Fundur 6. mars 2012

Fundur haldinn í atvinnu og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar
6. mars 2012 kl. 17:00 í Aratungu.

Mættir voru: Jóel Fr. Jónsson, Sigurjón Sæland, Steinnunn Bjarnadóttir, Jens Pétur Jóhannsson,
Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, Þorsteinn Þórarinsson og Inga Þyri Kjartansdóttir.
Eftirfarandi boðuðu forföll Sigurlaug Angantýsdóttir, Jón Harrý Njarðarson og Knútur Ármann.

Dagskrá.

1.  Bæjarhátíðir
Hugmynd rædd um að halda hátíð 9. júní en þá er 10 ára afmæli Bláskógabyggðar. Rætt var um að
gaman væri ef Laugarás, Laugarvatn og etv. fleiri héldu 9. júni hátíðlegan til að fagna afmælinu.

2.  Viðburðir sem eru fyrirhugaðir sumarið 2012 og kom eftirfarandi fram :
a)  Víkingahátíð verður haldin á tjaldstæðinu í Reykholti að venju 27. maí um Hvítasunnuna.
b)  Uppsveitamaraþon : Undirbúningur er hafinn að Uppsveitamaraþoninu en varaoddvitum
Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps var falið undirbúningur þess og var talað um að
seinni hluti ágústmánaðar væri heppilegur tími.
c)  Sumarmarkaður verður að venju hjá Kvenfélagi Biskupstungna fyrsta laugardag í júlí.
d)  Hestaþing Loga verður um verslunarmannahelgina.
e)  Tungnaréttir verða þann 15. september.
f)  Jólamarkaðir Kvenfélaganna verður haldnir fyrsta sunnudag í desember.

Rætt var um að gaman væri að halda hátíðlegan, á hverju ári, daginn sem brúin yfir Hvítá var
opnuð. Ferðamálanefndir beggja vegna brúar sæju um undirbúning.

Ákveðið var að halda sveitahátíð 18. ágúst og að hvetja fólk til að hafa opið hús á  býlum sínum.
Gaman væri að sundstaðirnir væru án gjaldtöku þennan dag. Landeigendur gætu kynntu í Aratungu
lóðir til sölu og verktakar starfsemi sína. Steinunn tók að sér að hefja undirbúning verkefnisins.

Rætt var um þjónustudagatalið sem gefa á út á vormánuðum. Sigurjón Sæland, Jóel Fr. Jónsson og
Inga Þyri Kjartansdóttir hafa haft samband við þá sem voru með í fyrra, ásamt nýjum aðilum í
veitingasölu og gistingu.  Góð þátttaka er í verkefninum og rætt var um að skipta dreifingu
dagatalsins í sumarbústaði, á milli Björgunarsveitanna í Reykholti og á Laugarvatni ef samningar
nást.

Valtýr og Drífa ræddu um verkefni og tilgang Atvinnu og ferðamálanefndar .

Farið var yfir þau atvinnuskapandi verkefni sem eru í farvatninu eru í framtíðinni.

Fleira ekki gert fundi slitið kl 18.00