Fundur 24.7.2014

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar
Fundur nr. 1
Haldinn á stofu íslenskra fræða á bókasafni Menntaskólans að Laugarvatni.
Dags: 24.7.2014

Mættir: Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Pálmi Hilmarsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Elísabet
Björney Lárusdóttir, Eyrún Stefánsdóttir, Ragnhildur Sævarsdóttir.
Sigríður setti fund og bauð alla velkomna. Nefndi strax í upphafi að gott hefði verið að allir
nefndarmenn sáu sér fært að koma, líka varamenn. Skipaði Pálma ritara fundarins.
Því næst bað hún um hugarefni fundarmanna varðandi það hvað við ættum helst að beina
sjónum að á kjörtímabilinu.
Elísabet Björney sagðist vera tilbúin að aðstoða við umhverfisvottanir og sjálfbærni en hún er
með mikla menntun að baki sem mun klárlega nýtast okkur vel.
Sigríður fór yfir störf fyrri ára og hvað við hefðum helst reynt að beina kröftum okkar að.
Ruslaflokkanir, Kerfillinn, umhverfisverðlaun ofl.
Þessi fundur er settur núna meðal annars vegna þess að við þurfum að fara að taka ákvörðun
um einmitt umhverfisverðlaunin.
Sigríður las síðan áskorunarbréf varðandi skógarkerfilinn sem Herdís fyrrverandi formaður
umhverfisnefndar setti saman og sendi sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Það er talsvert ítarlegt
og kemur þar vel fram hve mikil skaðræðisplanta hann er og væri afleitt ef hann næði að
breiða úr sér hér á stórum svæðum.
Kolbeinn og Eyrún sögðu að þetta hefði einmitt verið rætt á fundi sveitarstjórnar. Ekki hefði
verið tekin ákvörðun um stórtækar aðgerðir en til að byrja með lagt til að kortleggja hvar hann
liggur helst til að átta sig betur á umfangi verkefnisins. Kerfillinn var talsvert ræddur á
fundinum og voru fundarmenn sammála um að full ástæða væri til að draga ekki aðgerðir.
Til að byrja með þarf umhverfisnefnd að skrifa annað bréf til sveitarstjórnar, þrýsta enn frekar
á að kortlagt verði hve mikið umfang hans er svo hægt sé að gera sér grein fyrir kostnaðinum.
Fá síðan tilboð í verkið frá til þess bærum aðilum og vona að það beri árangur á næstu árum.
Eyrún lagði til að við myndum gera aðgerðaáætlun sem yrði tilbúin í janúar.
Umhverfisverðlaun. Sigríður fór yfir sögu þeirra hjá okkur. Veitt voru verðlaun fyrir
heimilisgarða, býli, iðnaðarlóðir ofl. Spurning hvort við höldum sama fyrirkomulagi eða
förum aðra leið. Að lokum varð að niðurstöðu að veita fern verðlaun þetta árið, fyrir
snyrtilegasta lögbýlið, snyrtilegasta heimilisgarðinn, og snyrtilegasta fyrirtækið. Auk þess
mun nefndin veita ein hvatningarverðlaun sem allir fundarmenn voru sammála um. Talsverð
umræða varð um framkvæmdina á valinu, á endanum ákveðið að óska eftir tilnefningum í
dreifibréfi sem sent yrði heim á öll heimili í Bláskógabyggð við fyrsta tækifæri svo hægt verði
að afhenda verðlaun á hátíðinni tvær úr tungunum í Reykholti þann 16. ágúst.
Umhverfisþing. Síðasta nefnd var byrjuð að ræða að halda þing af þessu tagi en tókst ekki að
klára framkvæmdina. Öllum leist vel á að stefna að þessu og drífa í þessu nú í vetur, helst
fyrir áramót. Ákveðið að ræða þetta betur á öðrum fundi sem fyrst og fá á hann Valgerði
Sævarsdóttur sem sá að miklu leyti um skipulagningu skólaþings á sínum tíma.
Talsvert rætt um flokkun sorps almennt, einkum moltugerð. Afleitt að sveitarfélagið þurfi að
keyra jarðvegsúrgang til Reykjavíkur. Rætt um það sem síðasta nefnd var byrjuð að ræða,
bjóða upp á holur í garða fyrir moltu.
Sigríður spurði að lokum hvort eitthvað væri sem lægi á mönnum. Kolbeinn nefndi að
áríðandi væri að allir stæðu saman um að hugsa um ferðamanninn, við tækjum vel á móti
þeim og hugsuðum öll um að upplifun þeirra yrði góð af heimsókn til okkar.
Næsti fundur er boðaður 22.9. í Hrosshaga.
Fundi slitið kl. 22.20.
Pálmi Hilmarsson.