Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Reykholti

Fimmtudaginn, 17. maí nk. verður tekin fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla sem byggja á í Reykholti. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 13:30 og munu leikskólabörnin taka fyrstu skólfustunguna við hátíðlega athöfn. Þennan dag ætlar foreldrafélag leikskólans Álfaborgar að halda vorhátíð og verður taka fyrstu skóflustungunnar  liður í þeirri hátíð.