Gjöf frá Lions

Lionsklúbburinn Geysir hefur fært félagsheimilinu Aratungu hjartastuðtæki að gjöf. Formaður klúbbsins, Þorsteinn Þórarinsson, og Sigurjón Pétur Guðmundsson, gjaldkeri, afhentu Helga Kjartanssyni, oddvita, stuðtækið og verður því komið fyrir í Aratungu. Félagar í Lionskúbbnum vinna ötullega að ýmsum líknarmálum og veita styrki til samfélagsverkefna.