Fundur samráðshóps um málefni aldraðra

Samráðshópur um málefni aldraðra í Bláskógabygð kom saman til fyrsta fundar föstudaginn 27. janúar sl. Halldór Benjamínsson var kjörinn formaður, Elín Siggeirsdóttir varaformaður og Geirþrúður Sighvatsdóttir ritari. Samráðshópurinn mun funda með sveitarstjórn á vordögum. Hlutverk hópsins er að vera sveitarstjórn og nefndum Bláskógabyggðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem varða íbúa sveitarfélagsins, 67 ára og eldri. Á myndinni eru Geirþrúður Sighvatsdóttir, Fanney Gestsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Elín Siggeirsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir, sem sat fundinn í forföllum Halldórs Benjamínssonar.