Heimsókn forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með fulltrúum úr sveitarstjórnum Uppsveita sl mánudag í Aratungu. Aðalumræðuefni fundarins var fyrirhugaður þjóðgarður á miðhálendi Íslands, eins var rætt um samgöngumál og sameiningar sveitarfélaga. Fundurinn var góður og málefnalegur þar sem fundarmenn fóru vel yfir málin og skiptust á skoðunum um þessi málefni.