustöð þegar hann er orðinn fullur

 

Eðlilegt væri að reyna þetta fyrirkomulag fyrst á Laugarvatni þar sem sorpið er nú þegar sótt á heimilin. Gámaþjónustan er reiðubúin að koma fyrir á Laugarvatni strax í haust blaðagámi, fernugámi og endurvinnslugámi milli kennaraháskólans og grunnskólans  og við menntaskólann.  Hún býðst einnig til að útvega ker  fyrir jarðgerðina. Ef jákvæð reynsla fæst á Laugarvatni í vetur er hún reiðubúin að útfæra svipaðar lausnir í Reykholti og Laugarási. Einnig kæmi til álita að setja upp endurvinnslugáma miðsvæðis í Reyjholti og Laugarási strax í vetur.

 

Plastumbúðir, niðursuðudósir, pappi, fernur og pappír bera endurvinnslugjald og fær því sveitarfélagið greiðslur úr endurvinnslusjóði fyrir skil á slíkum úrgangi til endurvinnslustöðva. Almenn viðmiðun fyrir pappír er um 20 kg/íbúa eða 20 tonn á ári. Úrvinnslusjóður greiðir fyrir það 120.000 kr og annað eins fyrir fernur. Hjá skólunum fellur til mikið af pappír og fernum. Úrvinnslugjald fyrir pappír og fernur er 60 kr/kg en fyrir pappa  um 22 kr/kg. Mikill pappi fellur til hjá mötuneytum og verslunum.

 

Ef þessar hugmyndir koma til framkvæmda verður mikil breyting á þjónusta við íbúa í Laugarási og Reykholti sem nú þurfa ekki lengur að fara sjálfir með heimilissorpið í gáma. Á móti kemur að þeir þurfa nú að flokka heima hjá sér og setja poka með matarúrgangi í smátunnu við hliðina á venjulegu sorptunnunni. Sama gildir fyrir íbúa á Laugarvatni sem nú þegar borga um 9.600 kr aukalega á ári fyrir að sorp þeirra er sótt heim. Líklegt er að endurskoða þurfi sorpgjald ef farið verður í þessar breytingar, því kostnaður hjá sveitarfélaginu mun aukast nokkuð, þótt á móti komi auknar tekjur vegna greiðslna úr úrvinnslusjóði.

 

12.október 2006

Sigurður St Helgason

 

 

Fylgiskjal 3

 

 1. Áætlað magn af matarsorpi á ári í Bláskógabyggð

 

Matarsorpígildi, MSÍ, er skilgreint sem matarúrgangur frá hverjum íbúa á ári

 

Laugarvatn

Föst búseta: 150 MSÍ

Grunnskólinn: 40 nemendur og 10 starfsmenn í 10 mánuði: 40 MSÍ

Leikskóli: 30 nemendur og 8 starfsmenn í 11 mánuði: 40 MSÍ

KHí: Um 100 nemendur á veturna, búa ýmist í heimavist eða nemendagörðum. Notað sem hótel og matsölustaður á sumrin, yfirleitt fullsetið. 100 MSÍ

Íþróttamiðstöðin: Tekur á móti hópum í gistingu og fæði allt árið, breytileg nýting. 80 MSÍ

Menntaskólinn, ML: Um 100 nemendur á veturna, Notað sem hótel og matsölustaður á sumrin, yfirleitt fullsetið. Matarleifar úr mötuneyti malaðar í kvörn og enda í rotþró staðarins með tilheyrandi lífrænu álagi og skila sér því ekki sem almennt heimilissorp. 20 MSÍ

Farfuglaheimilið Dalsel: Fullsetið allt árið. 40 MSÍ

Veitingahúsin Lindin og Bláskógar: mikið á sumrin, lítið á veturna. 60 MSÍ

 

Laugavatn samtals : 530 MSÍ

 

 

Reykholt

Um 100 manns með fasta búsetu: 100 MSÍ

Mötuneyti í Aratungu fyrir grunnskóla, leikskóla og starfsmenn sveitarfélagsins:  samtals um 180 manns: 180 MSÍ

Ferðaþjónusta og matsölustaðir: 100 MSÍ

 

Samtals í Reykholti: 380 MSÍ

 

Ferðaþjónusta og matsölustaðir í Reyholti

Veitingastaðurinn Kletturinn: 25 MSÍ

Gilbrún: 25 MSÍ

Húsið: 25 MSÍ

Setrið: 25MSÍ

 

Ferðaþjónusta og matsölustaðir í Reyholti: 100 MSÍ

 

 

Laugarás

Um 100 íbúar með fasta búsetu: 100 MSÍ

Iðufell: 40 MSÍ

Slakki: 10 MSÍ

Laugarás samtals: 150 MSÍ

 

Föst búseta í þéttbýli, 600 íbúar: 600 MSÍ

 

Geysir

40 starfsmenn, 40 hótelgestir, 320 matargestir á dag allt árið: 400 MSÍ

 

 

Ferðaþjónusta og matsala í dreifbýlinu

Hótel Valhöll: 60 gistirými, 60% nýting: 40 MSÍ

Skálholt: 10 starsfmenn, 70 gistirými, 60% nýting: 50 MSÍ

Efstidalur, Laugardalur: 10 MSÍ

Ferðaþjónustan Úthlíð: 25 MSÍ

Kjaransstaðir, Bisk.: 25 MSÍ

Kjarnholt, Bisk: 50 MSÍ

Brattholt: 10 starfsmenn, 40 gistirými, 60% nýting: 40 MSÍ

 

Ferðaþjónusta og matsala í dreifbýlinu samtals: 240 MSÍ

 

Sumarhús: 2.400 manns í 30 daga að jafnaði á ári: 200 MSÍ

Fjölmennustu sumarbústaðasvæðin eru í orlofshúsabyggðunum í Brekkuskógum, Reykjum og Laugardalnum  með hjólhýsabyggðina að auki og Þingvallasveitin.

Varlega áætlað má reikna með að 2.400 manns búi þar að jafnaði í 1 mánuð og skili óflokkuðu sorpi í gáma í Bláskógabyggð.

 

Summa matarsorpígilda  í Bláskógabyggð.  

Laugarvatn: 530 MSÍ

Reykholt:  380 MSÍ

Laugarás: 150 MSÍ

Dreifbýlið, föst búseta: 600 MSÍ

Dreifbýlið, Geysir: 400 MSÍ

Dreifbýlið, ferðaþjónusta: 240 MSÍ

Dreifbýlið, sumarhús: 200 MSÍ

 

Samtals í Bláskógabyggð: 2.500 MSÍ

 

Athuga að allar tölur um mannfjölda eru mjög gróflega áætlaðar.

 

 1. Tölulegar upplýsingar frá sorpstöð suðurlands

l       Skilagjaldsskildar umbúðir – öðru nafni flöskur og dósir.

Skilagjald 10 kr/stk.

 

Greiðslur koma úr úrvinnslusjóði fyrir eftirtalinn úrgang:

l       Fernur. (umbúðapappi)

Bera úrvinnslugjald :60 kr/kg.

Sami ferill og dagblöðin

 

l       Hjólbarðar

Úrvinnslugjald 25-35 kr/kg

 

l        Rúllubaggaplast

Úrvinnslugjald 40kr/kg

8 kr/kg kostnaður ef urðun

 

l       Bylgjupappi.

Úrvinnslugjald 20.55 kr/kg

 

Reynslutölur frá sorpstöðinni sýna að álíka mikið kemur af úrgangi frá atvinnustarfsemi og frá heimilunum.

Heildarmagn úrgangs í Bláskógabyggð er rúmlega

700 tonn

 

 1. Sorphirðugjöld í Bláskógabyggð

Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs, þ.e. sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð fyrir árið 2006, skal vera sem hér segir og innheimtast með fasteignagjöldum:

kr.
A. Sorpgjald á íbúðir, árgjald 9.260
B. Sorp sótt að íbúðarhúsi, aukagjald á íbúðarhús 9.631
C. Sorpgjald á sumarhús, árgjald 6.823
D. Sorpgjald á atvinnurekstur, lámarksgjald 20.471

Stærri fyrirtæki greiða auk þess sérstaklega fyrir gáma sem þau hafa hjá sér. Gámagjald verði fyrir 5 m3 gám kr. 2.800 og fyrir 8 m3 gám kr. 4.480 sem greitt verði fyrir hverja losun

 

 1. Hvað má fara í samsettan endurvinnslugám frá Gámaþjónustu

Án plastpoka, beint í tunnuna:

 1. Dagblöð, tímarit, skrifstofupappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur.
 2. Pappi, s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar. Auk þess má setja í tunnuna,

í plastpoka sem bundið er fyrir (eina tegund í hvern poka):

 1. Málma, s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.
 2. Fernur.
 3. Plastumbúðir, s.s. sjampóbrúsa, skyrdósir, plastpoka og plast

Upplýsingar af fundi með Guðmundi Tryggva: áætlað magn 2002

Sorp/íbúa: 1.500 kg /ári,  þar af 30% heimilissorp, 450 kg /íbúa

70% rekstrarúrgangur, 1.050 kg/íbúa

60% af heimilissorpi eru lífrænn úrgangur eða 270 kg

60 % af rekstrarúrgangi er líka lífrænn

 Heimildir

Fyrirlestur Guðmundar Tryggva á Lindinni í sumar.

Heimasíða Bláskógabyggðar

 

Fylgiskjal 4: Stefnumótun í umhverfismálum Bláskógabyggðar 2006-2010, frumdrög að vinnuramma

 

Þessi frumdrög að stefnumótun í umhverfismálum Bláskógabyggðar voru unnin vorið 2006 þegar umhverfisnefnd fyrir kjörtímabilið 2002-2006 var að skila af sér og lögð fram sem vinnugögn  til kynningar á fyrsta fundi nýkjörinnar umhverfisnefndar 12.október 2006.

 

Laugardalur, Biskupstungnahreppur voru í hópi 31 sveitarfélaga á landinu sem undirrituðu  formlega yfirlýsingu 1998 um að stefna að sjálfbærri þróun með því að beita aðferðum staðardagskrár 21 á sviði umhverfismála, efnahagsmála og félagsmála í sveitarfélaginu. Eftir sameininguna 2002 staðfesti Bláskógabyggð yfirlýsinguna um að gerast aðili að staðardagskrá 21.

 

2002-2004 var megináhersla lögð á að efla vitund innan sveitarfélagsins um umhverfismála og undirbúa þannig jarðveginn fyrir næstu skref á leiðinni að staðardagskrá 21. Þetta er mjög mikilvægt því að umhverfisstefna Staðardagskrár 21 er í eðli sínu grasrótarstarf sem byggist á því að hver einstaklingur leggi sitt lóð á vogarskálarnar og hafi áhrif á sínum heimavelli, sínu heimili, sínu fyrirtæki. Sveitarstjórnin þarf  hins vegar, bæði sem einstaklingar og heild, að skapa  umgjörð  og veita stuðning  til að beina framtaki mann í vistvænan farveg og að sjálfsögðu að sýna gott fordæmi í sínum stofnunum svo sem skólunum og áhaldhúsinu. Valin voru þrjú vel skilgreind verkefni sem kalla á beina framkvæmd í umhverfisstarfi og ákveðið að einbeita sér á Laugardalnum til að byrja með. Þessi þrjú verkefni eru:

– Fegurri sveitir: úttekt á stöðu umhverfismála í sveitunum

– Grænfáni: umhverfismenntun í grunnskólanum

– Vistvernd í verki: umhverfismenntun heimilanna

 

Þar að auki hafa reglubundið birst kynningarpistlar um þessi verkefni  í héraðsblöðunum og þrisvar hefur verið blásið til umhverfishátíðar þar sem yfir 100 manns hafa komið saman og kynnst af eigin raun þessum þremur verkefnum. Í október síðastliðnum var haldin fjölsótt umhverfishátið  þegar grunnskólinn á Laugarvatni hlaut Grænfánann fyrir vel unnin umhverfisstörf í fjögur ár. Þá voru einnig veitt hvatningar- og umhverfisverðlaun í fyrsta skipti í Bláskógbyggð, en stefnt er því að það verði árviss viðburður á umhverfishátíð Bláskógabyggðar. Formaður umhverfisnefndar hefur verið duglegur að sækja ráðstefnur um umhverfismál og  starfsemi staðardagskrár 21 í hinum ýmsu sveitarfélugum og myndað þar tengsl sem hafa skilað sér vel í umhverfisstarfinu heima fyrir. Nú í apríl stóð Bláskógabyggð fyrir almennum sameiginlegum kynningarfundi fyrir umhverfisnefndir og sveitarstjórnarmenn í uppsveitunum. Þar var kynnt var hvað helst er á döfinni á hverjum stað og færustu sérfræðingar frá Landvernd, Umhverfisstofnun, Sorpstöð Suðurlands og Staðardagskrárskrifstofunni í Borgarnesi fluttu fróðleg erindi um ýmsa þætti sjálfbærrar þróunar og praktískar leiðbeiningar um Staðardagskrá 21.

 

Þetta undirbúningsstarf hefur skilað góðum árangri. Grunnskólinn er einn af örfáum skólum á suðurlandi  sem má flagga grænfánanum og  þátttakan í vistvernd í verki er hvergi meiri á landsvísu en í laugardalnum þar sem um 50% íbúa í gamla Laugardalshreppi flokka nú daglega sorp og jarðgera lífrænan úrgang. Um 75% allra barna í grunnskólanum koma frá heimilum sem eru virk í vistverndarstarfi. Meira en helmingur sveitabæja hafa fylgt eftir verkefninu Fegurri sveitir með virkri þátttöku í visthópum. Þar ríður kannski baggamuninn að sveitarstjórn hefur stutt dyggilega við vistverndarverkefnið með því að láta íbúum í té jarðgerðartunnur þeim að kostnaðarlausu, enda minnkar urðunarkostnaður sveitarfélagsins þegar nær helmingur af heiilisúrgangi er jarðgerður og endurnýttur. Vistvernd í verki er mjög hagkvæmur kostur fyrir sveitarfélög.

 

Nú er komið að því að stíga næstu skref.

Markmið 2006-2010:

Taka upp vinnubrögð sjálfbærrrar þróunar með aðferðum staðardagskrár 21 á öllum sviðum í starfsemi sveitarfélagsins.

 

Tímasettir áfangar (með miklum fyrirvörum)

2006

à Júní: Sveitarstjórn samþykkir formlega Ólafsvíkur yfirlýsingu

à Júní: Sveitarstjórn skipar 5 mann vinnuhóp  umhverfisnefndar og fulltrúa

sveitarstjórnar sem vinnur tillögur að verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 fyrir

Bláskógabyggð. Áhersla á eftirfarandi málaflokka í fyrstu lotu:

 

Drykkjarvatn

Dreifbýlið: ????

Laugarvatn: Endurnýja vatnsból og lagnir til að fullnægja þörfum vaxandi byggðar

Reykholt:???

Laugarás:???

Þingvallasveit:????

Fráveitumál

Dreifbýlið: Ljúka áætlun um ástand og endbætur á rotþróm og seyrunýtingu

Laugarvatn: Fullgera svæði fyrir lokastig meðhöndlunar vatns frá loftunartanki

Reykholt:?????

Laugarás:???

Þingvallasveit:????

Hávaði og loftmengun

Dreifbýlið:????

Laugarvatn: Staðfesta og auglýsa bann við að nota mótora á báta í Laugarvatni

Reykholt:????

Laugarás:???

Menningarminjar

Laugarvatn: Endurbæta umgjörð Vígðulaugar í samvinnu við ríkið; hugmynndasamkeppni?

Almennt: kynna betur menningarminjar í sveitarfélaginu

Umhverfisfræðsla

Almennt: virkja íbúa til að taka þátt í umhverfismenntun heimilanna, Vistvernd í verki

Reykholt: grunnskólinn stefni á að fá grænfánann

Náttúrumengun

Almennt:???

Náttúruvernd

Almennt: kynna betur þau svæði sem þegar eru á náttúruverndar- og náttúruminjaskrá

Skipulagsmál
Úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum

Almennt: sjá vistvernd í veki að ofan

Fyrirtæki: hafa samband við öll stærri fyrirtæki og stofnanir og fá þau til að flokka úrgang og endurnýta o g kanna leiðir til að jarðgera lífrænan úrgang.

Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi

Meindýraeyðing

Almennt????

Orkunýting

Almennt:???

Skógrækt

Almennt efla starfsemi skógræktarfélaganna og hvetja skólana til að taka þátt í skógrækt og landgræslu sem þátt í umhverfismennt hjá þeim

Opinber innkaup

Almennt: Kaupa skilyrðislaust vitvænar vörur þegar þess er kostur

 

à Júní: Sveitarstjórn fer formlega framá að staðardagskrárskrifstofan í

Borgarnesi veiti vinnuhópnum ráðgjöf eftir þörfum

à júní-júlí: Félagsleg úrræði fyrir yngsta skólastigið og unglingana: Skólagarðar og

umhverfisskóli/sumarvinna

à júní-ágúst: Fegurri sveitir, úttekt á stöðu umhverfismála í Þingvallasveit og

Biskupstungum

à      September: Kynning á Grænfánaverkefni við grunnskólann í Reykholti og Ljósaborg

à      September: Umhverfishátíð á Laugarvatni, afhending hvatningar- og umhverfisverðlauna 2006

à      Október: Kynningarfundur um verkefnið Fegurri sveitir og Vistvernd í verki í Biskupstungum og Þingvallasveit, virkjun nýrra visthópa

à      Október: Virkjun nýrra visthópa í Laugardalnum

 

2007

à Janúar: Kynning á tillögum vinnuhópsins um framtíðarsýn Bláskógabyggðar kynntar og ræddar á leiðarþingi íbúa

à      Febrúar: Endurskoðaðar tillögum vinnuhóps um 1.útgáfu Staðardagskrá 21 í Bláskógabyggð lagðar fyrir sveitarstjórn til formlegrar samþykktar

à      Mars: Byrjað að vinna eftir framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 og skipuleggja eftirlitsferli

à      Maí: Sumargleði Bláskógabyggðar á Laugarvatni

à      Júní: Bláskógablíða í Reykholti

à      September: Umhverfishátíð á Laugarvatni, afhending hvatningar og umhverfisverðlauna Bláskógabyggðar 2007

2008

à Grunnskólarnir í Reykholti og Ljósaborg hafa uppfyllt skilyrði Grænfánavekefnisins

à Laugarvatn fær

 

Verklag í staðardagskrárhópi

 

 1. Skipa formann sem er tengiliður við sveitarstjórn og ritara hópsins sem skráir öll gögn
 2. Ákveða málaflokka sem verða til skoðunar í staðardagskrárvinnunni
 3. Afla gagna um núverandi stöðu málaflokkanna og koma til ritara hópsins
 4. Greining stöðunnar og markmiðasetning til framtíðar ( 2006- 2026) með aðstoð staðardagskrárskrifstofunnar í Borgarnesi
 5. Forgangsröðun verkefna í hverjum málaflokki til skemmri tíma (2006-2020) og tímaáætlun um framkvæmdir
 6. Markmið og framtíðarsýn kynnt með dreifibréfi og efnt til leiðarþings íbúa um Staðardagskrá 21 í Bláskógabyggð
 7. Staðardagskrá 21 lögð fyrir í sveitarstjórn og samþykkt

8.Vinna hefst við útfærslu: Framkvæma, mæla árangur og endurskoða