Hættustigi almannavarna lýst yfir í Árnessýslu.

Almannavarnastig í Árnessýslu hefur verið fært á hættustig vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Ákvörðunin er tekin þar sem óstöðuleikinn nær yfir stórt svæði en jarðskjálftarnir í morgun hafa verið á milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar. Engir skjálftar hafa fundist milli Kleifarvatns og Bláfjalla á þessu ári en í sögunni hafa þar orðið skjálftar 6,5 að stærð. Ef skjálftavirkni færist austar með stærri skjálfta stækkar áhrifasvæðið og nær þá u.þ.b. yfir Reykjanesskaga, norður í Hvalfjarðarsveit, umhverfis Þingvallavatn og austur að Þjórsá. Á því svæði eru mörg fjöll sem nýtt eru til útivistar, m.a. Esjan, Hengill, Ingólfsfjall, Vífilsfell, Helgafell og Keilir. Fólki er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum og forðast svæði þar sem grjót eða snjór getur hrunið.
Almannavarnir hvetja fólk til þess að gera sér grein fyrir hættum sem stafa af hrinum sem þessum. Auk þess eru íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum beðnir um að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

Smellið á linkinn hér fyrir neðan til að nálgast nánari upplýsingar

24_02_21_kl_18_15_Hættustig_vegna_jarðskjálftahrinu_frá_almannavarnadeild ríkislögreglustjóra_Sudurland