Fundur 28. mars 2007
Fundargerð 28.mars 2007
Fundarmenn: Sigurður St., Sigrún, Hjördís. Sigga Jóna og Snæbjörn boðuðu forföll.
Gestur fundarins var Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Staðardagsskrárskrifstofu í Borgarnesi.
Þetta gerðist:
- Erindisbréf
Nefndarmenn skrifuðu undir erindisbréf umhverfisnefndar
- Frestun verkefna vegna niðurskurðar fjárhagsáætlunar
Fjárhagsáætlun nefndarinnar nam 750.000 kr en endanleg afgreiðsla sveitarstjórnar hljóðaði uppá rúmar 300.000 kr.
- Vistvernd í verki
Samþykkt var tillaga formanns um að nýta fjárveitinguna til að leggja megináherslu áfram á Vistvernd í verki, reyna að ná til sem flestra í dreifbýlinu og kanna frekar kosti um loftfirrða jarðgerð með gerð Péturshola og kostnaðarþátttöku heimila.
- Fegurri sveitir
Leggja á ís áform um formlega úttekt í anda verkefnisins Fegurri sveitir í Tungum og Þingvallasveit. Senda í þess stað öllum sveitaheimilum e-mail með tékklista/spurningalista um ástand umhverfis og áhuga á þátttöku í Vistvernd í verki.
- Umhverfisáætlun
Sjálfhætt er við aðkeypta aðstoð við að skrá skipulega og afla gagna um núverandi stöðu þeirra málaflokka sem verða til skoðunar við gerð umhverfisáætlunar í anda Staðardagsskrár 21.Nefndarmenn verða sjálfir að vinna þá grunnvinnu og halda utanum gögnin.
- Breinstorming um umhverfisstefnu
Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Staðardagskrárskrifsofu í Borgarnesi kynnti verklag við gerð umhverfis- og velferðaráætlana sem hún hefur aðstoðað fámenn sveitarfélög við að undirbúa. Hún lagði fram til kynningar áætlanir frá fimm sveitarfélögum og lista yfir þá 10-15 málaflokka sem þar höfðu verið valdir til umfjöllunar.. Frumdrög að vinnuramma fyrir stefnumótun í umhverfismálum 2006-2010 sem formaður hafði tekið saman og lagt fyrst fram til kynningar á fundi nefndarinnar 8. mars 2006 og aftur endurskoðuð 28.mars voru nú tekin til skipulegrar skoðunar og umræðu. Fundarmenn skiptust á skoðunum um hvaða flokkar væru mikilvægastir fyrir Bláskógabyggð og sitt sýndist hverjum einsog vera ber á hugarflugsfundi. Fundarmenn urðu sammála um eftirfarandi vinnulag:
- Ákveða málaflokka
Ragnhildur mælti með því að þeir yrðu ekki fleiri en 10-12. Hver og einn fer yfir drögin í sínum ranni og menn kasta hugmyndum og tillögum á milli sín í e-mail. Fyrir næsta fund verður formaður búinn að pússla þeim saman og þá verður tekin ákvörðun um hvaða málaflokkar verða fyrir valinu.
- Samráð við aðrar nefndir og félagasamtök
Þegar ramminn um málaflokka liggur fyrir verður leitað eftir nánari upplýsingum um stöðu mála í hverjum flokki til að greina ástandið eins og það er í dag og skrá það skipulega. Þá verður einnig leitað eftir hvaða framtíðarsýn menn hafa í umhverfismálum, bæði í daglega lífinu sem hver og einn þekkir á eigin skinni hvort sem er í dreifbýlinu eða þéttbýliskjörnunum sem og í hinum stærri málum. Þar má nefna mál eins og sorphirðu, ástand á gámasvæðum og lausagöngu búfjár sem er hluti af okkar daglega veruleika og framtíðasýn um þróun ferðaþjónustu svo nokkur dæmi séu nefnd.
- Fundur í nefndinni um drög 4 að umhverfisstefnu ( um miðjan maí?)
Þá verða væntanlega komin svör við spurninga- og gátlistum og hægt að leggja línur um aðgerðaáætlun
- Leiðarþing í lok maí: almennur kynningarfundur um umhverfisáætlun
- Tillögur að umhverfisáætlun send til sveitarstjórnar í haustbyrjun
- Önnur mál
Rætt um að hafa hreinsunardaga með skemmtilegum uppákomum í byrjun sumars. Þá væri góður tími til að tilkynna á hvaða sviði umhverfisverðlaunin fyrir árið 2007 eiga að vera. Nefndar menn íhugi málin til næsta fundar.
Bráðbirgðadagsetning fyrir hreinsunardag á Laugarvatni er 25.maí. Allir sammála um að stefna líka að svipuðum uppákomum í Laugarási og Reykholti.
Ragnhildi var þökkuð dýrmæt og einstaklega hvetjandi aðstoð og ráðleggingar um vinnubrögð við gerð umhverfisáætlunar sem kemur til með að spara nefndinni tíma og gerir þá vinnu skilvirkari. Hún er reiðubúin að koma aftur á vinnufund þegar vekinu hefur þokað lengra áleiðis.
Laugarvatni 28.mars 2007
Sigurður St. Helgason
Fundarboð 28.mars 2007-04-10
Nú boða ég til formlegs fundar í umhverfisnefnd fimmtudaginn 28.mars kl. 16 heima hjá mér í Háholti 10C. Áður en við byrjum á breinstorming eru nokkur mál sem við þurfum að afgreiða
- Skrifa undir erindisbréf umhverfisnefndar sem voru kynnt á fundinum 8.mars
- Frestun verkefna í ljósi þess að fjárhagsáætlun umhverfisnefndar var skorin niður úr 750.000 kr í rúmar 300.000 kr
Tillaga formanns:
- Vistvernd í verki
Halda áfram að hafa Vistvernd í verki í algerum forgangi og nota megnið af fjárveitingunni í það. Bjóða þátttakendum í nýjum visthópum uppá tvo kosti við
heimajarðgerð: moltutunnu eða Pétursholu, sveitarfélagið greiði 5.000 kr með þeirri lausn sem fólk velur en afganginn verða heimilin sjálf að greiða. Heildarkostnaður við moltutunnu er um 15.000 kr en 12.000 kr við Pétursholur. Þetta myndi skapa svigrúm fyrir níu nýja visthópa í ár í stað þriggja ef kostnaður væri greiddur að fullu.
- Fegurri sveitir
Hætta við að ráða mann til að gera umhverfisúttekt í Tungum og Þingvallasveit, senda í staðinn tékklista um ástandið til allra heimila með upplýsingum í Vistvernd í verki og skipta með okkur verkum að tala persónulega við fólkið til að hvetja það til þátttöku í verkefninu.
- Umhverfisáætlun í anda Staðardagsskrár 21, Málaflokkar
Umhverfisnefndin verður sjálf að velja þá málaflokka sem verða til skoðunar í verklagsrammanum, afla gagna um núverandi stöðu þeirra og skrá skipulega því
ekki eru til peningar til að ráða mann til þeirrar vinnu. Afraksturinn munum við væntanlega fyrir næsta haust setja fram sem tillögur til sveitarstjórnar sem Drög
að Umhverfisáætlun Bláskógabyggðar 2007-2010.
- Breinstorming
Velja málaflokka í verklagsrammann fyrir umhverfisáætlunina og velta upp öllum þeim málum, smáum og stórum sem okkur finnst að eigi þar heima. Ragnhildur Helga Jónsdóttir frá Staðardagsskrárskrifstofunni í Borgarnesi verður með okkur á fundinum og ræður okkur heilt um vinnuaðferðir og forgangsröðun. Gott væri ef þið gætum sent mér innlegg frá ykkur í hugmyndabankann fyrir fundinn. ég sendi ykkur í viðhengi það sem ég er búinn að setja saman og við getum rætt á fundinum
Hlakka til að sjá ykkur sem flest, betur sjá augu en auga.
Sigurður St.
Hlakka til að sjá ykkur
Fylgiskjal 3: Drög 3 að umhverfisstefnu 19.mars 2007
Málaflokkar
Hvar erum við sterk – hvar erum við veik fyrir?
Úrgangsmál
Almennt: Megináhersla á Vistvernd í verki
- Almenn markmið um jarðgerð á lífrænum úrgangi til að minnka urðunarkostnað
- Ljúka við tilraun um miðlæga moltugerð við Náttúrustofu haustið 2007
- Heimajarðgerð komin 2010 hjá 50% íbúa dreifbýlis gegnum Vistvernd í verki
- Aðstoð við skóla og leikskóla við þátttöku í Grænfánaverkefninu
- Öflug kynning á hvers konar flokkun úrgangs, plast, flöskur, pappír etc
- Afmá sóðastimpilinn sem kominn er á gámasvæðið á Laugarvatni með tafarlausum úrbótum þar
Úrgangur frá heimilum
Úrgangur frá sumarheimilum
Úrgangur frá skólum og stofnunum
Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi
Úrgangur frá bændum
Hafa samband við bændur og hvetja þá til flokkunar á úrgangi, kynna leiðir til endurnýtingar og jarðgerðar á lífrænum úrgangi.
Kúabændur og Sauðfjárbændur
Kynna möguleika á jarðgerð matarúrgangs frá heimilum í haughúsi
Garðyrkjubændur
Fiskibændur
Úrgangur frá matsölustöðum og ferðaþjónustu
Úrgangur frá öðrum fyrirtækjum: iðnaðar- og þjónustufyrirtæki
Fyrirtæki: hafa samband við öll stærri fyrirtæki og stofnanir og fá þau til að flokka úrgang og endurnýta
Veitumál
Hafa samband við veitustjórn
Vatnsveitur
Dreifbýlið: ????
Laugarvatn: Endurnýja vatnsból og lagnir til að fullnægja þörfum vaxandi byggðar
Reykholt:???
Laugarás:???
Þingvallasveit:????
Fráveitur
Dreifbýlið: Ljúka áætlun um ástand og endbætur á rotþróm og seyrunýtingu
Ljúka frágangi við afrennsli loftunarturns fyrir skólpveituna á Laugarvatni
Reykholt:?????
Laugarás:???
Þingvallasveit:????
Hitaveitur
Upplýsingaveitur
Háhraðatenging alls staðar
Orkumál
Almennt:???
Skipulagsmál
Hafa samband við skipulagsnefnd
Gera ráð fyrir heimajarðgerð í öllum nýjum byggingum
Náttúruvernd
Almennt: kynna betur þau svæði sem þegar eru á náttúruverndar- og náttúruminjaskrá
Merkja gönguleið kringum Laugarvatn og setja upp skilti um lífríkið þar
Menningarminjar
Laugarvatn: Endurbæta umgjörð Vígðulaugar í samvinnu við ríkið;hugmyndasamkeppni?
Almennt: kynna betur menningarminjar í sveitarfélaginu
Fegrun umhverfis
Laugarvatn – vatnið, ströndin og umgengni
- Bann við vélknúnum farartækjum á vatninu á Laugarvatni
- Göngustígar meðfram allri strönd Laugarvatns
- Uppfylla skilyrði Bláfánaverkefnisins á Laugarvatni
- Staðsetning bátalægis og bátaleigunnar á Laugarvatni
- Nánasta umhverfi Vígðulaugar. Hvernig viljum við sjá það þróast?
- Kynning á náttúrufari, friðlandinu og menningarsögu Laugarvatns
- Gamla smíðahúsið sem upplýsinga- og ferðamannamiðstöð í námunda við Náttúrustofuna á Laugarvatni
- Lagfæra göngustíga meðfram hveraströndinni og fjarlægja gamlar lagnir
- Ljúka frágangi við hitaveituna hjá Stórahver á Laugarvatni
Laugarvatn – gámasvæði og iðnaðarhverfi
- Vinna með Halldóri Karli að tillögum til úrbóta
Reykholt
Laugarás
Þingvallasveitin
Einstakir staðir sem brenna á öllum
Mengunarmál
Almennt:???
Dreifbýlið:????
Laugarvatn: Staðfesta og auglýsa bann við að nota mótora á báta í Laugarvatni
Reykholt:????
Laugarás:???
Samgöngur
Almennt:???
Gjábakkavegur
Lækkun hámarkshraða í 30km/klst í Laugarási, Reykholti og Laugarvatni
Bann við lausagöngu bíla við leikskólana
Takmarka lausagöngu búfjár
Félagsmál
– hafa samband við fræðslunefnd, menningarmálanefnd og æskulýðsnefnd
– Skógrækt
Almennt efla starfsemi skógræktarfélaganna og hvetja skólana til að taka þátt í skógrækt og landgræðslu sem þátt í umhverfismennt hjá þeim
– Barna- og unglingastarf
– Stefnumótun fyrir vinnuskóla unglinga á sumrin – vinna í þágu umhverfis?
– Stefnumótun fyrir ræktunarstarf hjá yngri börnunum – skólagarðar
– Griðland á Laugaströndinni hjá Náttúrustofu fyrir börnin sem ekki hafa efni á afþreyingu í Gufu ehf: halda áfram að byggja upp Ævintýraland eða Undraland á Laugarvatni með leiktækjum og alls konar skemmtilegheitum sem kostar ekki krónu að fara í
– Sparkvöllur fyrir krakkana í grunnskólanum
– Stuðla að frekari umhverfisvitund með virkri þátttöku í skólagörðum og umhverfisskóla á sumrin.
– Koma upp aðstöðu fyrir unglinga til félagsstarfsemi á veturna. Samvinna við ungmennafélögin.
– Félagsstarf aldraðra: Stuðla að eflingu þess
Innkaupastefna sveitarfélagsins
Almennt: Kaupa skilyrðislaust vitvænar vörur þegar þess er kostur
Grænt bókhald
Umhverfisfræðsla
– virkja íbúa til að taka þátt í umhverfismenntun heimilanna, Vistvernd í verki
– virkja skólana til að taka þátt í virkri umhverfismennt: Grænfáni
– nýta heimasíðuna og héraðsblöð til fræðslu í umhverfismálum
– grunnskólinn og leikskólinn stefni á að fá grænfánann
– kennaraháskólinn stefni á grænfánann
Það er gaman að vera grænn saman
– Umhverfishátíð á Laugarvatni á haustin, afhending umhverfisverðlauna, skemmtun og fræðsla
– Hreinsunar og skemmtidagur á vorin í Reykholti, Laugarási, Þingvöllum og Laugarvatni
– Bláskógablíða í Reykholti í júní
Íbúalýðræði í umhverfismálum
Atvinnumál
Yfirlit um sorpmál í Bláskógabyggð | ||||||||||
Forsendur eru sóttar í Svæðisáætlun 2005-2020 | ||||||||||
Grunntölur frá 2002 | ||||||||||
Mannfjöldi á Suðurlandi: 16.000 íbúar | ||||||||||
Heildarsorpmagn á Suðurlandi: 30.500 tonn | ||||||||||
Sorpmagn á Suðurlandi kg/íbúa: 1.900 kg/íbúa | ||||||||||
Um 40% af heildarsorpmagni kemur frá heimilum, 60% frá fyrirtækjum | ||||||||||
Lífrænn úrgangur er 50% af heild, um 25%matarleifar, 25% pappír ofl. | ||||||||||
Vænlegasta leiðin til að minnka urðunarkostnað er að jarðgera lífrænan úrgang | ||||||||||
Um þriðjungur af lífrænum úrgangi koma frá heimilum, 2/3 frá fyrirtækjum | ||||||||||
100 kg af matarleifum gefa um 20 kg af moltu við jarðgerð | ||||||||||
Sorpkostnaður í Bláskógabyggð 2002 var um 15 miljónir kr, áætlað 17.4 M.kr. 2006 | ||||||||||
Áætlaður kostnaður per íbúa 2006: 17.400 kr/íbúa. | ||||||||||
Samkvæmt úttekt HKH var heildarsorpmagn í Bláskógabyggð um 1.800 tonn árið 2006 | ||||||||||
Það samsvarar um 1.800 kg/íbúa, nokkru minna en meðaltal á Suðurlandi | ||||||||||
Heimilissorp er um 600 kg/íbúa | ||||||||||
Gróflega skiptist það í fjóra nokkuð jafnstóra hluta: | ||||||||||
matarleifar, lífrænn úrgangur; MSÍ, matarsorpígildi: 175 kg/íbúa | ||||||||||
blöð, pappír: 175 kg/íbúa | ||||||||||
umbúðir: 175/ kg/íbúa | ||||||||||
annað: 175 kg/íbúa | ||||||||||
2002 | 2006 | 2009 | 2013 | 2020 | ||||||
íbúar Bláskógabyggð | 868 | 1.000 | 1.100 | 1.300 | 1.700 | |||||
magn úrgangs | tonn | tonn | tonn | tonn | tonn | |||||
áætlað magn BB | 1.650 | 1.800 | 2.000 | 2.300 | 3.000 | |||||
heildarmagn lífrænt | 825 | 900 | 1.000 | 1.150 | 1.500 | |||||
lífrænt frá heimilum | 330 | 360 | 400 | 460 | 600 | |||||
lífrænt frá fyrirtækjum | 495 | 540 | 600 | 690 | 900 | |||||
LÍFRÆNN ÚRGANGUR Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2006 | ||||||||||
Heimilissorp í Bláskógabyggð 2006 | ||||||||||
matarúrg. | pappír ofl | molta | ||||||||
Heimili | íbúar | MSÍ | magn kg | magn kg | magn,kg | heimili | visth. | búnir | ||
Laugarvatn | 144 | 144 | 25.200 | 25.200 | 5.100 | 59 | 8 | 3 | ||
Reykholt | 192 | 192 | 33.600 | 33.600 | 6.800 | 60 | 9 | |||
Laugarás | 92 | 92 | 16.100 | 16.100 | 3.200 | 33 | 5 | |||
Dreifb. Tungur | 530 | 530 | 92.750 | 92.750 | 18.300 | 87 | 16 | |||
Dreifb. Laugard. | 80 | 80 | 14.000 | 14.000 | 2.800 | 22 | 3 | 1 | ||
Dreifbýli Þingv. | 19 | 19 | 3.250 | 3.250 | 600 | 7 | 1 | |||
samt | 1057 | 184.000 | 184.000 | 36.800 | 258 | 42 | ||||
Sorp frá ferðaþjónustu og stofnunum | ||||||||||
Stofnanir á Laugarvatni | 28.350 | 28.350 | ||||||||
Stofnanir í Reykholti | 41.250 | 41.250 | ||||||||
Ferðaþjónusta | 182.000 | 182.000 | ||||||||
MARKMIÐ: JARÐGERA ALLAN MATARÚRGANG, FLOKKA PAPPÍRS OG UMBÚÐAÚRGANG | ||||||||||
Lífrænn úrgangur í Bláskógabyggð | ||||||||||
matarúrg. | pappír ofl | |||||||||
stofnanir Laugarvatn | MSÍ | magn kg | magn kg | |||||||
ML | 20 | 3.500 | 3.500 | |||||||
íþróttahús | 6 | 1.050 | 1.050 | |||||||
grunnskóli | 80 | 14.000 | 14.000 | |||||||
skipulag | 6 | 1.050 | 1.050 | |||||||
samtals | 162 | 28.350 | 28.350 | |||||||
stofnanir Reykholt | ||||||||||
Aratunga | 30 | 2.250 | 2.250 | |||||||
grunnskóli | 120 | 21.000 | 21.000 | |||||||
leikskóli | 30 | 2.250 | 2.250 | |||||||
íþróttahús | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Skálholtssk | 50 | 8.750 | 8.750 | |||||||
heilsugæsla | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Skálholtsbúðir | 20 | 3.500 | 3.500 | |||||||
samtals | 270 | 41.250 | 41.250 | |||||||
ferðaþjónusta | ||||||||||
Bláskógar | 30 | 2.250 | 2.250 | |||||||
Dalsel | 40 | 7.000 | 7.000 | |||||||
íþr.miðst. | 80 | 14.000 | 14.000 | |||||||
Edda HHÍ | 50 | 8.750 | 8.750 | |||||||
Edda ML | 20 | 3.500 | 3.500 | |||||||
Efstidalur | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Lindin | 30 | 2.250 | 2.250 | |||||||
Hásel | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Geysir | 400 | 70.000 | 70.000 | |||||||
Úthlíð | 35 | 6.125 | 6.125 | |||||||
Brattholt | 40 | 7.000 | 7.000 | |||||||
Kjarnholt | 50 | 8.750 | 8.750 | |||||||
Kjaransst. | 25 | 4.375 | 4.375 | |||||||
golfklúbbur | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Klettur | 25 | 4.375 | 4.375 | |||||||
Iðufell | 40 | 7.000 | 7.000 | |||||||
Bjarnabúð | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Gilbrún | 25 | 4.375 | 4.375 | |||||||
Húsið | 25 | 4.375 | 4.375 | |||||||
Setrið | 25 | 4.375 | 4.375 | |||||||
Slakki | 10 | 1.750 | 1.750 | |||||||
Valhöll | 40 | 7.000 | 7.000 | |||||||
samt | 1040 | 182.000 | 182.000 | |||||||