Fundur 17 mars 2010

Fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
þann 17. mars 2010, í Fjallasal, Aratungu kl. 15:00

Mætt:  Júlíana Tyrfingsdóttir, leikskólastjóri, Henríetta Ósk Gunnarsdóttir, Hekla
Hrönn Pálsdóttir, Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra, Sólveig B.
Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri Gullkistunnar, Axel Sæland,  Margeir Ingólfsson og
Drífa Kristjánsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Leikskólahluti fundarins:
Margeir setti fundinn og bauð Ragnhildi, fulltrúa foreldra, velkomna á fundinn en
þetta var hennar fyrsti fundur.  Margeir minnti á trúnaðarskyldu þeirra sem fundinn
sitja.

1. Starfið  frá síðasta fundi og fram á vor, Álfaborg.
Júlíana segir frá stefnu leikskólans og segir frá starfi síðustu viku.  Fóru í Rauðhól,
útileikskóla, þar sem börnin eru í heila viku í senn úti.  Leikskólastarfsmenn kynntu
starf Rauðhóls (útiskóla) á starfsmannafundi, og áhugi er á að tileinka sér meira
útistarf.  Foreldrafundir eru í næstu viku.  Framundan er sýning og útskrift elstu barna
og utanlandsferð starfsmanna.  Þrjú ný börn eru komin í leikskólann, en hann er alveg
sneisafullur miðað við fjölda starfsmanna og ekki hægt að þjónusta fleiri í bili.  Tekið
verður á móti nýjum börnum næstkomandi júní ef pláss losna. Júlíana fór einnig yfir
fjölda barna í hverjum árgangi.  Fimm ára börnin verða fá á næsta ári.

2. Starfið frá síðasta fundi og fram á vor, Gullkista.
Sólveig segir að fjögur pláss séu laus fyrir ný börn.  Eldri deildin verður mjög
fjölmenn á næsta ári, alls 20 börn og a.m.k. 6 í yngri árganginum.  Fimm ára börnin
eru farin að æfa sig að borða með grunnskólabörnunum, það er undirbúningur fyrir
þau áður en þau hefja skólagöngu næsta haust.  Starfsmannabreytingar verða engar
næsta vetur í leikskólanum.  Starfsfólk hefur þróað útidaga hjá sér á hverjum
miðvikudegi í Dvergheima.  Útidagarnir auka dugnað barnanna í að klæða sig og að
ganga.  Sólveig frá og sýnir fréttabréf Gullkistunnar, sem er einnig á netinu.
Deildarmat og foreldramat er framundan, starfsmannaviðtöl og foreldraviðtöl einnig.
Leikskólinn mun halda sýningu í versluninni á Laugarvatni á næstu dögum.
Danmerkurferð starfsmanna verður þann 21. apríl n.k.  Starfsfólk á Laugavatni ætlar
að taka á móti leikskólakennurum af Suðurlandi þann 29. apríl n.k.  Umræða um
hlutfall barna nemenda H Í og Laugavatnsíbúa, en börn nýnema eru oft ekki skráð fyrr
en skólinn hefst að hausti.

3. Bréf Júlíönu Tyrfingsdóttur dags. 4. mars 2010.
Margeir kynnir bréf frá Júlíönu þar sem hún óskar eftir launalausu námsleyfi frá 1.
ágúst n.k. til 1. ágúst 2011 eða í eitt ár til að ljúka mastersnámi sínu í Háskólanum á
Akureyri í stjórnun menntastofnana.  Fræðslunefnd styður ósk Júlíönu og leggur til að
henni verði veitt leyfið.

4. Önnur mál.
a)      Sólveig benti á að skólareglur vanti inná netið og einnig gjaldskrá
leikskólanna.   b)      Sólveig ræddi einnig um reglur þegar starfsfólk er veikt.  Rætt um
endurskoðun leikskólaregna sem teknar verði fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
c)      Sólveig talaði einnig um lóð leikskólans (Gullkistunnar) og að það það þurfi
að flytja sandkassann.  Fyrir liggur ákvörðun sveitarstjórnar um að það verður
gert.  Sólveig lýsti ánægju sinni yfir að sandkassinn verði fluttur og að hann
fái „framtíðarheimili“.
d)     Júlíana benti á að gott væri að leikskólanir fái að vera með skólastefnuvinnu.
Nefndarmenn taka vel í þá hugmynd.
e)      Rætt um mat á skólastarfi. Júlíana sagði á að eftirfylgni ráðuneytisins sé lítil
varðandi mat á skólastarfi og þannig sé gildi matsins minna en það gæti verið.

Grunnskólahluti , fundur hófst kl. 16:40.
Fulltrúar leikskólanna fóru af fundi.  Á fundinn komu:  Sigmar Ólafsson, Bryndís Á.
Böðvarsdóttir, fulltrúi foreldra og Lára Hreinsdóttir, fulltrúi kennara.

1. Starfið frá síðasta fundi og fram á vor.
Sigmar segir það hafa einkennt veturinn að tiltölulega mikill stöðugleiki hafi verið í
mannahaldi.
Hann kynnti sjálfmatið og umbótaferil sem fylgdi.  Skólinn var teknir út af
Menntamálaráðuneytinu, sem fór gegnum sjálfsmatsskýrsluna og lagði blessun sína
yfir það að flestu leyti.
Starfsfólk skólans var skipt í vinnuhópa í byrjun árs, til að hefja endurskoðun á
skólanámsskránni.  Áætlað er að hóparnir skili af sér  þann 6. apríl n.k.
Skólaráð hefur verið stofnað formlega.  Fyrir liggur að haldinn verður fundur um
skóladagatalið fljótlega í skólaráði.  Sigmar kynnti hverjir eru kjörnir fulltrúar í
skólaráði og tæpir aðeins á hlutverki þess.
Mannabreytingar urðu um áramótin í skólanum.  Skólabílstjórinn, Bjarni Sveinsson
hætti og Bryndís Malmo tók við.  Magnea Ólafsdóttir lét af störfum um ármót og tók
Guðbjörg Þóra Jónsdóttir við starfi hennar sem umsjónarkennari 9. bekkjar í
Reykholti.
Á sumardaginn fyrsta er fyrirhugað að halda söngskemmtun í Skálholtsdómkirkju og
mun Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari, bera hita og þunga af undirbúningi
skemmtunarinnar.

2. Skóladagatal 2010-2011.
Sigmar kynnti skóladagatalið.  Það hefur verið samþykkt af kennurum.  Fræðslunefnd
samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

3. Skólastefna Bláskógabyggðar.
Fræðslunefnd samþykkir eftirfarandi bókun.  Fræðslunefnd var farin af stað með
vinnu við gerð skólastefnu fyrir Bláskógabyggð en í kjölfar mannabreytinga í
nefndinni hefur sú vinna legið niðri.  Í ljósi þess að ný fræðslunefnd verður kosin
innan fárra mánaða vísar fræðslunefnd vinnu við gerð skólastefnu til nýrrar nefndar
og hvetur hana til að hefja vinnuna sem fyrst þannig að skólastefna fyrir
Bláskógabyggð liggi fyrir og verði samþykkt árið 2011.

4. Fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum vegna skólagöngu barna í
tímabundnu fóstri. Fjallað var um fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum vegna skólagöngu barna
í tímabundnu fóstri og bókun Skólaskrifstofu Suðurlands um það efni frá 15. febrúar
2010.
Fræðslunefnd tekur undir bókun Skólaskrifstofunnar og leggur sérstaka áherslu á að
nái sú breyting fram að ganga að viðtökusveitarfélög fósturbarna beri allan kostnað af
skólagögnu þeirra sé um verulega íþyngjandi ákvæði að ræða fyrir mörg
dreifbýlissveitarfélög.  Einnig bendir fræðslunefnd á að breytingin fer gegn þeirri
meginreglu að sveitarfélögum er ekki skylt að veita íbúum annarra sveitarfélaga
þjónustu að kostnaðarlausu.  Fræðslunefnd bendir einnig á að mikilvægi þess að við
ráðstöfun barns í fóstur verið hagsmunir þess ætíð hafðir að leiðarljósi, þ.e. að
viðtökusveitarfélagið geti veitt því þá þjónustu sem barnið þarf á að halda.  Eins
bendir fræðslunefnd á að ekki má gleyma réttindum þeirra barna sem fyrir eru í
skólanum til að fá kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi, sbr. 13. gr
grunnskólalaga.

5. Önnur mál.
Skólaskrifstofa Suðurlands og Sass hafa boðað til kynningarfundar um heildarmat
skóla þann 26. mars n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:30

Drifa Kristjánsdóttir, sign.