Fundur 7. maí 2011

Fundur atvinnu og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, haldinn í Bjarkarhóli 7. maí 2011 kl
11.00.

Mætt voru:
Inga Þyri Kjartansdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Jóel Fr. Jónsson, Sigurjón Sæland, Jens
Pétur Jóhannsson.

1.  Farið var yfir tilboð í prentun þjónustudagatals .
Tilboð bárust frá Odda, Prenstsmiðju Guðjóns Ó og Prentverk Selfoss.
Hagstæðasta tilboðið í A4 stærð prentun 283.000, gormað og plöstun 23 kr pr eintak.

2.  50 aðilar hafa skráð sig fyrir auglýsingu auk Bláskógabyggðar og Gámaþjónustunnar.
3.  Samþykkt var að greiða símareikning Sigurjóns Sæland þar sem hann hefur alfarið
séð um úthringingar til að fá auglýsingar.
4.  Rætt var um nauðsyn þess að vanda dreifingu þjónustudagatalsins og verja það vel
fyrir vatni en það verður hengt á hurðarhúna á sumarbústöðum í Bláskógabyggð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12.00.