Fundur 23. mars 2011

Fundur atvinnu og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu 23. mars 2011 l
17.00.

Mætt voru:
Inga Þyri Kjartansdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Jóel Fr. Jónsson og Drífa Kristjánsdóttir.

1.  Drífa svaraði spurningum nefndarmanna frá síðasta fundi varðandi hlutverk
sveitastjórnar í atvinnuuppbyggingu.
2.  Rætt var um væntanlegt deiliskipulag á svæðinu frá Biskupstungnabraut upp að
Miðholti og uppbyggingu hluta þess svæðis fyrir gistingu og ferðaþjónustu.
3.  Kynnt var hugmynd Sigurjóns Sæland um að nefndin standi að dagatali sem dreift
yrði til sumarhúsa í Bláskógabyggð þar sem auglýst yrði þjónusta af ýmsu tagi sem
stendur fólki til boða.     Ákveðið að koma þessu í framkvæmd sem fyrst en
auglýsingum frá þjónustuaðilum væri ætlað að standa undir kostnaði við gerð og
dreifingu dagatalsins.
4.  Rætt var um þorpshátíðir en Laugarás hefur haldið sínar hátíðir fyrir sig og gerir það
áfram, Laugarvatn mun halda hátíð þegar Fontana gufubaðið verður opnað.
Í Reykholti hefur verið talað um að halda Reykholtshátíð 18 júní en það er ekki
endanlega staðfest.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.50.