Fundur 24. janúar 2012

Fundur í atvinnu- og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar haldinn í Bjarkarhóli 24. Janúar 2012.
Mætt voru: Inga þyrí Kjartansdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Sigurjón Sæland og Sigurlaug
Angantýsdóttir sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1.  Dagsetningar funda fram á sumar.
Samþykkt var að halda fundi nefndarinnar fyrsta þiðjudag í hverjum mánuði. Næsti fundur
verður  7. febrúar n.k.

2.  Uppgjör vegna þjónustudagatals 2011.
Farið var yfir stöðu mála varðandi útgáfu þjónustudagatals 2011. Rúm 90 % þeirra sem
auglýstu í dagatalinu hafa nú þegar greitt auglýsingarnar og eru það ágætar heimtur.
Greinilegt er að útgáfa og framkvæmd  dagatalsins gekk mjög vel og bæði eru auglýsendur og
njótendur þjónustu yfirleitt mjög ánægðir með það. Hrein inneign á reikningi eru nú
kr. 66.224.- auk þess sem nokkrir eiga eftir að greiða reikninga.

3.  Þjónustudagatal 2012.
Rætt var um fyrirkomulag skipulags  á þjónustudagatali  2012. Mun Rúnar Gunnarsson á
Efri –Reykjum sjá um uppsetningu þess  eins og áður. Nokkrir aðilar sem eru með rekstur
og/eða bjóða fram þjónustu hafa haft samband og óskað eftir að vera með og á fundinum var
ákveðið að auglýsa í Bláskógafréttum eftir þeim sem vilja auglýsa þjónustu  eða einhverja
atburði í dagatalinu.
Vilji er hjá björgunarsveitinni að dreifa dagatalinu líkt og hún gerði í fyrra.

4.  Atvinnumálaráðstefna.
Rætt var um að hafa atvinnumálaráðstefnu hér í sveitarfélaginu í haust. Verður nánar fjallað
um  hugmyndir að fyrirkomulagi ráðstefnunnar á næstu fundum.

5.  Önnur mál.
Atvinnu- og ferðamálanefnd skorar á sveitarstórn að hafa forgöngu um að halda
Bláskógahátíð árlega.  Hátíðir sem haldnar voru í Biskupstungum 2011, þ.e. afmælishátíð
Aratungu  og Reykholtshátíð, þóttu báðar takast það vel að æskilegt er að halda áfram á
sömu braut, íbúum sveitrafélagsins og gestum til yndisauka og skemmtunar.
(Þar sem vagga garðyrkjunnar er í  Bláskógabyggð kom sú hugmynd upp að halda
grænmetishátíð í ágúst þar áherslan yrði á hollustu og gestum yrði boðið upp á alls kyns
grænmetisrétti  víða um sveitarfélagið).

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Sigurlaug Angantýsdóttir