Fundur 14. nóvember 2012

Fundur í atvinnu- og ferðamálanefnd haldinn 14. nóvember 2012 kl. 17:00
Mætt voru: Inga Þyri Kjartansdóttir, Sigurjón Sæland, Þorsteinn Þórarinsson ásamt Sigurlaugu
Angantýsdóttur sem ritaði fundargerð.

1.  Uppgjör á þjónustudagatali .
Þann 6. október 2012 var inneign vegna dagatals 2011 kr. 66.332.- og vextir kr. 4.708.-
Greiddar auglýsingar vegna dagatals 2012 voru kr. 858.000.- og ýmis gjöld voru kr. 782.139.-
Þann 9.október 2012 var inneign vegna dagatalanna 2011 og 2012 kr. 146.901.-
Ógreiddar auglýsingar frá 2011 og 2012 með vöxtum voru kr. 92.732.-

2.  Erindi frá Gullkistunni.
Bréf  forsvarsaðila Gullkistunnar á Laugarvatni til mennta- og menningarmálaráðherra og
aðstoðarmanna hans barst nefndinni frá Öldu Sigurðardóttur, einni af rekstraraðilum
Gullkistunnar. Bréfið varðar áhyggjur  af húsnæðismálum Gullkistunnar og áhuga á að hýsa
starfsemi hennar  í Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni. Bréfið kynnt.

3.  Erindi frá menningarmálanefnd Bláskógabyggðar.
Bréf barst frá Skúla Sæland,formanni menningarmálanefndar . Er  atvinnu – og
ferðamálanefnd boðið að taka þátt í uppbyggingu lista á vegum Bláskógabyggðar yfir aðila
sem vinna að menningu innan sveitarfélagsins.
Erindið var tekið fyrir og lýsum við ánægju okkar með það viðamikla starf sem
menningarmálanefnd ræðst í til að skrá, varðveita og veita almenningi aðgang að
upplýsingum um þá aðila sem sinna menningarframboði innan sveitarfélagsins.
Hvetjum við menningarmálanefnd til að kynna sér upplýsingar sem við höfum tekið saman
um atvinnu- og ferðamálaaðila úr þjónustudagatali 2012.

4.  Kynning á lóðaframboði.
Í ljósi þess að svo virðist vera að fjárfestar séu að leita að fjárfestingatækifærum skorum við á
sveitarstjórn Bláskógabyggðar að blása nú til sóknar við kynningu á lóðum fyrir
atvinnustarfsemi og þjónustu í sveitarfélaginu.  Þó svo að upplýsingar um lausar
byggingalóðir í sveitarfélaginu séu nú til staðar á heimasíðunni  teljjum við að æskilegt sé að
haga kynningu þeirra einnig á eftirtektarverðari hátt til að draga athygli fjárfesta að svæðinu.

5.  Önnur mál.
Vill nefndin vekja athygli á að nú styttist í aldarafmæli Ármann Kr. Einarssonar rithöfundar frá
Neðradal í Biskupstungum og leggur hún til að þessa merka manns  verði minnst með
einhverjum hætti á þeim tímamótum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Sigurlaug Angantýsdóttir