Fundur 3 desember 2012

Fjallskilanefnd Biskupstungna
fundur í Aratungu 3. desember 2012  (kl. 20:30).

Mættir voru:
Eyvindur Magnús Jónasson, formaður, Ólafur Einarsson, Torfastöðum Hallgrímur
Guðfinnsson, Miðhúsum, Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti og Magnús Kristinsson, Austurhlíð
og oddviti Bláskógabyggðar Drífa Kristjánsdóttir.

Oddviti boðaði til fundar með fjallskilanefndinni vegna skipulagsmála í landi Heiðar, nánar
tiltekið á því landi sem réttirnar eru núna að hluta til.  Miðað við tillögur að staðsetningu á
þjónustuhúsi  þá verður húsið þar sem gamla hestagirðingin var.  Veginn verður að leggja í
skóginn fyrir ofan fyrirhugað hús með tilheyrandi raski.
Fjallskilanefnd leggur áherslu á það að aðgengi að réttunum sé tryggt bæði fyrir skepnur og
menn.  Aðgangur sé ekki rýrður miðað við núvernadi aðgengi.

Fundi slitið kl. 21:30

Ólafur Einarsson, sign.
Eyvindur Magnús Jónasson, sign
Hallgrímur Guðfinnsson, sign
Eiríkur Jónsson, sign.
Magnús Kristinsson, sign

Drífa Kristjánsdóttir, sign