Fundur 7. febrúar 2012

Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar haldinn 7. Febrúar 2012.
Mætt voru: Inga Þyrí Kjartansdóttir, Sigurjón Sæland, Þorsteinn Þórarinsson og Sigurlaug
Angantýsdóttir sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1.  Fundargerð sveitarstjórnar 2. febrúar, bókun Þ-listans.
Nefndin þakkar Þ-listanum kærlega fyrir ábendinguna og tekur undir með honum að æskilegt
er að gefa sem flestum tækifæri til þessarar fjáröflunar,  sem dreifing þjónustudagatals  2012
vissulega er.

2.  Erlendir sjálfboðaliðar, hugsanleg verkefni.
Nefndinni hefur borist bréf frá Valdísi Gunnarsdóttur verkefnastjóra SEEDS þar sem hún
óskar eftir samstarfsaðilum til að taka á móti sjálfboðaliðum til vinnu við fjölþætt verkefni
á sviði umhverfis-, menningar- eða félagsmála.
Hvetjum við sveitarstjórn Bláskógabyggðar til að kynna sér starfsemi SEEDS og skoða hvort
hún geti nýtt sér starfskrafta samtakanna í einhver verkefni á vegum sveitarfélagins.

3.  9. júní, 10 ára afmæli Bláskógabyggðar.
Vill nefndin beina athygli sveitarstjórnar að því að Bláskógabyggð á 10 ára afmæli þann 9. Júní
næstkomandi. Hefur sveitarstjórnin hug á að halda upp á þetta afmæli ? Ef svo er, væri
möguleiki að tengja þennan  áfanga við hugmyndina um bæjarhátíðir?

4.  Verðlagning auglýsingar í þjónustudagatali 2012.
Ákveðið er að haga verði auglýsinga í þjónustudagatali 2012 þannig að stærri fyrirtæki s.s
hótel, gisti- og veitingahús greiði kr. 15.000.- og önnur fyrirtæki og þjónustuaðilar greiði
kr. 11.000.-

5.  Samræmt atburðadagatal fyrir Bláskógabyggð 2012.
Nefndin hefur áhuga á að sem flestir geti kynnt sér þá atburði sem boðið er upp á í
sveitarfélaginu á árinu og telur nefnin  æskilegt að allar slíkar upplýsingar séu settar fram á
samræmdu atburðadagatali  til fróðleiks og til að auðvelda fólki leit að afþreyingu.
Formaður nefdarinnar mun  kanna hjá Ásborgu Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa,  hvort slíkt
atburðadagatal sé til eða í burðarliðnum.

6.  Önnur mál.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hækkaði RARIK  verðskrá sína á dreifingu og flutningi
raforku þann 1. janúar síðastliðinn. Bitnar hækkunin á allri landsbyggðinni, þó mest á
dreifbýlinu en hækkun þar er  7,5 % og 5% í þéttbýli.
Bláskógabyggð er að mestu leyti dreifbýlissvæði  (þar á meðal Laugarás) og því bitnar  þessi
hækkun þungt á öllum heimilum  og rekstri í sveitarfélaginu.
Í fréttatilkynningu frá RARIK kemur fram að búast megi við frekari hækkunum í dreifbýli
umfram þéttbýli á næstu árum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd skorar á sveitarstjórn að beita áhrifum sínum til að mótmæla
harðlega þessum nýlegu hækkunum á verðskrá RARIK.
Fleira ekki tekið fyrir.                Sigurlaug Angantýsdóttir