Heilsueflandi Uppsveitir – Þarfagreining

Þema ársins 2022 hjá Heilsueflandi Uppsveitum er geðrækt, andleg líðan og félagsleg virkni, en geðrækt felst í því að efla aðstæður, færni og lífsvenjur sem stuðla að félags- og tilfinningalegri heilsu og vellíðan. Til þess að vita hvað íbúar vilja og hvað þá vantar til þess að efla geðheilsu sína fer fram þarfagreining í formi spurningakönnunar. Könnunin opnar 5. maí og verður opin til 15. maí, hún verður nafnlaus og órekjanleg. Verkefnið er samstarfsverkefni Heilsueflandi Uppsveita og Elmu Jóhannsdóttur sem er nemi í hagnýtri heilsueflingu við Háskóla Íslands.

Góða geðheilsu þarf að rækta en það er hægt að gera á svipaðan hátt og þegar fólk stundar daglega hreyfingu. Mikilvægt er að vera meðvituð um eigin geðheilsu og þá þætti sem hafa áhrif á hana. Það getur verið misjafnt hvað, hver og einn þarf til að rækta geðheilsu sína.

Niðurstöðurnar verða nýttar til þess að bæta aðstæður í Uppsveitunum og koma til móts við þarfir íbúa en þær verða einnig notaðar í verkefni Elmu við Háskóla Íslands.

Hlekkur á könnunina: https://forms.gle/NmVPtQZ32GJZWsZL6

Heilsueflandi Uppsveitir og Elma Jóhannsdóttir

elmajohanns@gmail.com