Heimsókn forseta Íslands.

Þann 9. júní n.k fagnar Bláskógabyggð 15 ára afmæli. Að því tilefni mun forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elizu Reid forsetafrú, sækja okkur heim.

 

Bláskógabyggð er eitt fallegasta og blómlegasta sveitarfélag landsins. Fegrum umhverfið, fögnum afmæli og tökum vel á móti forseta Íslands.

 

Nánari dagskrá heimsóknarinnar verður birt með dreifibréfi í næstu viku og á heimasíðu Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar