Fyrirhuguð hótelbygging í Reykholti

Stök gulrót ehf hefur samið um kaup á hóteleiningu, alls 40 herbergi, sem komið verður fyrir á lóð gistiheimilisins Fagralundar í Reykholti. Fjölgun gistirýma á svæðinu er til þess fallin að styðja við aðra ferðatengda þjónustu og auka möguleika á að ferðamenn eyði lengri tíma í Bláskógabyggð. Stuðningur sveitarfélagsins við verkefnið er fólginn í frestun á innheimtu gjalda sem fylgja byggingu af þessu tagi, eins og reglur um innheimtu og lögveð leyfa. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar samningur um kaup á hóteleiningunni var staðfestur.