Fundur 8. mars 2007
Fundur 8. mars 2007
Umhverfisnefndarfundur haldinn 8. mars 2007 í Grunnskólanum Laugarvatni.
Mættir voru Sigurður, Snæbjörn, Sigríður Jónína, Sigrún og Hjördís. Anna boðaði forföll.
Sigurður fór yfir erindisbréf frá sveitarstjórn um starfsreglur umhverfisnefndar.
Sigurður minnti á að nóg er fyrir ritara að senda fundargerð í tölvupósti en vera með litla skruddu þar sem vitnað er í hvenær fundur er haldinn og að fundargerð er send í pósti.
Sigurður lýsti ánægju sinni með það að hafa hreppsnefndarmann í nefndinni, honum fannst að þannig yrði betri tenging milli nefndarinnar og hreppsnefndar.
Tvö erindi höfðu borist nefndinni.
- Varðaði jarðrask og deilur milli tveggja aðila í Hrauntúni í landi Úthlíðar og Dalsmynni. Þetta mál er leyst og er úr sögunni.
- Frá Hrafni Magnússyni. Erindið var á þá leið að hann vildi að Bláskógabyggð setti upp 5 móttökustaði fyrir trjágreinar og girti þetta svæði. Þar gæti fólk hent greinum og trjám sem hann tæki að sér fyrir hreppinn að kurla, væntanlega fyrir eitthvað gjald og hreppurinn ætti svo kurlið. Hreppurinn átti að standa straum af girðingu og auglýsingu á þessari framkvæmd. Ágóðinn af verkinu væri þá minna rusl og afraksturinn kurl.
Fundarmönnum fannst ekki koma til greina að gera fleiri móttökustöðvar og var erindi hans hafnað.
Sigurður sagði frá því að hægt væri að fá verktaka frá skógræktinni til að kurla og koma á staðinn ef fólk eða fyrirtæki vildu það. Sigrún nefndi að hreppurinn ætti hlut í kurlara með fleiri hreppum og Sorpstöð Suðurlands.
Nokkur umræða varð um verktaka sem safna drasli í kringum sig og hvort eitthvað væri til ráða. Ekki kom niðurstaða í málið.
Sigrún sagði frá fundi sem hún fór á vegum Umhverfistofnunnar og ætluð er fyrir fólk í umhverfisnefndum.
Fundarmenn minntu á að góðir fundir og erindi væru öðru hvoru á Sólheimum um umhverfismál.
Hjördís var ósátt við að Sigrún hafi ekki verið boðuð á fund sveitarstjóra 8. febrúar þar sem hluti umhverfisnefndar var mættur. Sigurður sagði að hann hafi einungis verið að segja frá niðurstöðu fundar nefndarinnar þá um haustið. Snæbjörn sagði að reynt hefði verið að ná í Sigrúnu en ekki hefði náðst í hana. Hjördís sagði að ekki ætti að kalla á hluta nefndarinnar og ef nefndarmaður gæti ekki mætt ætti að kalla á varamann.
Sigurður sagði frá niðurstöðu fundar við Valtý og þar hafi verið frestað að jarðgera lífrænt sorp fyrir Laugarvatn og fyrirtæki þar. Þannig gæti fyrirtækjum verið mismunað, sum þyrftu að greiða fyrir sorpurðun en önnur fengju hjálp frá sveitinni við að jarðgera sitt rusl. Ný stefna hjá sveitinni er að fyrirtæki greiði sjálf fyrir sína sorplosun. Ef aftur á móti fyrirtæki eru tilbúin að gera eitthvað í sínum sorpmálum þá gæti hreppurinn og nefndin verið leiðbeinandi aðili um hvað hægt væri að gera.
Sigurður ætlar að gera sjálfur tilraun að jarðgera lífrænt sorp í tengslum við skólann.
Hjördís sagði frá því að blaðagámar væru 7 í sveitinni en aðalega væru 3 í einhverri verulegri notkun.
Hjördís lýsti skoðun sinni á því að ruslið væri sótt heim í hús á Laugarvatni. Hún sagðist ekki vilja þessa þjónustu, sagðist sjálf eiga leið á gámasvæðið og gæti tekið þetta litla rusl sem yrði eftir að lokinni flokkun. Nokkrar umræður voru um hvernig hægt væri að nýta sorpið heima og hvað menn gerðu heima hjá sér til að minnka það sem annars færi í urðun.
Sigurður sagði frá því að Halldór, starfsmaður hreppsins hafi tekið út ruslamál í sveitinni og skoðað hverju fólk væri að henda og hvernig nýting á gámum væri í raun.
Sigurður sagði frá því að 3 hópar væru að byrja á “Vistvernd í verki”. Þá var kvótinn sem sveitarsjóður áætlaði í tunnur fyrir hópana búinn. Sigga Jóna var líka komin af stað að kynna þetta verkefni og einnhverjir á hennar vegum vildu endilega byrja en þá vantar peninga fyrir tunnum.
Ummræða varð um það hvort fólk ætti að borga helminginn í tunnunum og að ekki þyrftu allir tunnur, sumir gætu notað haughúsið eða gert holur í jörðina með röri og loki yfir.
Sigríður J. var tilbúin að skrifa um umhverfismál í hreppsblöðin og koma með góð ráð um hvernig minnka mætti sorp og gera fólk meðvitað um hve mikill kostnaður er af urðun.
Snæbjörn ræddi um að bændur yrðu að skila frá sér rúlluplastinu, í því felast tekjur þar sem greitt væri skilagjald af því og það væri endurnýtt.
Loks var tekin ákvörðun um að fljótlega yrði boðað til næsta fundar og þá hafður hugstormur og einnig að Sigurður myndi að fá einhvern til að tala um Staðardagskrá 21 á fundi með nefndinni.
Fundi slitið
Fundarritari Sigrún E. Reynisdóttir
Fundarboð umhverfisnefndar 8.mars 2007 kl 16-18 í grunnskólanum á Laugarvatni
Fundarefni
- Hvað hefur gerst frá síðasta fundi – skýrsla formanns og ritara
- Staðfesta erindisbréf umhverfisnefndar
- Umsagnir til sveitarstjórnar um förgun garðaúrgangs og jarðrask við Brekkuá
- Fegurri sveitir – úttekt í Þingvallasveit og Tungum, gátlistar, starfsmaður
- Brainstorming – hvernig viljum við hafa umhverfi okkar í Bláskógabyggð?
Þessi atriði þurfum við að afgreiða á fundinum. Svo gefum við okkur góðan tíma til að láta gamminn geysa um framtíðarsýn okkar í umhverfismálum Bláskógabyggðar
Fundargögn
- Skýrsla formanns
Sorpmál
Byggðaráð óskaði eftir því við umhverfisnefnd að hún legði kostnaðarmat á tillögur sínar til sveitarstjórnar frá 12.október um tilraun á Laugarvatni um miðlæga moltugerð og flokkunargám við skólana þar. Snæbjörn og Sigurður St. mættir frá umhverfisnefnd á fund í Reykholti 8.febrúar með Valtý, Margeiri og Halldóri til að ræða þessi mál.
– SStH kynnir nánar tillögur um tilraun í samvinnu við Gámaþjónustuna með miðlæga moltugerð á Laugarvatni sem umhverfisnefndin samþykkti á fundi sínum að reyna fram á haust til að kanna hvort þetta væri raunhæf leið til að minnka urðunarkostnað sveitarfélagsins. Gámaþjónustan hefur lofað að leggja til moltuker og loftunarbúnað. Aukakostnaður sveitarfélagsins gæti verið ca. 200.000 kr til að hafa kerin undir þaki. Að auki kæmi til ótilgreindur viðbótarkostnaður við að safna saman lífræna úrganginum, tæma hann í kerin og hræra í 1-2svar í mánuði og bæta við kurli eftir þörfum..
– Valtýr, Margeir: Sorphirðumál eru nú í gagngerri endurskoðun. Um áramótin tók gildi ný gjaldskrá sem gerir öllum rekstraraðilum að borga raunverulegan kostnað við förgun úrgangs. Ekki er eðlilegt að hjálpa sumum framleiðendum matarsorps í mötuneytum og ferðaþjónustu til við að losna við eigin úrgang og búa til fyrir þá moltugerðarstöð meðan sumir ferðabændur td eru að leggja sjálfir í kostnað við að jarðgera úrgang. Látum reyna á viðbrögð lögaðila við nýrri gjaldskrá framí september, kannski sjá þeir þá hagkvæmni í að jarðgera eigin úrgang og þá skoðum við málið. Leggjum alla áherslu áfram á heimilin gegnum vistvernd í verki.Stefnum þar á að ná til amk 50% heimila og borgum fyrir þau moltutunnur, aukum áróður og fræðslu. Leggjum tilraunina um miðlæga moltugerð á Laugarvatni á ís.
– à SStH: sáttur við þetta með því fororði að staðan verði endurmetin í haust. Er reiðubúinn að gera sjálfur tilraunina í smáum stíl í moltukofanum við Náttúrustofu með matarsorpi frá grunnskólanum, KHÍ og Lindinni. Þannig fengist reynsla á hvort sjálf moltunaraðferðin er raunhæfur kostur.
– SStH leggur áherslu á mikilvægi þess að ná til stórframleiðenda af matarsorpi eins og matsölustaða og benda þeim á mikilvægi þess að jarðgera matarúrgang. Samkvæmt greinargerð umhverfisnefndar er áætlað magn á matarsorpi frá mötuneytum skóla og matsölustöðum um 268 tonn eða meira en helmingur af öllu matarsorpi í Bláskógabyggð
Summa matarsorpígilda í Bláskógabyggð.
Samkvæmt áætlun umhverfisnefndar um myndun matarsorps (MSÍ, matarsorpígildi) í sveitarfélaginu dreifist það gróflega á eftirfarandi hátt:
Laugarvatn: 530×175 : 93 tonn
Reykholt: 380×175 : 87 tonn
Laugarás: 150×175 : 26 tonn
Dreifbýlið, föst búseta: 600×175 :105 tonn
Dreifbýlið, Geysir: 400×175 : 70 tonn
Dreifbýlið, ferðaþjónusta: 240×175 : 42 tonn
Dreifbýlið, sumarhús: 200×175 : 35 tonn
———————————————————
Samtals í Bláskógabyggð: 458 tonn á ári af lífrænum úrgangi
– Halldór kynnir lauslega magntölur um losun sorps í sveitarfélaginu. Hann bendir á að kostnaður sveitarfélagsins er mikill, jafnvel á þá þætti sem bera úrvinnslugjald einsog pappír og fernur.
Samkvæmt rauntölum HKH er heildarúrgangur sem urðaður er í Bláskógabyggð tæplega 1.000 tonn. Miðað við að lífrænt sorp sé um helmingur af heimilissorpi samsvara áætlanir umhverfisnefndar um lifrænan úrgang vel þeim tölum.
Tafla frá Halldóri: Samanburður á sorpmagni í Bláskógarbyggð 2005 – 2006 | ||||
2006 | 2005 | + / – | ||
Bl. Úrgangur og heimilissorp | 967.475 | 906.910 | 60.565 | |
Biskupstungur | 590.920 | 544.720 | 46.200 | |
Laugardalur | 274.710 | 266.580 | 8.130 | |
Þingvallasveit | 101.845 | 95.610 | 6.235 | |
Garðyrkjuúrgagnur | 320.120 | 275.270 | 44.850 | |
Blandaður grófur úrgangur | 583.010 | 553.510 | 29.500 | |
Blandaður byggignarúrgangur | 295.140 | 187.310 | 107.830 | |
Óskilgreint (ss timbur) | 75.980 | 13.860 | 62.120 | |
Málmar | 363.120 | 341.660 | 21.460 | |
Hjólbarðar | 4.100 | 1.950 | 2.150 | |
Rúlluplast | 25.485 | ? | ||
Dagblöð og tímarit | 25.912 | 21.780 | 4.132 | |
Drykkjarumbúið | 1.703 | 1.400 | 303 |
Fjárhagsáætlun
Umhverfisnefnd hefur sett sér það markmið að finna leiðir til að jarðgera fjórðung af lífrænu heimilissorpi í Bláskógabyggð á þessu kjörtímabili. Við þyrftum því að ná til um 60 fjölskyldna 2007-2010 miðað við að fjórir séu í hverri fjölskyldu að meðaltali. Ef við höldum áfram stuðningi við Vistvernd í verki með því að greiða moltutunnur fyrir fjölskyldur sem taka þátt í verkefninu má reikna með heildarkostnaði á þeim tíma uppá 1.5 milljónir króna.
Fjárhagsáætlun 2007 send til sveitarstjórnar 29.nóvember 2007:
Vistvernd í verki, moltutunnur f.24 heimili ofl, : 480.000 kr
Fegurri sveitir : 220.000 kr
kynning ofl : 50.000 kr
———————-
samt 750.000 kr
- Brainstorming – hvernig viljum við hafa umhverfi okkar í Bláskógabyggð?
Hér að neðan læt ég fylgja lista yfir nokkur mál sem eru sjálfum mér ofarlega í huga og hugsa sem innlegg í umræðu um hugmyndabanka. Þarna blandast saman mikilvæg, stefnumótandi mál fyrir allt sveitarfélagið og ýmislegt sem mér finnst að fara megi betur í mínu nánastu umhverfi í Laugardalnum. Stundum finnst mér gleymast að stóru málin þurfa að ná yfir fjöldannn allan af “smámálum” sem eru þess virði að vera rædd en týnist ekki bara í fallegri stefnuyfirlýsingu Ég efast ekki um að þið bætið í þennan hugmyndabanka fullt af málum frá ykkar hjarta, öllu viljum við að Bláskógabyggð verði ennþá betri. Sex heilar eru helmingi öflugri en þrír.
Stefnumótun í umhverfismálum 2006-2010, frumdrög að vinnuramma
- Vinnulag við mótun umhverfisstefnu: fá Ragnhildi hjá Staðardagskrárskrifstofu á fund umhverfisnefndar í apríl 2007 til undirbúnings vinnu við Staðardagskrá 21
- Leiðarþing bláskógabyggja um áherslur og stefnumótun í umhverfismálum í Bláskógabyggð haustið 2007
- Stefna á að þéttbýliskjarnarnir í Reykholti, Laugarási og Laugarvatni verði orðnir vistvænir 2010
Umhverfið fyrir blessuð börnin
- Stefnumótun fyrir vinnuskóla unglinga á sumrin – vinna í þágu umhverfis?
- Stefnumótun fyrir ræktunarstarf hjá yngri börnunum – skólagarðar
- Griðland á Laugaströndinni hjá Náttúrustofu fyrir börnin sem ekki hafa efni á afþreyingu í Gufu ehf: halda áfram að byggja upp Ævintýraland eða Undraland á Laugarvatni með leiktækjum og alls konar skemmtilegheitum sem kostar ekki krónu að fara í
- Sparkvöllur fyrir krakkana í grunnskólanum
Laugarvatn – vatnið, ströndin og umgengni
- Bann við vélknúnum farartækjum á vatninu á Laugarvatni
- Göngustígar meðfram allri strönd Laugarvatns
- Uppfylla skilyrði Bláfánaverkefnisins á Laugarvatni
- Staðsetning bátalægis og bátaleigunnar á Laugarvatni
- Nánasta umhverfi Vígðulaugar. Hvernig viljum við sjá það þróast?
- Kynning á náttúrufari, friðlandinu og menningarsögu Laugarvatns
- Gamla smíðahúsið sem upplýsinga- og ferðamannamiðstöð í námunda við Náttúrustofuna á Laugarvatni
- Lagfæra göngustíga meðfram hveraströndinni og fjarlægja gamlar lagnir
- Ljúka frágangi við hitaveituna hjá Stórahver á Laugarvatni
Sorpmál
- Almenn markmið um jarðgerð á lífrænum úrgangi til að minnka urðunarkostnað
- Ljúka við tilraun um miðlæga moltugerð við Náttúrustofu haustið 2007
- Heimajarðgerð komin 2010 hjá 50% íbúa dreifbýlis gegnum Vistvernd í verki
- Aðstoð við mötuneyti og veitingahús um jarðgerð lífræns úrgangs
- Aðstoð við skóla og leikskóla við þátttöku í Grænfánaverkefninu
- Ljúka frágangi við afrennsli loftunarturns fyrir skólpveituna á Laugarvatni
- Öflug kynning á hvers konar flokkun úrgangs, plast, flöskur, pappír etc
- Afmá sóðastimpilinn sem kominn er á gámasvæðið á Laugarvatni með tafarlausum úrbótum þar
Umhverfisöryggi
- Lækkun hámarkshraða í 30km/klst í Laugarási, Reykholti og Laugarvatni
- Bann við lausagöngu bíla við leikskólana
- Takmarka lausagöngu búfjár