Grettisgata – Valkostur við Laugarveginn

Út er komin rafbók sem vekur athygli á og lýsir fjögurra daga gönguleið frá Geysi í Haukadal, í Botnsdal í Hvalfirði sem höfundur nefnir Grettisgötu.

Hér er verið að benda göngugörpum á valkost við aðrar þekktari leiðir svo sem Laugaveg og Fimmvörðuháls. Gönguleiðin er aðgengileg og fremur auðveld gönguleið um frekar fáfarið svæði í óbyggðum sem er engu að síður stutt frá byggð. Ísland er stórt land og þar er hægt að finna áhugaverðar gönguleiðir út um allt. Leiðarlýsingin miðast við bakpokaferðalanga en hún hentar líka dagferðalöngum og fyrir trússferðir.

Í rafbókinni lýsir höfundur leiðinni og upplifun sinni af henni. Þar má finna GPS punkta, yfirlitskort og ljósmyndir frá svæðinu sem gengið er um.

Bókin er einungis fáanleg sem rafbók á vefnum www.landnama.is sem höfundur opnaði af þessu tilefni. Rafbókina er hægt að prenta út eða lesa af tölvuskjám og spjaldtölvum.

Höfundur bókarinnar og jafnframt útgefandi og rafbóksali er Örn Arason. Örn starfar sem tölvunarfræðingur en hefur verið áhugsamur útivistamaður í áratugi.

Örn Arason

s: 693-1113

www.landnama.is