Gæðingakeppni Hestamannafélagsins Trausta

Gæðingakeppni Hestamannafélagsins Trausta verður haldin á Þorkelsvelli við Laugarvatn laugardaginn13. ágúst n.k. Keppt verður í öllum aldursflokkum ásamt A og B flokki gæðinga.  Keppt verður tölti T3 ef næg þáttaka fæst. Mótið hefst kl. 11:00 með setningu formanns og verður dagskrá eftirfarandi: 11:10 B-flokkur gæðinga. A-flokkur gæðinga.  Matarhlé Barnaflokkur Unglingaflokkur/ungmennaflokkur Töltkeppni. Hlé Úrslit -Börn -Unglingar/ungmenni -A/B flokkur -Tölt -100m skeið Knapi og hestur mótsins valinn. ATH. Tímasetningar eru háðar skráningu í flokkana, en mótið verður sett kl 11 og fyrsta grein hefst 11:10 Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 8.ágúst fyrir kl. 22:00 á netfangið hf.trausti@gmail.com.  Í skráningu verður að koma fram nafn og kennitala knapa og IS númer á hesti. Skráningargjald er 2000kr á hest í hverri grein. Frekari upplýsingar verður að finna inná heimasíðu Trausta, http://trausti.123.is/ og á Facebook síðunni þegar nær dregur.

Kveðja, Stjórn Trausta og Mótanefnd