Göngum í skólann 2017

Miðvikudaginn 6.september, verður Göngum í skólann 2017 formlega sett af stað með setningarhátíð í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Skráningin hefur farið stórvel af stað og nú þegar nálgast fjöldi skráðra skóla um þriðjung af fjölda allra grunnskóla á landinu. Von er á mun fleiri þátttökuskólum áður en skráningu lýkur en hægt er að skrá sinn skóla fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 4.október nk.